Tónlist

Messuskrá

skrar/baekur/messuskra.jpgMessuskrár fyrir alla hluta kirkjuársins. Gregor messa með altarisgöngu (klassísk messa). Fjölskylduguðsþjónusta. Messuskrá fyrir trinitatis, aðventu, jól og þrettándasunnudaf, föstu, frá páskum tilhvítasunnu. Samfélgið um guðs borð. Skrárnar kosta 42 krónur Þær eru ýmist fjórblöðungar eða sexblöðungar í A5 broti.

Flokkar: Tónlist, Annað tónlistarefni

Sálmabók

skrar/baekur/sbraud.jpg

Ný útgáfa sálmabókarinnar - textabók er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. Í henni eru auk allra sálmanna í bókinni frá 1972 viðbótin frá 1991 og 1997 en þá kom út þessi sama sálmabók með nótum. Hún fæst í hvítum, svörtum og vínrauðum lit. ISBN 9979-765-19-4

Verð kr. 2000,- 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Sálmabækur

Orgelútgáfa

skrar/baekur/orgelutgafa.jpgUndileiksbók með Íslensku sálmabókinni. Útsetningarnar eru í lækkaðri útsetningu. Bókin kostar Kr. 9.850,-

Flokkar: Tónlist, Undirleikur

Hreyfisöngvar

skrar/baekur/hreyfisongvar.jpg

27 hreyfisöngvar með nótum og skýringum fyrir hreyfingar. Söngvar sem henta vel í barnastarfið.

Bókin kostar 500 krónur

Flokkar: Annað tónlistarefni

OG ÞAÐ VARST ÞÚ - Geisladiskur

skrar/ogþaðvarstþú-100.jpg

Týndar 25 ára gamlar hljóðritanir komnar í leitirnar.

Páll Óskar Hjálmtýsson (13 ára) og Sverrir Guðjónsson ásamt börnum syngja söngva um allt það sem mamma, pabbi, afi og amma kenndu okkur frá upphafi vega; um virðingu, traust, heiðarleika, að vera trúr og sannur, umhyggja fyrir hinu stóra sem smáa í okkar umhverfi, fyrirgefningin, um bænina; “… sitji Guðs englar saman í hring …”

Þessi geisladiskur inniheldur þrettán lög, mörg þeirra þekkja börn, foreldrar, ömmur og afar úr sunnudagaskólanum. Þar má nefna; Í bljúgri bæn og Einn tveir þrír fjórir fimm; Ég verð aldrei einmana og Ég get sungið af gleði. Er vasapening ég fæ og Ó Guð, ég veit hvað ég vil.

Verð kr. 2400,- Fæst í Kirkjuhúsinu og öllum helstu plötu- og bókaverslunum og stórmörkuðum.

Tilboð í Kirkjuhúsinu 1.500,-

Flokkar: Geisladiskar

GUÐ, Í ÞINNI HENDI

skrar/Guð, í þinni hendi-100.jpg

NÝ SÖNGBÓK FYRIR ÆSKULÝÐSSTARF KIRKJUNNAR ER KOMIN ÚT
Safnað hefur verið saman  í einkar fallega bók, 130 söngvum og sálmum sem hafa verið sungnir í æskulýðsstarfi kirkjunnar síðustu árin, sem og nýrri sálmum og söngvum víða að. Mikil vinna var lögð í lagaval þar sem lögð var áhersla á fjölbreytta söngva sem henta ungu fólki. Bókin er ætluð til notkunar í unglingastarfi kirkjunnar en nýtist fyrir mun breiðari aldurshóp við ólíkar aðstæður.Hverju lagi fylgja nótur og gítargrip sem er ætlað til að auðvelda þátttakendum í æskulýðsstarfinu að nota bókina og auka áhuga á tónlist og söng Þessi bók er unnin á vegum ÆSKR OG ÆSKÞ í samvinnu við söngmálastjóra. Það er von þeirra sem unnu að bókinni að hún eigi eftir að efla söng í æskulýðsstarfinu þar sem söngurinn er mikilvægur þáttur í helgihaldi æskulýðsstarfsins og góðir textar gott veganesti út í lífið.


Verð  kr. 2680,-

ef keypt eru 10 eintök eða fleiri kostar bókin kr. 2000,-.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Tónlistarbækur

Söngvasveigur 15 - HEYR ÞÚ OSS HIMNUM Á

15. BÓKIN Í BÓKARÖÐINNI SÖNGVASVEIGUR FYRIR BARNAKÓRA, BLANDAÐA KÓRA OG KVENNAKÓRA - 64 KIRKJULEGIR SÖNGVAR FYRIR BLANDAÐA KÓRA

Verð kr. 2400,-

Flokkar: Tónlistarbækur

Ég get sungið af gleði

skrar/baekur/eggetsungid.jpg

42 barnasálmar og söngvar, sungnir af 900 börnum úr 16 barnakórum við kirkjur og skóla. Á geisladiskinum eru þekktir barnasálmar og söngvar ú sunnudagaskólanum. Einnig er hægt að fá söngbók með nótum fyrir sunnudagaskóla, skólastarf og söngstarf.

Geisladiskurinn kostar 2065 krónur

Flokkar: Geisladiskar

Messusöngvar

skrar/baekur/messusongvar.jpg

Útgáfa fyrir fjórarradda í g-moll og fyrir einradda safnaðarsöng í e-moll Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Annað tónlistarefni

Sálmabók með nótum

skrar/baekur/salmaboknotur.jpg

Sálmabók kirkjunnar með nóum og í tónhæð sem miðast við almennan safnarðarsöng. Helsta markmið með útgáfunni er að auka og styðja við og hvetja til þáttöku í almennum safnaðarsöng í kirkjunni. Þessi bók sameinar sálmabókina frá 1972, viðbætinum frá 1991 og nýja sálma í einni bók.

Bókin kostar 3200 krónur

Flokkar: Sálmabækur

Í lífi og leik - nótnabók - barna og æskulýðsstarf

skrar/ lífi og leik-100.jpg

Undirleiksbók með söngbókinni Í lífi og leik, kom út árið 1985.
Enn í fullu gildi í barna- og unglingastarfi.
Fæst aðeins í Kirkjuhúsinu.

Bókin kostar 1690 krónur

 

 

Flokkar: Undirleikur

Hátíð fer að höndum ein - Söngvasveigur 1

skrar/baekur/song1.jpg

40 aðventu og jólasöngvar fyrir sópran og altraddir (kvennakóra og barnakóra). Margrét Bóasdóttir og Þórunn Björnsdóttir tóku saman.

Bókin kostar 1490 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Dýrð vald virðing - Geisladiskur

skrar/baekur/dyrdvaldvirding.jpg

Kór Akureyrakirkju og einsöngvarar flytja tónlist úr bókinni Dýrð vald virðing (söngvasveigur 8 ). Geisladiskurinn kostar 1710 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlist, Geisladiskar

Sálmabók barnanna

Sálmabók barnanna er ætluð til notkunar í barnastarfi kirkjunnar með börnum á aldrinum 2ja til 12 ára og við fjölskylduguðsþjónustuna. Bókinni er einnig ætlað að vera hjálpartæki í skólastarfi, jafnt í leikskóla sem í grunnskóla. Hún er einnig bæna- og söngbók heimilanna til hjálpar þegar hinir eldri gefa sér stund með hinum ungu til bænagjörðar og söngs. Sértilboð til kirkna.

Kr. 2.800,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Sálmabækur

Sálmasöngsbók - viðbætir

Lög við ýmsa sálma i sálmabókinni í fjórradda útsetningum.

kr. 1000,-

Flokkar: Tónlist, Undirleikur

DAGINN Í DAG 3 ER KOMINN Í KIRKJUHÚSIÐ, FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!

skrar/Daginn í dag 3-100.jpg

Ánægjulegar fréttir fyrir aðdáendur Hafdísar og Klemma! Nú líður að útgáfu þriðju seríu af Daginn í dag á dvd. Hafdís og Klemmi halda áfram að lenda í skemmtilegum ævintýrum ásamt vinum sínum Haffa og Mæju.
Við sögu kemur sunnudagaskólinn, brúðuþátturinn Nebbnilega, eldriborgararnir Benni og Ragga sem eiga fullt í fangi með að passa undrabarnið Haha og hinn (heims)frægi fréttamaður, Nebbi.
Hafdís og Klemmi velta mörgum hlutum fyrir sér, til dæmis hvað það merkir að fyrirgefa og hversvegna við eigum að deila með öðrum af gæðum okkar.
Þrjár af dæmisögum Jesú eru færðar til nútímans og kallast á við ævintýri Hafdísar, Klemma og vina þeirra. Hópur barna syngur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali.  Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur og syngur einn sálm á táknmáli. Hér eru þrír hálftíma langir þættir sem eru góð fjölskylduskemmtun en henta einkum 3-9 ára börnum, en aðdáendur þáttanna eru þó bæði eldri og yngri en það!

Verð 2590,-

Tilboð 1500,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Annað tónlistarefni

Ég vil elska mitt land - Söngvasveigur 2

skrar/baekur/song2.jpg

33 ættjarðarög. Raddsett fyrir sópran og altraddir (kvennakórar og barnakórar). Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

Flokkar: Tónlistarbækur

Sálmasöngsbók

skrar/baekur/salmasongsbok.jpg

Til kirkju og heimasöngs. Fyrst gefin út árið 1936.

Bókin kostar 3500 krón

Flokkar: Undirleikur

ENGLAR Í ULLARSOKKUM geisladiskur með Hafdísi Huld

skrar/baekur/englariullarsokkum.jpg

Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarmaður og hópur barna flytja tíu frumsamin lög á þessum geisladiski sem hún og Alisdair Wright hafa samið fyrir börn á öllum aldri. Diskurinn kemur út 21. nóvember n.k. Hafdís Huld er vel þekkt sem tónlistarmaður en geisladiskur hennar Dirty Paper Cup hefur fengið afar góðar viðtökur í Evrópu. Nú snýr hún sér að börnum og semur lög sem allir geta sungið með.

Í textunum fjallar Hafdís Huld um lífið og tilveruna, Guð, róló, engla og ullarsokka, um öryggi barnæskunnar; pabba og mömmu, bænir, mjólkurglas og brauð með osti. Grunnstefið er þakklæti, vinátta og jákvæð hugsun. Textar Hafdísar eru hugmyndaríkir, vinalegir, einlægir, í þeim segir hún sögur, m.a. um Nóa og Móse. Diskurinn er þannig upp byggður að á fyrrihluta hans má heyra lögin sungin af Hafdísi og barnahóp, en á seinni hluta hans er eingöngu undirspilið þannig að litlir söngvarar geta spreytt sig á að syngja laglínuna t.d. í karíókí. Þess má geta að lög Hafdísar Huldar hafa verið kennd í sunnudagaskólum í kirkjum landsins nú í haust, en Hafdís Huld hefur verið sunnudagaskólakennari hjá íslenska söfnuðinum í London um nokkurt skeið, auk þess að vera skapandi tónlistarmaður í námi og við störf þar í borg.

Tilboð kr. 1.990.-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Geisladiskar

Sálmabók barnanna

skrar/baekur/salmabokbarnanna.jpg

Ný útgáfa 2009
Þessi nýja söngbók hefur að geyma allt það besta sem samið hefur verið og sungið með börnum í áratugi, en einnig eru í bókinni fjölmargir nýlegir og nýir sálmar og lög, og hefur þar verið reynt að mæta þörfum yngstu barnanna sem og þeirra sem eldri eru.
Bætt hefur verið í bókina nýjum sálmum og söngvum í viðbæti, m.a. söngvum Hafdísar Huldar Þrastardóttur af geisladisknum Englar í ullarsokkum (sjá geisladiskar)
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður teiknaði kápu en myndskreytingar sálmanna eru eftir Kristínu Arngrímsdóttur. ISBN 9979-9464-8-2 -

Verð kr. 2800,- 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga, Sálmabækur

Jólahelgileikir fyrir barnakór og píanó - Söngvasveigur 3

skrar/baekur/song3.jpg

í þessari bók eru þrír helgileikir fyrir barnakóra og píanó. Þeir eru; Fæðing frelsarans, En það bar til og Hljóðu jólaklukkurnar. Undirleikshefti fást. Margrét Bóasdóttir tók saman.

Bókin kostar 800,-

Undirleikur kostar 850,-

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Sálmakver fyrir aldraðra

skrar/baekur/salmaraldradra.jpg

Til notkunar í kirkjustarfi aldraðra. Með ört vaxandi kirkjustarfi aldraðra hafa komið fram óskir um sálmakver með stóru og skýru letri. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar leitaði því til aldraðra um val á sálmum í hver þetta og var þeirra óskum að mestu fylgt. Sálmarnir voru valdir úr Sálmabók íslensku kirkjunnar og eru sálmanúmer þau sömu.

Bókin kostar 2890 krónur

Flokkar: Sálmabækur

Sálmar í gleði - Geisladiskur

skrar/baekur/salmarigledi.jpg

Sálmar í gleði er geisladiskur með sálmum úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar. Flytjendur eru Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar auk annarra. Sálmarnir eru 27 að tölu og teljast allir til ástsælustu sálma okkar Íslendinga. Allir eru þeir gleðisálmar, en sýna annars þá breidd og grósku sem sálmaarfur okkar býr yfir. Hér á vefnum er hægt að hlýða á tóndæmi af diskinum, sálminn Þú ert Guð sem gefur lífið (808k, mp3 skrá). SÚCD007 - 27. lög -

Verð 2.065 krónur

 

 

 

Flokkar: Geisladiskar

Finnsk og pólsk þjóðlög og Söngvaseiður - Söngvasveigur 4

skrar/baekur/song4.jpg

3 sönglagasyrpur fyrir barnakóra og kvennakóra. Hægt er að fá undirleiksnótur. Margrét Bóasdóttir tók saman.

Bókin kostar 850 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Út um græna grundu - Söngvasveigur 5

skrar/baekur/song5.jpg

55 íslensk og erlend lög, raddsett fyrir barna- og kvennakóra. Lög við allra hæfi, jafnt byrjendur og þeirra sem eru lengra á veg komin. Við mörg lög er að finna píanóundirleik eða hljóma til stuðnings. Veraldleg lög. Þórunn Björnsdóttir og Egill R. Friðleifsson tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Sálmar í sorg og von

skrar/baekur/salmarsorg.jpg

Hér syngur Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefanssonar 26 sálma úr íslensku sálmabókinni. Sumir sálmanna eru í nýjum útsetningum.

Geisladiskurinn kostar Kr. 2065.

Flokkar: Geisladiskar

Sögur og söngvar á aðventu og jólum geisladiskur

skrar/Sögur og söngvar-100.jpg

Geisladiskur með 12 sögum og söngvum.

Flytjendur: Erna Blöndal söngur, Örn Arnarson gítar og söngur, Gunnar gunnarsson hammondorgel og  píanó, Jón Rafnsson kontrabassi.

Erna Blöndal les sögur og bænir.

Forsíðumynd: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir

 

Kostar kr. 1.800

Flokkar: Jólabækur, Geisladiskar

Sálmar um lífið og ljósið - Söngvasveigur 6

skrar/baekur/song6.jpg

Samið að beiðni Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju 1995 fyrir barnakóra í Reykjavíkurprófastsdæmum. Kristján Valur Ingólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Dýrð vald virðing - Söngvasveigur 8

skrar/baekur/song8.jpg

50 Kirkjulegir söngvar fyrir blandaða kóra , Margrét Bóasdóttir og Edda Möller tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Trúarleg tónlist - Geisladiskur

skrar/baekur/truarlegtonlist.jpg

Á þessum geisladiski flytur kór og söngvarar þekkt gospellög í útsetnignum Magnúsar Kjartanssonar.

Geisladiskurinn kostar 500 krónur

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Geisladiskar

Te deum - Söngvasveigur 9

skrar/baekur/song9.jpg

50 kirkjulegir söngvar er hæfa hinum ýmsu trúarlegu athöfnum svo sem skýrn og brúðkaupum, og sálma sem tilheyra hátíðum kirkjuársins. Einnig fjölmargir lofsöngvar og kórverk eftir íslenska og erlenda höfunda, allt frá keðjusöngvum og léttum tvíröddunum til erfiðari kórverka. Bókn hefur að geyma margar klassískar söngperlur en ennig ný kórverk og raddsetningar sem gerðar voru sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Guðfinna Ólafsdóttir, Jón Stefánsson og Þórunn Björnsdóttir tóku saman.

Bókin kostar 1800,-

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

NÝR SÁLMADISKUR MEÐ SÁLMUM SIGURBJÖRNS EINARSSONAR, BISKUPS

skrar/CD_COVER-100.jpg

Hjartað játi, elski, treysti heitir nýr sálmadiskur sem inniheldur 15 sálma eftir Sigurbjörn biskup í flutningi Ernu Blöndal, söngkonu, Gunnars Gunnarssonar, organista (píanó, orgel), Arnar Arnarsonar (gítar) Jóns Rafnssonar (bassi) og Magneu Árnadóttur (þverflauta) Einnig syngja með þau Sólveig Samúelsdóttir og Benedikt Ingólfsson.

Hér má finna vel þekkta sálma eins og Dag í senn, Eigi stjörnum ofar, Þú mikli Guð ert með oss á jörðu og Fræ í frosti sefur. Einnig sálmana Þeir léðu honum jötu í fjárhúsi fyrst og Ég veit um himins björtu borg ásamt mörgum fleiri sálmum.

Fæst í Kirkjuhúsinu og víðar, í Eymundsson, Pennanum, Hagkaup, Tólf tónum.

Verð kr. 2300,-

Flokkar: Geisladiskar

Yfir fannhvíta jörð Söngvasveigur 10

skrar/baekur/song10.jpg

30 aðventu- og jólasöngvar fyrir kvennakóra. Lögin eru ýmist 3ja eða 4ra radda. Fjölbreytt lög allt frá íslenskum þjóðlögum til íslenskra og erlendra sígildra dægurlaga. Trúarleg og veraldleg lög. Hægt er að kaupa undirleikshefti fyrir píanó með þessari bók.

Bókin kostar 1800 krónur Undirleikshefti kostar 1000 krónur

Flokkar: Tónlistarbækur

Sé Drottni dýrð - Söngvasveigur 11

skrar/baekur/song11.jpg

Jólasöngvar fyrir blandaða kóra. Efni þessarar bókar hentar öllum stærðum og gerðum af blönduðum kórum. Útsetningarnar eru flestar fjórradda.

Bókin kostar 1800 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Gott er að lofa Drottinn - Söngvasveigur 12

skrar/baekur/song12.jpg

42 kirkjusöngvar fyrir barna kóra. Henta vel til einradda söngs með fallegum undirleik. Mörgum laganna fyrlgir yfirrödd eða viðbótarhljóðfæri. Helgisiðanefnd var með í vali á söngvum fyrir helgihald kirkjuársins og getur bókin því stuðlað að fjölbreyttari þáttöku kóranna í helgihaldi sinnar kikju. Hægt er að fá stjórnendahefti og einnig er hægt að fá hljóðfæraraddir við 16lög úr bókinni. Margrét Bóasdóttir og Gróa Hreinsdóttir tóku saman.

Söngbókin kostar 1490krónur strjórnendahefti kostar 3000 krónur Hljóðfæraraddir kosta 1000 krónur

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Heyr söngvanna hljóm - Söngvasveigur 13

skrar/baekur/songvasveigur13.jpg

Í bókinni eru rúmlega 50 lofgjörðarsálmar fyrir blandaða kóra. Það er þeim öllum ameiginlegt a þeir eru frekar auðsungnir og á færi allra kóra. Hér má finna þekkta sálma í nýjum útsetningum, afríkanska og suður ameríska sálma og svo framvegis. Þessi bók er tilvalin fyrir ýmsan tónlistarflutning , við guðsþjónustur og kvöldvökur. Þessi bók hentar öllum kórum í leit að nýjum og spennandi útsetningum á eldra og nýju efni. Aðlheiður Þorsteinsdóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Gunnar Gunnarsson og Örn Arnarson tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Við hátíð skulum halda - Söngvasveigur 14

skrar/baekur/song14.jpg

25 aðventu og jólasöngvar fyrir barna og kvennakóra. Lögin eru ýmist einradda eða fjölradda, með eða án undirleiks og nokkur með notkun viðbótarhljóðfæra. Margrét Bóasdóttir og Gróa Hreinsdótir tóku saman.

Bókin kostar 1490,-

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Brauð og rósir

skrar/baekur/braud.jpg

Brauð og rósir er fyrsta sönghefti Kvennakirkjunnar. Heftið inniheldur 16 frumorta texta íslenskra kvenna við lög úr ýmsum áttum í einföldum útsetningum fyrir rödd og píanó. Textahöfundar eru þær Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjargey Arnórsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Fjögur þessara laga er að finna í 13. söngvasveigsbók Skálholtsútgáfunnar sem nefnist Heyr söngvanna hljóm en í henni eru lögin útsett fyrir blandaða kóra. Guðrún Björnsdóttir myndskreytti bókina.

Verð 1500 krónur.

 

Flokkar: Tónlistarbækur, Sálmabækur

SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD - SÖNGVASVEIGUR 16

skrar/salmar_a_nyrri_old_kapa-100.jpg

Sálmar á nýrri öld geymir 26 nýja sálma eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason í útsetningum fyrir blandaða kóra. Bókin er jafnfram uppsett sem ljóðabók.
Upphaf þessa nýstárlega verkefnis má rekja til þess að Sigurður samdi lag við ljóð sem hann fékk á jólakorti frá Aðalsteini.  Í framhaldinu þótti þeim freistandi að takast á við trúarleg efni og lét afraksturinn ekki á sér standa.

Efnistök þeirra félaga eru fjölbreytt, allt frá því að vera einföld ljóð og lög sem henta vel til safnaðarsöngs í kirkjum til óhefðbundnari stólversa og kórsöngva.  Meðal efnis eru jólasálmar, barnasálmar, lofgjörð til náttúrunnar, páskasálmur og sálmar sem henta við skírn, fermingu og giftingu. Nýjan útfararsálm er einnig að finna í þessu safni, svo segja má að það spanni vítt svið og sé notendavænt.
Það er  fátítt að leikmenn taki sig til og semji efni af þessum toga, að minnsta kosti í þeim mæli sem hér um ræðir.

Verð kr. 1590,- en kr. 1250,- ef keyptar eru 10 eintök eða fleiri fyrir kórmeðlimi.

Flokkar: Tónlistarbækur