Jólabækur

Jólasögur frá ýmsum löndum

skrar/baekur/jolasogur.jpg

Góðar sögur fylgja ætíð jólum og þær kunna allir að meta. Bókin geymir sögur sem höfða til allra aldurshópa. Jólin eru einstæður tími og margar sögur hafa orðið til í kringum þau og þær má lesa í þessari bók. Sögur með ævintýrablæ, sögur þar sem kraftaverk gerast og undur, sögur úr daglegu lífi fólks. Allar vekja þessar sögur með lesandanum gleði og ánægju, þær eru margar fullar af hlýrri kímni og vísdómi þar sem kærleikur og umhyggja er í öndvegi. Bókin er tilvalin til að lesa í einrúmi eða upphátt fyrir börn og fullorðna í kringum jólin. ISBN 9979-765-12-7 - 117 bls. -

Verð kr. 1.780.- 

 

 

 

Flokkar: Jólabækur

Stórar bækur handa litlu fólki - Þegar Jesús fæddist og Venslás konungur

Það er spennandi að lesa stóra bók með fallegum myndum.

Þegar Jesús fæddist – jólahelgileikurinn

Flest börn upplifa það að jólahelgileikur er settur á svið í leikskólanum eða skólanum. Þessi saga segir frá lítilli stúlku sem hefur fengið hlutverk í jólahelgileiknum í skólanum sínum. Hún og vinir hennar leggja sig fram um að gera allt sem best og er einlægni þeirra og fagnaðarboðskapur jólanna nánast áþreifanleg.
Jafnvel þótt það gangi ekki allt eins og til stóð þá verða misfellur í leik barnanna aðeins til að benda enn sterkar á eilífan kærleiksboðskap jólanna.

Venslás konungur
Bókin segir hugljúfa sögu um Venslás konung og lítinn dreng. Þeir ganga fram í kærleiksanda jólanna. Og ekki sakar að lítið kraftaverk fylgir með!

Stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Þær fást í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í öllum helstu bókaverslunum.
Verð kr. 1890.-   Tilboð kr. 500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur

FÆÐING JESÚ - bók með gluggum til að opna!

skrar/baekur/faeding_jesu.jpg

Bók fyrir yngstu börnin sem segir sögu allra tíma. Öllum börnum þykir gaman að heyra þá sögu og ekki síður að fá að bjástra á hverri blaðsíðu við að opna glugga og sjá hvað er þar á bak við. Margt spennandi kemur þá í ljós. Fylgst er með Maríu og Jósef á leiðinni til Betlehem. Slegist er í fylgd með englum og fjárhirðum og loks numið staðar við jötuna í fjárhúsinu. Gluggar opnaðir aftur og aftur og auka á gleði við lesturinn. Yfir öllu skín svo björt Betlehemsstjarnan.

Tilboð kr. 1190,-

Flokkar: Jólabækur

Sögur og söngvar á aðventu og jólum geisladiskur

skrar/Sögur og söngvar-100.jpg

Geisladiskur með 12 sögum og söngvum.

Flytjendur: Erna Blöndal söngur, Örn Arnarson gítar og söngur, Gunnar gunnarsson hammondorgel og  píanó, Jón Rafnsson kontrabassi.

Erna Blöndal les sögur og bænir.

Forsíðumynd: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir

 

Kostar kr. 1.800

Flokkar: Jólabækur, Geisladiskar

Af hverju afi?

skrar/baekur/af_hverju_afi.jpg

Bókin Af hverju, afi? er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. Í þessari bók talar afi við börn sem hlakka til jólanna. Börnin spyrja afa um jólin í gamla daga og um fyrstu jólin þegar Jesús fæddist. Þau spyrja um gjafir, gamla jólasiði og gömul orð úr Biblíunni og kunnum jólasálmum eins og meinvill sem lá í myrkrunum. Afinn í þessari bók, Sigurbjörn Einarsson, biskup, hjálpar foreldrum að svara og að uppfræða börnin. Orð hans bera með sér hlýju og kímni ásamt visku hins aldna. Bókin svarar ekki síður spurningum fullorðinna um tíma sem er liðinn og skildi svo margt eftir handa börnum á öllum aldri. Bókin kom fyrst út árið 1984 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er sígild bók og ómissandi dýrgripur á aðventu og jólum.

Bókin kostar 2200 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga, Jólabækur

Barnið í Betlehem

skrar/baekur/barnidibetlehem.jpg

Fyrsta Jólanóttin. í litlu fjárhúsi eignast María lítinn dreng og leggur hann í jötu. Í nágrenninu gæta hirðar fjár. Allt í einu birtist þeim skínandi fagur engill og boðar þeim mikinn fögnuð: ,,Yður er í dag frelsari fæddur", segir hann við furðu lostna hirðana, og frelsarinn er litla barnið hennar Maríu. Fagnaðarboðskapur jólanna er hér endursagður á einfaldan en heillandi hátt.

Bókin kostar 980 krónur

Flokkar: Jólabækur

Jólahreingerning englanna

skrar/baekur/jolahreingerning.jpg

Englunum Trú, Von og Kærleika hefur verið falið það erfiða verkefni að taka til í veröldinni fyrir jólin. Þetta er strembið verkefni! Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur, eins og Fýlupokar, Frekjudósir, Stríðnipokar, Kjaftaskúmar og Prakkarastrik. Á augabragði hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Skondin saga fyrir börn á öllum aldri. Litprentuð í stóru broti. ISBN: 9979-765-40-2 - 24 bls. -

Bókin kostar 1.890 krónur.

 

 

 

 

Flokkar: Jólabækur

Fjórtán jólasögur

skrar/baekur/fjortanjolasogur.jpg

Jólasögurnar í þessari bók bregða upp myndum úr ýmsum áttum, sumt er kunnuglegt og annað dularfullt og framandi, aðrar reyna kröftuglega á ímyndurnarafl okkar. Hver saga í bókinni dregur fram nýjar og gamlar hliðar á jólunum, gleði þeirra og alvöru. Sögurnar veita innsýn í heim barna og unglinga og vekja upp ýmsar spurningar um líðan þeirra og hugsunarhátt en umfram allt sýna sögurnar mikilvægi þess að vera með börnum og unglingum, sýna þeim einlægni og treysta þeim.

Bókin kostar 1.780 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur

Framtíðarlandið

skrar/baekur/framtidarlandid.jpg

Sögur til að lesa á aðventu og fram yfir jól. Ein myndskreytt saga á dag frá 1.desember til 6.janúar. Allar sögurnar eru frá Norðurlöndunum. Bókin er samsarfsverkefni útgáfufélaga kirknanna á Norðurlöndum.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Jólabækur

Nóttin sem stjörnurnar dönsuðu af gleði

skrar/baekur/nottinsem.jpg

Ógleymanleg nótt. Hirðirinn, kona hans og sonur þeirra höfðu lagst fyrir uppi á hæðinni. Vinnudagurinn var að kveldi kominn og féð kúrði í grasinu. Nóttin grúfði sig yfir borgina Betlehem og sveipaði sig um hæðirnar kringum hana. Hún virtist ætla að verða eins og hver önnur nótt. En þess var ekki langt að bíða að einmitt þessi nótt yrði ógleymanleg. Þetta er vekjandi bók og kallar fram fögnuð og dásemdir hinna fyrstu jóla.

Bókin kostar 600 krónur

Flokkar: Jólabækur

Aðventudagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.

Aðventuverkefni fyrir Leikskóla. (hentar einnig yngri bekkjum í grunnskóla) Lestrar og myndir fyrir hvern virkan dag á aðventunni. Sum dagatölin eru í formi sögustunda, þá er textinn aftan á myndum til að sýna börnunum og sagan sögð um leið. Verkefni og spurningar til barnanna. Dagatölin eru:

1. Sagan um Jónas og leyndarmálið. Ýmis konar föndur. Kostar 1000 krónur
2. Sagan um lambið Stjörnu. Fingrabrúða fylgir. Kostar 1000 krónur.
3. Sagan um litla engilinn Gabríel. kostar 1000.
4. Heims um ból, engillinn Gabríel segir frá. kostar 1000 krónur.
5. Barnið í Betlehem. Flettimyndabók og verkefnahefti fylgja. Kostar 1000 krónur.
6. Músafjölskyldan í jólatrénu. (sögustund) kostar 1690 krónur.
7. Nóttin langa (sögustund). Kostar 1690 krónur.
8. Pabbi, er Guð svartur á nóttunni en hvítur á daginn? (sögustund. Kostar 1690 krónur.
9. Sagan af stóra pabba og litla pabba. kostar 1690 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur, Jólabækur

JÓLASÖGUR FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI

skrar/Jolasogur 2013-100.jpg

Jólasögurnar í þessari bók segja okkur frá því hvernig himinninn snertir jörðina! Sumar þeirra eru teknar úr Biblíunni eð aðrar eiga rætur í sagnahefð ólíkra þjóða. Allar færa þessar jólasögur okkur gleði og ánægju. Þær sýna hvernig kærleikurinn finnur sér ótrúlegar leiðir til að hafa áhrif á heiminn og manneskjurnar sem í honum búa.
Sögur fyrir börn - og líka hin sem eru börn í hjarta!
Verð kr. 1990,-

Flokkar: Jólabækur