Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Barnabiblía

skrar/baekur/barnabiblia.jpg

Barnabiblían er prýdd fjölda glæsilegra mynda sem eru ekki síður frásögn út af fyrir sig og fléttast listilega við endursögn biblíutextanna. Myndir og frásögur leiða barnið inn í heim Biblíunnar.

Kr. 2290,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna

skrar/baekur/myndskreytt_biblia.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Margir hafa áhuga á að lesa Biblíuna en eiga erfitt með að byrja eða þykir uppsetningin erfið. Í nýrri útgáfu sem Skálholtsútgáfan getur út eru sögur Biblíunnar endursagðar á skýran og einfaldan hátt sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi mynda prýðir frásögnina og glæðir hana lífi. Sögurnar opna heim Gamla og Nýja testamentisins á þann hátt sem allir skilja og eftir lesturinn er söguþráður Biblíunnar orðinn lesandanum kunnur í aðalatriðum. Sögur Biblíunnar eiga sem fyrr fullt erindi til allra og eru gott veganesti í nútímanum.

Biblían kostar 2640 krónur

Flokkar: Biblíufræðsla, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

BIBLÍA BARNSINS

skrar/baekur/bibliabarnsins.jpg

Endursögn Biblíunnar á vönduðu og einföldum máli fyrir yngstu börnin, með stóru letri og fallegum litmyndum. Góð skírnargjöf. Gjöf sem gleður á öllum tímamótum í lífi barna.

Verð kr. 2100,-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Kirkjufræðsla, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Sögur og myndir úr Biblíunni

skrar/baekur/sogurogmyndir.jpg

Sögur Biblíunnar eru endursagðar með eldri börn í huga. Hverri sögu fylgja margar myndir auðugar af smáatriðum sem auðveldlega örfa ímyndurnaraflið. Hún gefur góða heildarsýn yfir sögur Biblíunnar og kristna trú. Bókin er tilvalin sem ýtarefni við kritinfræðikennslu.

Bókin kostar 1100 krónur
Tilboð 500 krónur

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

LITLA BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/LB_jesu.jpg

Lítil bók sem geymir mikinn fróðleik handa yngri börnum. Saga Jesú rakin á einfaldan og auðskilin hátt. Saga sem vekur margar spurningar og kallar á mörg svör.

Tilvalin til að lesa fyrir börn.
Fallega myndskreytt bók.
Verð kr. 990,-

 

 

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

Hirðir og 100 kindur

skrar/baekur/hirdiroghundrad.jpg

Sagan er sögð útfrá Lúkasarguðspjalli 15.4-6 Jesús sagði:

Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra.  Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbygginni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?  Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann.  Þegar hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá:  Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var. Einstakar myndir prýða bókina.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Jesús er besti vinur barnanna

Sögur um Jesú með gluggum til að opna. Þessi gluggabók geymir sögur af Jesú sem eru heppilegar fyrir yngri börnin. Sagt er frá fæðingu Jesú, vinum hans, kraftaverkum og upprisu. Börnin læra um leið að telja, þekkja litina og hvað afkvæmi dýra heita. Það eru 45 gluggar til að opna og þá komast börnin að ymsu skemmtilegu. Lifandi bók og litrík. Verð kr. 1.790,-

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Barnabækur, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Jesús er besti vinur barnanna.
Alltaf er hann hjá mér,
aldrei fer hann frá mér.
Jesús er besti vinur barnanna.
(Höfundur ókunnur)

Harðspjaldabók fyrir yngstu börnin.
Bókin kostar 490 krón

Flokkar: Barnabækur, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Jesús kyrrir storminn

skrar/baekur/jesuskyrrirstorminn.jpgMitt fley er svo lítið, en lögurinn stór, mitt líf er í frelsarans hönd. Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há, beint upp að himinsins strönd.
(Höfundur ókunnur)
Harðspjaldabók fyrir yngstu börnin.
Bókin kostar 490 krónur

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Miskunnsami samverjinn - stórar bækur handa litlu fólki

MISKUNNSAMI SAMVERJINN  - DÆMISAGA UM KÆRLEIKA ÚR BIBLÍUNNI
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð kr. 500,-pr. stk

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Páskar - stórar bækur handa litlu fólki

PÁSKAR - SAGA PÁSKANNA VIÐ HÆFI BARNA.
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð 500,- pr. stk

Flokkar: Páskaefni - Jólaefni, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Flettimyndabiblíur fyrir barnastarf kirkjunnar

FLETTIMYNDABIBLÍUR

Græna flettimyndabiblían haust 2007/vor 2008   kr. 15.850,-
Bláa fletti(mynda)biblían - vorönn 2007    kr. 11.850,-
Bleika flettibiblían -  haustönn 2006    kr. 11.850,-
Jólaflettibiblían  - aðventa 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían vor 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían haust 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían vor 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían haust 2004  kr. 8900,-
Flettimyndabók sögustund 2003, haust.  Kr. 8900,-
Sögustund 1, 2 og 3 – 3 bækur  pr. stk. Kr. 8900,-
Hver er Jesús I og II – 2 bækur pr.stk.kr.  Kr. 8900,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Biblíusögur í smábókum

skrar/baekur/smabok.jpg

9 sögur úr Biblíunni í litlum smábókum. Titlarnir eru: Syndafallið Jósef í Egyptalandi Sál og Davíð Abraham og Ísak Jósúa Brauð og fiskar Týndi sonurinn Jesús læknar Brúðkaupið í Kana

Bækurnar kosta 50.- pr. stk.

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Smábarnabiblía

skrar/baekur/smabarnabiblia.jpg

Harðspjaldabók fyrir yngri börn. Litrík og spennandi. Góð kynning á frásögnum Gamla og Nýja testamentisins. Á hverri síðu eru gluggar til að opna. Fyrir innan leynast ýmisleg undrunarefni. Börnin taka þannig þátt í að uppgötva efni hverrar sögu. Samspil myndskreytinga og texta kemur hinu góðkunna erindi Biblíusagnanna til skila á áhrifamikinn og ferskan hátt. Hér er mesta saga sem nokkru sinni hefur verið sögð, sagan um það hvernig guð elskar okkur, færð í búning sem höfðar til hjarta hvers barns á öllum aldri.

Uppseld í bili

Væntanleg aftur í mars 2012

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Biblíusögur barnanna

skrar/baekur/bibliusogurbarnanna.jpg

Bókin er ný endursögn sagna Biblíunnar á einföldu máli og vönduðu, sem rekur sígildar sögur úr gamla testamentinu. Kunnar frásagnir lifna við með nýjum hætti í skýru máli og fjörlegum myndum. Á nýrri öld er bók þessi kærkomið veganesti öllum börnum og velunnurum þeirra. Biblíusögur barnanna hentar börnum á öllum aldri - hittir beint í mark á nýrri öld.

ISBN 9979-765-09-7 - 110 bls. -

Verð kr. 1.780,-

Bókin er uppseld í bili

 

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Örkin hans Nóa

skrar/baekur/orkin_hans_noa.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Örkin hans Nóa - Biblíusaga með gluggum til að opna. Sagan af Nóa og örkinni hans er auðlesin í skemmtilegri gluggabók sem Skálholtsútgáfan hefur sent frá sér. Fjörlegar myndir hennar heilla börn á öllum aldri og kenna þeim margt við þeirra hæfi er þau kynnast Nóa og dýrunum hans. Börnin fylgjast með því hvernig Nói og dýrin björguðust úr flóðinu mikla þegar þau hlusta á söguna og opna hvern gluggann á fætur öðrum. Um leið læra þau að telja og þekka litina, herma eftir hljóðum ýmissa dýra og kynnast ólíkum formum. Lifandi bók og litrík!

Bókin kostar 1690 krónur
Uppseld í bili

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

ÍSLENSK LITABÓK SEM JAFNFRAMT ER LESBÓK

skrar/litabok-100.jpg

Sigrún Hanna Ólmarsdóttir hefur teiknað þessa fallegu bók og Elín Elísabet Jóhannsdóttir endursagt 30 sögur af Jesú. Hér geta börnin litað þær 30 myndir sem fylgja sögunum.

Verð kr. 1490,- Fæst í verslunum um land allt.

Tilboð kr.750,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

LEIRENGLAR

skrar/P1000344-400.jpg

Íslenskir leirenglar eftir Grétu, Litla Ósi,    stærð,19 cm. kr:4990.

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

SMÁBARNABIBLÍA MEÐ GLUGGUM TIL AÐ OPNA!

skrar/Smabarnabiblia-400.jpg

Góð kynning á frásögnum Gamla og Nýja testamentisins fyrir börn.

Á hverri síðu eru gluggar til að opna.  Fyrir innan leynast ýmisleg undrunarefni.  Börnin taka þannig þátt í að uppgötva efni hverrar sögu.

Samspil hrifandi myndskreytinga og hugljúfs texta kemur hinu góðkunna erindi Biblíusagnanna til skila á áhrifamikinn og ferskan hátt.

Hér er mesta saga sem nokkru sinni hefur verið sögð, sagan um það hverning Guð elskar okkur, færð í búning sem höfðar til hjarta hvers barns á öllum aldri.

Verð kr. 1.990,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

DAGINN Í DAG 2 - ER KOMINN Í VERSLANIR UM LAND ALLT.

skrar/Daginn í dag 2.jpg

Daginn í dag 2 er kominn út. 
DVD Daginn í dag 2, er sjálfstætt framhald af samnefndum þáttum sem komu út árið 2010 og slógu rækilega í gegn.
Daginn í dag 2 miðlar gildum kristinnar trúar á ferskan máta í þremur 33 mínútna þáttum. Hafdís og Klemmi eru sem fyrr dugleg að breyta hversdagslegum atburðum í ævintýri. Þau taka m.a. þátt í spennandi kassabílakappakstri, halda hæfileikasýningu og horfa á sjónvarpsþáttinn Nebbnilega áður en þau leggja af stað í sunnudagaskólann. Þá sjáum við brúðurnar Benna og Nebba eiga í höggi við dularfullan nebbaþjóf!Á disknum syngur  barnahópur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali (TMT). Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur, sem mörg börn þekkja úr Stundinni okkar, í heimsókn og túlkar einn barnasálm á táknmáli. Þrjár dæmisögur Jesú eru færðar til nútímans í þáttunum.

Verð kr. 2.590,-

Tilboð 1500,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

SÖGUR ÚR BIBLÍUNNI HANDA BÖRNUM Á NORÐURLÖNDUM

skrar/norræn barnabiblia.jpg

Þessi bók kemur út samtímis út á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og innan tíðar á Grænlandi.
Bókin inniheldur 68 biblíusögur og hafa fimmtán rithöfundar og fimmtán myndskreytar frá Norðurlöndunum túlkað sögur Biblíunnar í orðum og myndum út frá sjónarhóli barnsis og höfðu til þess frjálsar hendur.
Hér er það gleðin og kímnin sem ræður ríkjum í skemmtilegum sögum Biblíunnar. Kröftugar og líflegar myndir gera lesturinn ennþá skemmtilegri og fjölbreyttari og kallar lesturinn á spurningar og vangaveltur lesenda, barna og fullorðinna.

Sögur Biblíunnar er flestum foreldrum, ömmum og öfum vel kunnar. Hér er gerð skemmtileg tilraun til að færa biblíusögurnar til barnanna, endursegja þær útfrá hugarheimi norrænna barna.

Bókin fæst í bókaverslunum Eymundsson og Pennans á tilboði, einnig í Kirkjuhúsinu og kostar kr. 2790,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni