GUÐ, Í ÞINNI HENDI

skrar/Guð, í þinni hendi-100.jpg

NÝ SÖNGBÓK FYRIR ÆSKULÝÐSSTARF KIRKJUNNAR ER KOMIN ÚT
Safnað hefur verið saman  í einkar fallega bók, 130 söngvum og sálmum sem hafa verið sungnir í æskulýðsstarfi kirkjunnar síðustu árin, sem og nýrri sálmum og söngvum víða að. Mikil vinna var lögð í lagaval þar sem lögð var áhersla á fjölbreytta söngva sem henta ungu fólki. Bókin er ætluð til notkunar í unglingastarfi kirkjunnar en nýtist fyrir mun breiðari aldurshóp við ólíkar aðstæður.Hverju lagi fylgja nótur og gítargrip sem er ætlað til að auðvelda þátttakendum í æskulýðsstarfinu að nota bókina og auka áhuga á tónlist og söng Þessi bók er unnin á vegum ÆSKR OG ÆSKÞ í samvinnu við söngmálastjóra. Það er von þeirra sem unnu að bókinni að hún eigi eftir að efla söng í æskulýðsstarfinu þar sem söngurinn er mikilvægur þáttur í helgihaldi æskulýðsstarfsins og góðir textar gott veganesti út í lífið.


Verð  kr. 2680,-

ef keypt eru 10 eintök eða fleiri kostar bókin kr. 2000,-.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Tónlistarbækur