Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna

skrar/baekur/myndskreytt_biblia.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Margir hafa áhuga á að lesa Biblíuna en eiga erfitt með að byrja eða þykir uppsetningin erfið. Í nýrri útgáfu sem Skálholtsútgáfan getur út eru sögur Biblíunnar endursagðar á skýran og einfaldan hátt sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi mynda prýðir frásögnina og glæðir hana lífi. Sögurnar opna heim Gamla og Nýja testamentisins á þann hátt sem allir skilja og eftir lesturinn er söguþráður Biblíunnar orðinn lesandanum kunnur í aðalatriðum. Sögur Biblíunnar eiga sem fyrr fullt erindi til allra og eru gott veganesti í nútímanum.

Biblían kostar 2640 krónur

Flokkar: Biblíufræðsla, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni