Saga

Guðfræðingatal

skrar/baekur/gudfraedingatal.jpg

Á níunda hundrað æviskrár íslenskra presta og erlendra guðrfæðinga af íslenskum uppruna er að finna í þessari bók. Sagt er frá þróun guðfræðimenntunar á Íslandi og saga prestafélags Íslands rakin. Myndir af öllum útskriftarhópum frá guðfræðideild Háskóla Íslands prýða bókina. Gunnlaugur Haraldsson bjó til prentunar og er bókin í tveimur bindum.

Bókin kostar 17000 krónur

Flokkar: Saga

Gudridurs verden

skrar/baekur/heimurgudridar.jpg

Dönsk útgáfa af leikriti um Guðríði Símonardóttur, konu sr. Hallgríms Péturssonar.

Bókin kostar 950 krónur

Flokkar: Saga

Lifandi kirkja

skrar/baekur/lifandikirkja.jpg

Lifandi kirkja fjallar um grundvallarforsendur kristniboðs og er rituð til að efla skilning á eðli þess og kristniboðsköllun kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur umfjöllun um kristniboð á meðal annarra þjóða aukist nokkuð innan íslensku þjóðkirkjunnar. Prestastefna, kirkjuþing og ymsir héraðsfundir hafa gert ályktanir um að gera þennan málaflokk að jafneðlilegum hluta safnaðarstarfs og barna- og unglingastarf. Þáttaka íslensku kirkjunnar í kristniboði efir hana og hinar ungu samstarfskirkjur Íslendinga í Afríku hafa af miklu að miðla íslenskri kristni.

Bókin kostar 1790 krónur

Flokkar: Saga

Liljuljóð

skrar/baekur/liljuljod.jpgLiljuljóð er úrval ljóða og sálma Lilju Sólveigar Kristjánsdóttur. Bókin var gefin út á áttræðisafmæli hennar. Um ljóðin og höfundinn rita Jóna Helgi Þórarinsson, Rúna Gísladóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Bókin kostar 3400 krónur.

Flokkar: Saga

Ljóðmæli

skrar/baekur/ljodmaeli.jpg

Séra Björn í Laufási er eitt að kunnustu sálmaskáldum okkar. Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum hefur safnað saman ljóðmælum Björns í þessa bók. Þar kemur í ljós að yrkisefni skáldsins hafa verið fjölbreytt og virðist hann ósjaldan hafa ort sér til hugðarhæðar eða sér og öðrum til gamans.

Bókin kostar 1990,-

 

Flokkar: Saga

Með himneskum armi

skrar/baekur/medhimneskum.jpg

Sérstaða Hjálpræðishersins felst í því að hann er líknarhreyfing sem bygir á því að trúboð og líknarstarf er samofið lífi og starfi hreyfingarinnar, sem tók upp herskipulag. Í bókinni er fjallað ítarlega um komu hans til Íslands og viðbrögð manna við honum. Fjallað er um áhrif hans á trúar og menningarlíf Íslendinga.  Höfundur bókarinnar er Pétur Pétursson prófessor við Guðfræðideild Háskóla Íslands.

Kr. 1.500,- Tilboð Kr. 300,-

Flokkar: Saga

Saga Kirkjuráðs og kirkjuþings

skrar/baekur/sagakirkjurads.jpg

Í bókinni er fjallað um tvær mikilvægustu stofnanir íslensku þjóðkirkjunnar og áhrif þeirra á allt starf kirkjunnar.

Bókin kostar 2000 krónur

 

 

 

 

 

Flokkar: Saga

Svefnvindadraumur Jóns Bjarman

skrar/baekur/svefnvindadaumur.jpg

Svefnvindadraumur. Höfundurinn er sr. Jón Bjarman og er þetta fimmta ljóðabók höfundar.

Ljóðin í þessari bók spanna víðar og djúpar víddir mannlegs lífs. Lesandinn verður þess fljótt áskynja að hin fægðustu ljóð geta verið hrjúf og beitt, og hin fegursta mynd getur vakið eða skynjað bitur tár og djúpa sorg. Þau eru ekki trúarljóð, en þó er trúin og höfundur hennar hvergi fjarri.

Höfundurinn, séra Jón Bjarman, er þjóðkunnur vegna langrar og trúrrar þjónustu sinnar á vettvangi kirkjunnar sem prestur, fangaprestur og síðar sjúkrahússprestur.

Svefnvindadraumur fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og öllum helstu bókaverslunum.

Verð kr. 1.500.-

Flokkar: Saga

Trúarbrögð mannkyns

skrar/baekur/truarbrogd.jpg

Bókin er yfirlitsverk sem gerir grein fyrir meginatriðum í átrúnaði frumstæðra manna og þeirra fornþjóða sem ásamt Gyðingum lögðu grundvöll vestrænnar menningar. Þær voru Egyptar, Babilóníumenn, Persar, Grikkir og Rómverjar. Þá er fjallað um trúarbrögð Indverja, Kínverja, Japana og loks um boðskap þeirra trúarhöfunda sem næst Kristi eiga flesta játendur, Buddha og Muhammed, og rakin nokkuð saga þeirrar trúar sem spratt upp af lífsstarfi þeirra. Ekki er fjallað um kristna trú í þessari bók. Tilgangur hennar er að kynna þau meginatriði í trúarsögum mannkyns sem síst eru til haldgóðar heimildir um á íslensku.

Bókin kostar 2375 krónur

Flokkar: Saga

Þorlákur Helgi og samtíð hans

skrar/baekur/torlakurhelgi.jpg

Séra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup í Skálholti segir sögu Þorláks í þessari bók á alþýðlegan og fræðandi hátt. En jafnframt því er hér sögð saga þeirrar menningar sem mótaði Þorlák, enda stundaði hann nám við helstu menntastofnanir í Evrópu og flutti með sér alþjóðlegan blæ og þekkingu heim til Íslands.

Bókin kostar 1990 krónur

Flokkar: Saga

MAGNEA - HANDVERK

skrar/magnea-400.jpg

Magnea Þorkelsdóttir var listakona í hannyrðum sínum og töfraði fram heilu hljómkviðurnar gjarnan leiknar á hárfínan hör og bómull. Bókin geymir brot af öllu því handverki sem hún skapaði á ævi sinni. Þr birtist óslitinn þráður frá fimm ára aldri en kirkjan, afkomendur og vinir fengu að njóta hannyrða hennar, enda var hún gjafmild á verk sín. Bókin segir einnig frá lífshlaupi Magneu sem elur upp stóran barnahóp og er eiginmanninum dr. Sigurbirni Einarssyni stoð og stytta í störfum hans.

Bókin kostar Kr. 2490

Flokkar: Saga