Sálmabækur

Sálmabók

skrar/baekur/sbraud.jpg

Ný útgáfa sálmabókarinnar - textabók er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. Í henni eru auk allra sálmanna í bókinni frá 1972 viðbótin frá 1991 og 1997 en þá kom út þessi sama sálmabók með nótum. Hún fæst í hvítum, svörtum og vínrauðum lit. ISBN 9979-765-19-4

Verð kr. 2000,- 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Sálmabækur

Sálmabók með nótum

skrar/baekur/salmaboknotur.jpg

Sálmabók kirkjunnar með nóum og í tónhæð sem miðast við almennan safnarðarsöng. Helsta markmið með útgáfunni er að auka og styðja við og hvetja til þáttöku í almennum safnaðarsöng í kirkjunni. Þessi bók sameinar sálmabókina frá 1972, viðbætinum frá 1991 og nýja sálma í einni bók.

Bókin kostar 3200 krónur

Flokkar: Sálmabækur

Sálmabók barnanna

Sálmabók barnanna er ætluð til notkunar í barnastarfi kirkjunnar með börnum á aldrinum 2ja til 12 ára og við fjölskylduguðsþjónustuna. Bókinni er einnig ætlað að vera hjálpartæki í skólastarfi, jafnt í leikskóla sem í grunnskóla. Hún er einnig bæna- og söngbók heimilanna til hjálpar þegar hinir eldri gefa sér stund með hinum ungu til bænagjörðar og söngs. Sértilboð til kirkna.

Kr. 2.800,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Sálmabækur

Sálmabók barnanna

skrar/baekur/salmabokbarnanna.jpg

Ný útgáfa 2009
Þessi nýja söngbók hefur að geyma allt það besta sem samið hefur verið og sungið með börnum í áratugi, en einnig eru í bókinni fjölmargir nýlegir og nýir sálmar og lög, og hefur þar verið reynt að mæta þörfum yngstu barnanna sem og þeirra sem eldri eru.
Bætt hefur verið í bókina nýjum sálmum og söngvum í viðbæti, m.a. söngvum Hafdísar Huldar Þrastardóttur af geisladisknum Englar í ullarsokkum (sjá geisladiskar)
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður teiknaði kápu en myndskreytingar sálmanna eru eftir Kristínu Arngrímsdóttur. ISBN 9979-9464-8-2 -

Verð kr. 2800,- 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga, Sálmabækur

Sálmakver fyrir aldraðra

skrar/baekur/salmaraldradra.jpg

Til notkunar í kirkjustarfi aldraðra. Með ört vaxandi kirkjustarfi aldraðra hafa komið fram óskir um sálmakver með stóru og skýru letri. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar leitaði því til aldraðra um val á sálmum í hver þetta og var þeirra óskum að mestu fylgt. Sálmarnir voru valdir úr Sálmabók íslensku kirkjunnar og eru sálmanúmer þau sömu.

Bókin kostar 2890 krónur

Flokkar: Sálmabækur

Brauð og rósir

skrar/baekur/braud.jpg

Brauð og rósir er fyrsta sönghefti Kvennakirkjunnar. Heftið inniheldur 16 frumorta texta íslenskra kvenna við lög úr ýmsum áttum í einföldum útsetningum fyrir rödd og píanó. Textahöfundar eru þær Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjargey Arnórsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Fjögur þessara laga er að finna í 13. söngvasveigsbók Skálholtsútgáfunnar sem nefnist Heyr söngvanna hljóm en í henni eru lögin útsett fyrir blandaða kóra. Guðrún Björnsdóttir myndskreytti bókina.

Verð 1500 krónur.

 

Flokkar: Tónlistarbækur, Sálmabækur