SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD - SÖNGVASVEIGUR 16

skrar/salmar_a_nyrri_old_kapa-100.jpg

Sálmar á nýrri öld geymir 26 nýja sálma eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason í útsetningum fyrir blandaða kóra. Bókin er jafnfram uppsett sem ljóðabók.
Upphaf þessa nýstárlega verkefnis má rekja til þess að Sigurður samdi lag við ljóð sem hann fékk á jólakorti frá Aðalsteini.  Í framhaldinu þótti þeim freistandi að takast á við trúarleg efni og lét afraksturinn ekki á sér standa.

Efnistök þeirra félaga eru fjölbreytt, allt frá því að vera einföld ljóð og lög sem henta vel til safnaðarsöngs í kirkjum til óhefðbundnari stólversa og kórsöngva.  Meðal efnis eru jólasálmar, barnasálmar, lofgjörð til náttúrunnar, páskasálmur og sálmar sem henta við skírn, fermingu og giftingu. Nýjan útfararsálm er einnig að finna í þessu safni, svo segja má að það spanni vítt svið og sé notendavænt.
Það er  fátítt að leikmenn taki sig til og semji efni af þessum toga, að minnsta kosti í þeim mæli sem hér um ræðir.

Verð kr. 1590,- en kr. 1250,- ef keyptar eru 10 eintök eða fleiri fyrir kórmeðlimi.

Flokkar: Tónlistarbækur