Kristin trú

Bókin um englana

skrar/baekur/bokinumenglana.jpg

Engla þekktum við sem börn af bænaversum og biblíumyndum. En þó fór svo um margan að verða viðskila við þennan þátt barnatrúar. Samt lifa englar góðu lífi í myndlistinni og í sálmum og textum trúarinnar. Og þar eru þeir ekki til uppfyllingar og skrauts, heldur hluti af raunveruleikanum sjálfum. Hverjir eru þeir eiginlega og hvert er hlutverk þeirra og sess í menningu okkar, list og trú? Bókin um englana svarar þeim spurningum. Bókina prýðir fjöldi litmynda.

Bókin kostar 2530 krónur

 

Flokkar: Kristin trú

BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/bokin_um_jesu.jpg

Í bókinni er ævi og starf meistarans frá Nasaret sett í sögulegt samhengi nútíma lesanda til glöggvunar. Fjöldi mynda og korta ásamt skýringum á ýmsum fornum siðum varpa ljósinu á margt forvitnilegt.

Bók sem ætluð er fólki á öllum aldri. Skýr og markviss framsetning á sögu Jesú Krists, meistarans frá Nasaret, leiðir lesandann í gegnum sögu hans og vekur hann til umhugsunar um þýðingu kristinnar trúar í nútímanum.

Verð kr. 2000,-

Hægt er að nálgast kennsluleiðbeiningar í Kirkjuhúsinu fyrir þau sem ætla að nota bókina í fermingarfræðslu.

Flokkar: Biblíufræðsla, Fermingarstarf, Kristin trú

Cantica - lofsöngvar Biblíunnar

skrar/baekur/Cantica.jpg

Í þessari bók er að finna lofsöngva úr Biblíunni, bæði úr Gamla- og Nýja testamentinu en einnig þrjá forna kirkjulega lofsöngva annars staðar frá. Allir eru þeir dýrmætur hluti af bænaarfi kristinnar kirkju. Þessir lofsöngvar styrkja bænalíf þeirra er hafa þá um hönd, opna nýja sýn og svala leitandi bænahuga nútímamannsins. Lofsöngvar Biblíunnar henta jafn vel einstaklingum sem hópum. 70 bls. -

Verð 1.390 krónur

Tilboð 500 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Biblíufræðsla, Bænabækur fyrir fullorðna, Kristin trú

Föstu- og páskabókin

skrar/baekur/fostuogpaska.jpg

Í þessu kveri er að finna ýmislegt efni til notkunar um föstu, í dymbilviku og um páska. Má þar nefna píslasögu Krists út frá guðspjöllunum fjórum en einnig til flutnings fyrir leshópa. Litanían er hér í nýrri þýðungu, einnig form fyrir páskavöku og upprisufrásögnin til flutnings fyrir leshópa. Bókin hentar áhugasömum einstaklingum en einnig til notkunar í kirkjustarfi og við helgihald í kirkjunnar á föstu og páskum.

Bókin kostar 1400 krónur.

Flokkar: Hugleiðingabækur, Páskaefni - Jólaefni, Kristin trú

Haustdreifar

skrar/baekur/haustdreifar.jpgÍ Hausdreifum fjllar dr. Sigurbjörn Einarsson um margvísleg efni sem höfða munu jafnt til leikra g lærðra. Bókin er listilega vel skrifuð, á meitlaðri, lipurri íslensku. Mörg kjarnatriði kristinnar trúar eru tekin fyrir og rædd á skilmerkilegan hátt, hvernig trúin tengist lífi sérhvers manns, sögu þjóðarinnar og sögu mannsandans.
Tilboð 2.500,-

Flokkar: Kristin trú

Hver er Jesús?

skrar/baekur/hvererjesu.jpg

Fimm greinar eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson. Við persónu Jesú er bundinn sannleikur sem margir aðhyllast og vilja eigna sér. Menn hafa séð í honum upphafsmann ýmissa stefna og strauma í gegnum tíðina. Því er hægt að segja að kirkjan hafi ekki einkaleyfi á boðskap Jesú. Höfundur bókarinnar gerir grein fyrir fjórum meginhugmyndum um Jesú sem mæta okkur í samtímanum, hugmyndum gyðingdómsins, mannúðarstefnu, marxisma og kirkjunnar, og ber þær saman við hinn biblíulega boðskap.

Bókin kostar 850 krónur

Flokkar: Kristin trú

Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum

skrar/baekur/ofbeldi.jpg

Þessi bók er bæði skrifuð fyrir konur sem sjálfar hafa verið beittar ofbeldi og þau sem vilja beita sér fyrir málstað þeirra. Hægt er að nota hana í hópum sem starfa í söfnuðunum, og öðrum hópum sem vinna gegn ofbeldi, og í samstarfi við konur sem hafa verið beittar ofbeldi.

Bókin kostar 1500 krónur

 

 

 

 

 

Flokkar: Kristin trú

LÍFIÐ SÆKIR FRAM

skrar/baekur/LifidSaekirFramW98.jpg

Bók þessi inniheldur safn prédikana og ljóða eftir sr. Bolla Gústavsson. myndskreytingar eru eftir sr. Bolla sem og eftir Gústav Geir Bollason myndlistarmann og son höfundar. Sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur í Hrísey 1963-1966 og í Laufási frá árinu 1966 til 1991 er hann varð vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands ritar inngang og Hjörtur Pálsson norrænufræðingur og guðfræðingur ritar grein um manninn og rithöfundinn sr. Bolla Gústavsson.

Verð kr. 3900,-

Tilboð. Kr.900,-

Flokkar: Kristin trú

Lítið kver um kristna trú

skrar/baekur/litidkver.jpg

Í þessu litla kveri er leitast við að varpa ljósi á meginatriði kristinnar trúar og siðar og beina sjónum þangað sem svörin er að finna. Í bókinni eru 50 stuttir kaflar. Viðfangsefni eru meðal annars Faðir vorið, trúarjátningin og ýmsar hátíðir kirkjuársins. Umfjöllunin byggir öll á veruleika nútímamannsins. Þetta kver er tilvalið fyrir allan almenning til að dýpka skilning sinn á kristinni trú.

ISBN 9979-9464-1-5 - 76 bls. -

Verð kr. 1.410,- 

 

 

 

 

Flokkar: Kristin trú

Leyndardómur trúarinnar

skrar/baekur/leyndardomurtruarinnar.jpg

Sakramenti þýðir helgur leyndardómur. Á síðum þessarar bókar gerir sr. Jakob Ágúst hjálmarssoon grein fyrir kvöldmáltíðarsakramentinu á aðgengilegan hátt. Hann fjallar um bakgrunn þess og samhengi, tekur fyrir ritningartexta sem varpa á það ljósi, fjallar um trúarlega túlkun kirkjunnar á því hvernig kirkjan umgengst það og hvaða gagnsemd er að því. Margar myndir eru í bókinni. Bókin kostar 1800 krónur

Tilboð 500,-

Flokkar: Kristin trú

Ljós í heimi

skrar/baekur/ljosiheimi.jpg

Íslenskt samfélag hefur mótast af kristnum lífsgæðum um nærfellt eitt þúsund ára skeið. Boðskapur kristinnar trúar vekja upp ýmsar hugleiðingar og vangaveltur hjá nútímamönnum. Þessi bók er kærkomin og traust leiðsögn um helstu þætti kristinnar trúfræði í sögu, samtíð og framtíð. Leitast er við að útskýra á lifandi hátt gildi kristinnar trúarjátningar. Þetta er kjörin bók fyrir alla þá sem vilja átta sig betur á höfuðatriðum kristinnar trúar. Bókina prýða um 100 litmyndir. Hægt er að fá bókina á hljóðsnældum hjá Blindrabókasafninu.

Kr. 2.000,- Tilboð 900,-

Flokkar: Kristin trú

Meðan þín náð

skrar/baekur/medan_thin_nad.jpg

Meðan þin náð er gefin út í tilefni 95 ára afmælis dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups í júní, sl. Í bókinni eru ræðusöfn sem áður komu út árið 1956, 1964 og 1976 en eru löngu uppseld. Höfundur endurskoðaði textann. Höfundur: Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. 535 bls Isbn 9979-792-10-8 Leiðbeinandi.

Verð kr. 3.740,-

Flokkar: Kristin trú

Sókn og vörn - kristin viðhorf kynnt og skýrð

skrar/baekur/soknogvorn.jpg

Bókin hefur að geyma safn merkra greina eftir Sigurbjörn biskup. Hann fer víða um völl og fjallar m.a. um kirkjuna og vísindin, eðli lífsins og tilgang tilverunnar, Maríu Guðsmóður, kirkjuna og Biblíuna; kristið uppeldi og skólamál. Sumar greinanna eru úr afmælisriti hans Coram Deo frá 1981 og hirðisbréfi hans en hvort tveggja hefur verið lengi ófáanlegt. Sem fyrr ljómar orðsnilld hans í þessari bók ásamt einlægri trú og virðingu fyrir Guði og mönnum. ISBN: 9979-765-41-0 - 372 bls. -

Bókin kostar 3.990 krónur.

Tilboð 2.500 krónur

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Kristin trú

Siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki

skrar/baekur/sidfraedi.jpg

Þessi bók kemur til móts við aukinn áhuga á siðfræði hjá almenningi og innan skólakerfisins. Fjallað er um siðfræðiheimspeki en einnig um raunhæf siðfræðileg vandamál sem almennt eru rædd í samfélaginu, um siðfræði í opinberu lífi, samlífs- og fjölskyldusiðfræði, siðfræði lífvísinda og lækninga, umhverfismála og málefna réttlætis og friðar á alþjóðlegum vettvangi. Undirstöðurit handa öllum þeim sem hafa almennan áhuga á að kynna sér siðfræði. Aðalsteinn Davíðsson þýddi. ISBN 9979-765-18-6 - 446 bls. -

Verð kr. 4.680.-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Kristin trú

Táknmál trúarinnar

skrar/baekur/taknmaltru.jpgÞessari bók er ætlað að vera handbók og leiðarlýsing í táknum og myndmáli kirkjunnar og kristinnar trúar. Tákn mæta okkur hvar sem er. Þau blasa við okkur og kalla eftir athygli okkar. Ein mynd, eitt tákn ber boð og segir meira en mörg orð. Oft er hið ósagða, hið orðlausa mál blæbrigðaríkara og skýrara en ótal orð. Bókin kostar 2375 krónur.
<

Flokkar: Kristin trú

Til íhugunar

skrar/baekur/tilihugunar.jpgDr. Sigurbjörn Einarsson, biskup em, er einn áhrifamesti kennimaður samtímans. Margar ræður og íhuganir dr. Sigurbjörns hafa verið birtar á prenti. Á þessum tveimur myndböndum eru 13 íhuganir fluttar af honum og voru þær teknar upp sumarið 1996. Einnig er ein af jólapredikunum hans sem hann flutti í sjónvarpssal. Myndböndin kosta saman 2980 krónur
Tilboð Kr. 2000,-

Flokkar: Kristin trú

Til íhugunar - Dr. Sigurbjörn Einarsson á DVD

skrar/Sigurbjörn-100.jpg

DVD diskur með þrettán hugleiðingum fluttum af dr. Sigurbirni Einarssyni, biskup, teknar upp sumarið 1996.
Einnig er að finna eina jólaprédikun, sem hann flutti í sjónvarpssal.

kr. 2000,-

Flokkar: Hugleiðingabækur, Kristin trú

Um landið hér

skrar/baekur/umlandidher.jpg

Á hugnæman og persónulegan hátt er hér fjallað um kjarna kristinnar trúar, skýrt og skorinort. Bókin geymir ræður, greinar og prédikanir þar sem fjallað er um efni á borð við sköpunina, upprisuna, þjáninguna, siðaboðskap trúarinnar, uppeldi, þanka á þúsaldarmorgni, kirkju og þjóð. Ljós framsetning og fáguð orðsnilld ljómar alls staðar ásamt einlægri trú og virðingu fyrir allri sköpuninni. Þessi bók er einstök í sinni röð. ISBN 9979-765-20-8 - 270 bls. -

Verð kr. 3.490.-

Tilboð  kr. 2.500,- 

 

 

 

 

Flokkar: Kristin trú

HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?

skrar/kristin-tru-400.jpg

Bókin Hvað er kristin trú? gefur mörg áhugaverð svör og kunna sum hver að ýta hressilega við lesandanum. Höfundur kynnir í stuttu máli sögu kristinnar trúar, siðfræði hennar og mannskilning, og ræðir umdeild mál sem snúast um kynferði, kynlíf og stjórnmál. Þetta er ekki hefðbundin útlegging á texta Biblíunnar, kirkjusögu eða trúfræði, heldur miklu fremur bók sem skorar á kristna trú sem og önnur trúarbrögð að horfast í augu við sögu sína og samtíð. Og sú áskorun kemur úr herbúðum þeirra sjálfra og frá öðrum. Hvernig á kristin trú að bregðast við öðrum trúarbrögðum og annarri menningu?Halvor Moxnes (f. 1944) er prófessor við guðfræðideild háskólans í Ósló. Hreinn S. Hákonarson þýddi.

Verð kr. 2.980

Flokkar: Spurningar lífsins, Biblíufræðsla, Kristin trú

OPINBERUN JÓHANNESAR - Skýringar ásamt biblíutextum.

skrar/Opinberun Jóhannesar-400.jpg

Opinberun Jóhannesar er torveld aflestar og engin bók í Biblíunni torskildari. Í annarlegu táknmáli hennar, myndum og líkingum er fólgin mikil list og djúpsær boðskapur. Í ítarlegum inngangi ræðir höfundurinn,Sigurbjörn Einarsson, biskup, gerð Opinberunarbókar, lýsir tímanum sem hún er samin á, þeim aðstæðum sem hún miðar fyrst og fremst við, ræðir um höfund hennar og gerir grein fyrir skýringaraðferðum og gildi bókarinnar fyrir nútímann. Efnismeðferð túlkunar Sigurbjörns er alþýðleg og hentar vel bæði lærðum og leikmönnum.

Bókin kostar Kr. 2.980

Flokkar: Biblíufræðsla, Kristin trú

MÍN ÞÚ LEITAR, GUÐ - Valin orð til uppbyggingar og uppörvunar.

skrar/Mín þú leitar Guð-400.jpg

Bjarni Árnason, traustur vinur Sigurbjörns Einarssonar, biskups, og mikill unnandi ritverka hans, hefur lengi sótt styrk í orð hans, bæði til uppbyggingar, uppörvunar og endurnýjunar. Til þess að aðrir gætu gert hið sama, valdi Bjarni orð úr ritum Sigurbjörns.

Bókin kostar Kr. 2.980

Flokkar: Andleg leiðsögn, Guðfræði, Kristin trú

TRÚ OG TILGANGUR LÍFSINS - HVER ERU SVÖR KRISTINNAR TRÚAR?

skrar/heimas Hvað viltu veröld_kápa_lowr-100.jpg

Hvað viltu, veröld? og Leit og svör er heiti pistla eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup sem birtust í Morgunblaðinu, vikulega á þriggja ára tímabili, árin 2007-2009. Pistlarnir vöktu mikla athygli. Hér birtast þeir á bók ásamt fleira efni, þar á meðal hugleiðingum hans um ellina. Einnig má lesa hér síðustu prédikun hans, sem hann flutti á Reykholtshátíð 2007.

Verð kr. 3490,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Kristin trú