Hugleiðingabækur

Æðruleysi kjarkur vit - Orð til uppörvunar á erfiðum tímum

Þetta bókarkorn geymir huggunarorð, bænir og örsögur af ýmsu tagi sem varpa ljósi á æðruleysisbænina.
Æðruleysisbænin er mörgum kunn og kær. Fólk sem unnið hefur með tólf spora kerfið, t.d. innan AA samtkanna og á námskeiðum í kirkjum undir heitinu Tólf sporin - andlegt ferðalag, hefur notið þeirrar gæfu að hafa tileinkað sér æðruleysisbænina.

En æðruleysisbænin á erindi til allra í atvikum daganna.
Hún hefur reynst hughreysting og haldreipi þegar tekist er á við ósigra og erfiðleika. En hún er líka styrkur og leiðsögn á daglegri för í margbreytilegum aðstæðum.

Verð kr. 790,-

Flokkar: Hugleiðingabækur

Hönd í hönd

skrar/baekur/hondihond.jpg

Í bókinni Hönd í hönd hugleiða fimmtíu Íslendingar hvernig hægt sé að bregðast við áföllum í lífinu, erfiðleikum eða sorg. Hugleiðingar og leiðbeiningar eru settar fram í sögum, ljóðum og stuttum íhugunum. Allir kaflarnir eiga það þó sameiginlegt að byggja að einhverju leyti á reynslu þess sem skrifar. Höfundar koma úr ýmsum áttum og eru á öllum aldri. Þetta eru karlar og konur, mæður og feður, synir og dætur sem hafa öll með einum eða öðrum hætti glímt við erfiðleika í lífinu. ISBN 9979-765-27-5 - 146 bls. -

Bókin kostar 2.200 krónur.

 

 

 

 

 

Flokkar: Hugleiðingabækur

Í dag - Hugleiðingar 366 Íslendinga fyrir hvern dag ársins

skrar/baekur/idag.jpg

Hugleiðingar 366 Íslendinga skrifaðar sérstaklega fyrir þessa bók. Þeir deila með lesendum veganesti út í daginn. Þessi bók sýnir þverskurð af íslenskri hugsun um lífið og tilveruna. Hugleiðingarnar eru mjög persónulegar og sýna hvað fólki liggur á hjarta og lýsa því mjög vel hvað fólk setur í forgang í lífinu. Þær eru auðskiljanlegar og uppbyggilegar, hafa sterkar siðferðislegar og trúarlegar tilvísanir og vekja til umhugsunar um það sem skiptir máli, fordómalausar, hlýlegar, nærandi og hressandi. Það teljast vera tíðindi að hátt í fjórða hundrað Íslendinga skrifi hugleiðingar sínar í eina bók. Höfundarnir koma af ýmsum sviðum þjóðlífsins og margir eru landskunnir. Einstök bók ætluð Íslendingum í dagsins önnum.

Verð  3.740 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Friður í hjarta - eftir Móður Teresu

skrar/baekur/fridurihjarta.jpg

Líf sérhvers manns er dýrmætt í augum Guðs. Móðir Teresa helgaði líf sitt því að hjálpa þeim snauðustu allra í fátækrahverfum Kalkútta. Í þessari bók má finna safn ummæla hennar, hugleiðinga og bæna. Þar má skynja þá umhyggju, visku og djúpa frið sem mótaði líf og ævistarf Móður Teresu.

Hvert og eitt okkar hefur sömu möguleika að eignast hlutdeild í friðnum. Mörgum sem vanir eru asa,þar sem allt þarf að ganga hratt fyrir si,g finnst þetta erfitt, en þessi bók getur orðið til hjálpar.

Á dögum rangrar forgangsröðunar á svo mörgum sviðum þörfnumst við þess að vera minnt á hve mikilvæg trúin á Guð er. Og hvílík gleði sprettur af þeirri trú.
Það er einfaldur boðskapur, en mörg okkar fara samt á mis við hann. Allt of oft er trúnni íþyngt af byrðum nútímans. Samt er það trúin sem veitir hverju og einu okkar þann styrk sem við þörfnumst til að yfirvinna veikleikana vegna þess að kærleikur Guðs er þolinmóður. Fyrir trúna fáum við að reyna og sjá að við erum ekki ein andspænis erfiðleikunum.

Bókin fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og í öllum helstu bókaverslunum.

Karl Sigurbjörnsson, biskup, þýddi.

Kr. 1.890,-

Flokkar: Hugleiðingabækur, Andleg leiðsögn

FLEIRI ORÐ Í GLEÐI

skrar/fleiri orð í gleði bara forsíða-100.jpg

FLEIRI ORÐ Í GLEÐI

Bókin geymir gott veganesti út í dagsins eril og amstur. Hún er framhald metsölubókarinnar Orð í gleði, sem margir Íslendingar þekkja. Þessar bækur eru teknar saman af Karli Sigurbjörnssyni, biskup.

Hér má finna glettin orð en þó alvörufull og djúpvitur sem ylja lesandanum um hjartarætur og vekja bros á vör:  Örsögur, íhuganir, myndbrot og ljóð, spekiorð og bænir víðs vegar að sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og  sterk sem höfundur vill deila með öðrum til að uppörva í trú og efla von. Kímnin er aldrei langt undan, hin óvæntu sjónarhorn sem varpa ljósi yfir það sem máli skiptir í lífinu.

,,Orð í gleði og Fleiri orð í gleði eru bækur sem hægt er að opna hvar sem er, hvenær sem er. Boðskapurinn á við í leik og starfi. Ég les bækurnar fyrir mig, börnin mín og mæli með þeim við alla sem vilja gleði, von og trú." Segir Sigríður Arnardóttir, dagskrárgerðarmaður.

Verð kr. 1.990,-

Flokkar: Hugleiðingabækur, Andleg leiðsögn

Orð í gleði

skrar/baekur/ord_i_gledi.jpgÞessi bók geymir gott veganesti út í dagsins amstur og eril. Flytur glettin orð en þó alvörufull og djúpvitur sem ylja lesanda um hjartarætur og vekja bros á vör. Hér er að finna smellnar örsögur og djúpar íhuganir, sterk myndbrot og ljóð, ódauðleg spekiorð og heitar bænir sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og kröftug sem höfundur vill deila með öðrum til að uppörva í trú og efla von. Sjónarhorn kímninnar er hér í fyrirrúmi og sýnir hvað hún getur verið öflugur farvegur fyrir það sem skiptir mestu máli í lífinu. Karl Sigurbjörnsson biskup tók þessa bók saman.
Bókin kostar 1400 krónur

Flokkar: Um lífið, tilveruna og trúna, Hugleiðingabækur, Andleg leiðsögn

Andardráttur umhyggjunnar

skrar/baekur/andardrattur.jpg

Erfitt er að tjá það sem hjarta er næst án þess að vera persónuleg. Mikilsvert er þó að reyna það. Dýpstu upplifanir okkar eru almennar, og við verðum að læra að finna okkur sjálf í reynsla annarra. Athyglisvert er hve líkt manneskjurnar tjá sig á öllum öldum, þegar þær reyna að lýsa með orðum því sem aðeins verður sagt í myndum.Þessi bók er ætluð þeim sem takast á við vandamál daglegs lífs.

Bókin kostar 1200 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Augliti til auglitis

skrar/baekur/auglit.jpg

Þessi bók mætir konum í dagsins önn og hjálpar þeim að ná tökum á lífi sínu með íhugun og bæn. Hér er einnig að finna almenna umfjöllun og leiðbeiningar um íhugun. Í bókinni eru nítján íhuganir fyir konur í ýmsum aðstæðum lífsins og fjórar samdar út frá frásögnum í Nýja testamentisins.

Bókin kotar 1980 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Á leið til Jerúsalem

skrar/baekur/jerusalem.jpg

Úr erli daglegs lífs er nútímamaðurinn leiddur í djúpa kyrrð á helgum slóðum. Skyndilega er hann í för með fólki sem fylgir meistaranum frá Nasaret, en ferðinni er heitið til borgarinnar Jerúsalem. Á leiðinni suður landið gerist margt, nútímamaðurinn stendur við hlið höfundar og hlýðir á ódauðleg orð og verður vitni að máttarverkum. ISBN 9979-765-29-1 - 39 bls. -

Bókin kostar 1.350 krónur.

Tilboð 600 krónur

 

 

 

 

 

Flokkar: Hugleiðingabækur

Á torgi himinsins

skrar/baekur/atorgi.jpg

í þessari bók eru 43 hugvekjur sem flestar eru útleggingar á textum kirkjuársins. Þjrú meginþemu eru í bókinni: Rökhyggja og trú, kristin dulúð og evangelískur átrúnaður. Hugvekjurnar tak á mörgum þáttum mannlífsins og kristinnar trúar og eru holl og góð lesning hverjum manni. Þær eru skrifaðar á meitluðu máli, fagurri og kjarnyrtri íslensku sem höfundurinn var þekktur fyrir.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Englar hér og þar, englar alls staðar

skrar/baekur/englarherogtar.jpg

Smásögur um engla. Uppspretta bókarinnar er Biblían sjálf. Í þessari bók eru englarnir hver öðrum ólíkir. Sumir eru stórir aðrir hressir og enn aðrir eru hörkutól. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt, að vera sendiboðar Guðs, þjónar Guðs. Sögurnar í bókinni eru lifandi og spennandi og að lestri loknum lítur lesandinn í kringum sig eftir englum... Þessi bók var valin beta barnabók á Bretlandi árið 1994 en hún hentar öllum unnendum smásagna og engla.

Bókin kostar 1980 krónur

Tilboð 600 krónur

 

Flokkar: Hugleiðingabækur, Barnabækur af ýmsum toga

Fjórar spennandi smábækur

skrar/baekur/Karleikurinn.jpg

Bækurnar Faðir vor, Drottinn er minn hirðir, Verið ekki áhyggjufull og Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi geyma vekjandi og snjallar tilvitnanir frá þekktu fólki sem óþekktu tengdar textum Biblíunnar þar sem þeir eru settir undir nútímalegt og ferskt sjónarhorn. Bækur sem hentar fólki á öllum aldri. ISBN 9979-765-31-3 - Verð 790 kr. hver bók

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi kostar 790 krónur

Faðir vor, Drottinn er minn hirðir, Verið ekki áhyggjufull eru á tilboði 300 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Föstu- og páskabókin

skrar/baekur/fostuogpaska.jpg

Í þessu kveri er að finna ýmislegt efni til notkunar um föstu, í dymbilviku og um páska. Má þar nefna píslasögu Krists út frá guðspjöllunum fjórum en einnig til flutnings fyrir leshópa. Litanían er hér í nýrri þýðungu, einnig form fyrir páskavöku og upprisufrásögnin til flutnings fyrir leshópa. Bókin hentar áhugasömum einstaklingum en einnig til notkunar í kirkjustarfi og við helgihald í kirkjunnar á föstu og páskum.

Bókin kostar 1400 krónur.

Flokkar: Hugleiðingabækur, Páskaefni - Jólaefni, Kristin trú

Til íhugunar - Dr. Sigurbjörn Einarsson á DVD

skrar/Sigurbjörn-100.jpg

DVD diskur með þrettán hugleiðingum fluttum af dr. Sigurbirni Einarssyni, biskup, teknar upp sumarið 1996.
Einnig er að finna eina jólaprédikun, sem hann flutti í sjónvarpssal.

kr. 2000,-

Flokkar: Hugleiðingabækur, Kristin trú