Geisladiskar

OG ÞAÐ VARST ÞÚ - Geisladiskur

skrar/ogþaðvarstþú-100.jpg

Týndar 25 ára gamlar hljóðritanir komnar í leitirnar.

Páll Óskar Hjálmtýsson (13 ára) og Sverrir Guðjónsson ásamt börnum syngja söngva um allt það sem mamma, pabbi, afi og amma kenndu okkur frá upphafi vega; um virðingu, traust, heiðarleika, að vera trúr og sannur, umhyggja fyrir hinu stóra sem smáa í okkar umhverfi, fyrirgefningin, um bænina; “… sitji Guðs englar saman í hring …”

Þessi geisladiskur inniheldur þrettán lög, mörg þeirra þekkja börn, foreldrar, ömmur og afar úr sunnudagaskólanum. Þar má nefna; Í bljúgri bæn og Einn tveir þrír fjórir fimm; Ég verð aldrei einmana og Ég get sungið af gleði. Er vasapening ég fæ og Ó Guð, ég veit hvað ég vil.

Verð kr. 2400,- Fæst í Kirkjuhúsinu og öllum helstu plötu- og bókaverslunum og stórmörkuðum.

Tilboð í Kirkjuhúsinu 1.500,-

Flokkar: Geisladiskar

Ég get sungið af gleði

skrar/baekur/eggetsungid.jpg

42 barnasálmar og söngvar, sungnir af 900 börnum úr 16 barnakórum við kirkjur og skóla. Á geisladiskinum eru þekktir barnasálmar og söngvar ú sunnudagaskólanum. Einnig er hægt að fá söngbók með nótum fyrir sunnudagaskóla, skólastarf og söngstarf.

Geisladiskurinn kostar 2065 krónur

Flokkar: Geisladiskar

Dýrð vald virðing - Geisladiskur

skrar/baekur/dyrdvaldvirding.jpg

Kór Akureyrakirkju og einsöngvarar flytja tónlist úr bókinni Dýrð vald virðing (söngvasveigur 8 ). Geisladiskurinn kostar 1710 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlist, Geisladiskar

ENGLAR Í ULLARSOKKUM geisladiskur með Hafdísi Huld

skrar/baekur/englariullarsokkum.jpg

Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarmaður og hópur barna flytja tíu frumsamin lög á þessum geisladiski sem hún og Alisdair Wright hafa samið fyrir börn á öllum aldri. Diskurinn kemur út 21. nóvember n.k. Hafdís Huld er vel þekkt sem tónlistarmaður en geisladiskur hennar Dirty Paper Cup hefur fengið afar góðar viðtökur í Evrópu. Nú snýr hún sér að börnum og semur lög sem allir geta sungið með.

Í textunum fjallar Hafdís Huld um lífið og tilveruna, Guð, róló, engla og ullarsokka, um öryggi barnæskunnar; pabba og mömmu, bænir, mjólkurglas og brauð með osti. Grunnstefið er þakklæti, vinátta og jákvæð hugsun. Textar Hafdísar eru hugmyndaríkir, vinalegir, einlægir, í þeim segir hún sögur, m.a. um Nóa og Móse. Diskurinn er þannig upp byggður að á fyrrihluta hans má heyra lögin sungin af Hafdísi og barnahóp, en á seinni hluta hans er eingöngu undirspilið þannig að litlir söngvarar geta spreytt sig á að syngja laglínuna t.d. í karíókí. Þess má geta að lög Hafdísar Huldar hafa verið kennd í sunnudagaskólum í kirkjum landsins nú í haust, en Hafdís Huld hefur verið sunnudagaskólakennari hjá íslenska söfnuðinum í London um nokkurt skeið, auk þess að vera skapandi tónlistarmaður í námi og við störf þar í borg.

Tilboð kr. 1.990.-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Geisladiskar

Sálmar í gleði - Geisladiskur

skrar/baekur/salmarigledi.jpg

Sálmar í gleði er geisladiskur með sálmum úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar. Flytjendur eru Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar auk annarra. Sálmarnir eru 27 að tölu og teljast allir til ástsælustu sálma okkar Íslendinga. Allir eru þeir gleðisálmar, en sýna annars þá breidd og grósku sem sálmaarfur okkar býr yfir. Hér á vefnum er hægt að hlýða á tóndæmi af diskinum, sálminn Þú ert Guð sem gefur lífið (808k, mp3 skrá). SÚCD007 - 27. lög -

Verð 2.065 krónur

 

 

 

Flokkar: Geisladiskar

Sálmar í sorg og von

skrar/baekur/salmarsorg.jpg

Hér syngur Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefanssonar 26 sálma úr íslensku sálmabókinni. Sumir sálmanna eru í nýjum útsetningum.

Geisladiskurinn kostar Kr. 2065.

Flokkar: Geisladiskar

Sögur og söngvar á aðventu og jólum geisladiskur

skrar/Sögur og söngvar-100.jpg

Geisladiskur með 12 sögum og söngvum.

Flytjendur: Erna Blöndal söngur, Örn Arnarson gítar og söngur, Gunnar gunnarsson hammondorgel og  píanó, Jón Rafnsson kontrabassi.

Erna Blöndal les sögur og bænir.

Forsíðumynd: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir

 

Kostar kr. 1.800

Flokkar: Jólabækur, Geisladiskar

Trúarleg tónlist - Geisladiskur

skrar/baekur/truarlegtonlist.jpg

Á þessum geisladiski flytur kór og söngvarar þekkt gospellög í útsetnignum Magnúsar Kjartanssonar.

Geisladiskurinn kostar 500 krónur

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Geisladiskar

NÝR SÁLMADISKUR MEÐ SÁLMUM SIGURBJÖRNS EINARSSONAR, BISKUPS

skrar/CD_COVER-100.jpg

Hjartað játi, elski, treysti heitir nýr sálmadiskur sem inniheldur 15 sálma eftir Sigurbjörn biskup í flutningi Ernu Blöndal, söngkonu, Gunnars Gunnarssonar, organista (píanó, orgel), Arnar Arnarsonar (gítar) Jóns Rafnssonar (bassi) og Magneu Árnadóttur (þverflauta) Einnig syngja með þau Sólveig Samúelsdóttir og Benedikt Ingólfsson.

Hér má finna vel þekkta sálma eins og Dag í senn, Eigi stjörnum ofar, Þú mikli Guð ert með oss á jörðu og Fræ í frosti sefur. Einnig sálmana Þeir léðu honum jötu í fjárhúsi fyrst og Ég veit um himins björtu borg ásamt mörgum fleiri sálmum.

Fæst í Kirkjuhúsinu og víðar, í Eymundsson, Pennanum, Hagkaup, Tólf tónum.

Verð kr. 2300,-

Flokkar: Geisladiskar