SAMTAL VIÐ SAMTÍMANN

skrar/baekur/SamtalVidSamtimannW98.jpg

Samtal við samtímann - Nokkur drýli í víngarði Drottins

Nútímamaðurinn býr í heimi sem býður upp á fjölda tækifæra sem leiða til betra lífs ef farið er að með gát. Samhliða þeim og aukinni velsæld blasa við mál sem kalla á svör og ekki síst þau sem eru af siðferðilegum toga. Höfundur ræðir þau í skýru máli og af dirfsku og skarpskyggni. Samtal hans við samtímann er hressilegt og hispurslaust. Mál hans er kjarnyrt og umvafið hlýrri kímni ásamt mannviti hversdagslegrar reynslu. Hann tekur afstöðu þar sem leiðarljósið er einlæg trú og virðing fyrir lífinu. Höfundur ræðir mál sem lítið hefur verið ritað um á íslensku og sum þeirra hafa jafnvel verið hjúpuð feimni eða þögn: Hvað með líffæragjafir? Hvað á að gera við aldraða foreldra? Samkynhneigð og hjónaband? Útlimamissir? Dauði og sorg, getur kímni hjálpað? Geta helgisiðir verið leið til huggunar? Hvernig vinnum við bug á fordómum? Samtal við samtímann vekur til umhugsunar og hvetur til samtals um viðkvæm mál þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Bókin er því kærkomin öllum þeim er láta sig slík mála einhverju varða.

Sr. Sigfinnur Þorleifsson, er sjúkrahúsprestur og kennir sálgæslufræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Skálholtsútgáfan hefur áður gefið út bókina Í nærveru, eftir sama höfund.

Verð kr. 2900,-

Tilboð kr. 1900,-

Flokkar: Spurningar lífsins