Barnabækur

Aðventudagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.

Aðventuverkefni fyrir Leikskóla. (hentar einnig yngri bekkjum í grunnskóla) Lestrar og myndir fyrir hvern virkan dag á aðventunni. Sum dagatölin eru í formi sögustunda, þá er textinn aftan á myndum til að sýna börnunum og sagan sögð um leið. Verkefni og spurningar til barnanna. Dagatölin eru:

1. Sagan um Jónas og leyndarmálið. Ýmis konar föndur. Kostar 1000 krónur
2. Sagan um lambið Stjörnu. Fingrabrúða fylgir. Kostar 1000 krónur.
3. Sagan um litla engilinn Gabríel. kostar 1000.
4. Heims um ból, engillinn Gabríel segir frá. kostar 1000 krónur.
5. Barnið í Betlehem. Flettimyndabók og verkefnahefti fylgja. Kostar 1000 krónur.
6. Músafjölskyldan í jólatrénu. (sögustund) kostar 1690 krónur.
7. Nóttin langa (sögustund). Kostar 1690 krónur.
8. Pabbi, er Guð svartur á nóttunni en hvítur á daginn? (sögustund. Kostar 1690 krónur.
9. Sagan af stóra pabba og litla pabba. kostar 1690 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur, Jólabækur

Jólasögur frá ýmsum löndum

skrar/baekur/jolasogur.jpg

Góðar sögur fylgja ætíð jólum og þær kunna allir að meta. Bókin geymir sögur sem höfða til allra aldurshópa. Jólin eru einstæður tími og margar sögur hafa orðið til í kringum þau og þær má lesa í þessari bók. Sögur með ævintýrablæ, sögur þar sem kraftaverk gerast og undur, sögur úr daglegu lífi fólks. Allar vekja þessar sögur með lesandanum gleði og ánægju, þær eru margar fullar af hlýrri kímni og vísdómi þar sem kærleikur og umhyggja er í öndvegi. Bókin er tilvalin til að lesa í einrúmi eða upphátt fyrir börn og fullorðna í kringum jólin. ISBN 9979-765-12-7 - 117 bls. -

Verð kr. 1.780.- 

 

 

 

Flokkar: Jólabækur

Barnabiblía

skrar/baekur/barnabiblia.jpg

Barnabiblían er prýdd fjölda glæsilegra mynda sem eru ekki síður frásögn út af fyrir sig og fléttast listilega við endursögn biblíutextanna. Myndir og frásögur leiða barnið inn í heim Biblíunnar.

Kr. 2290,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

DVD DAGINN Í DAG - SUNNUDAGASKÓLINN HEIM

skrar/daginn í dag_cover.jpg

Á disknum eru fjórir vandaðir þættir sem miðla sígildum boðskap kristinnar trúar á nýjan og ferskan hátt.
Hafdís og Klemmi eru hugmyndaríkir og framtakssamir krakkar sem láta hendur standa fram úr ermum og eru sífellt að lenda í ævintýrum.
Þau halda kökubasar, afmælisveislu, safna servéttum og lenda meðal annars  í stórum vandræðum í talstöðvaleik.
Áður en þau halda í sunnudagaskólann horfa þau á  brúðuþáttinn “Nebbnilega” sem tekur óvænta stefnu.Tuttugu sunnudagaskólalög og barnasálmar og  fjórar dæmisögur Jesú sagðar á skemmtilegan máta og kallast á við fjörleg ævintýri Hafdísar og Klemma.Hröð og spennandi atburðarrás, gaman og gleði í bland við uppbyggilegt veganesti.

fæst í verslunum um allt land og í Kirkjuhúsinu sími 5284200

Verð kr. 2490,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna

skrar/baekur/myndskreytt_biblia.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Margir hafa áhuga á að lesa Biblíuna en eiga erfitt með að byrja eða þykir uppsetningin erfið. Í nýrri útgáfu sem Skálholtsútgáfan getur út eru sögur Biblíunnar endursagðar á skýran og einfaldan hátt sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi mynda prýðir frásögnina og glæðir hana lífi. Sögurnar opna heim Gamla og Nýja testamentisins á þann hátt sem allir skilja og eftir lesturinn er söguþráður Biblíunnar orðinn lesandanum kunnur í aðalatriðum. Sögur Biblíunnar eiga sem fyrr fullt erindi til allra og eru gott veganesti í nútímanum.

Biblían kostar 2640 krónur

Flokkar: Biblíufræðsla, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Stórar bækur handa litlu fólki - Þegar Jesús fæddist og Venslás konungur

Það er spennandi að lesa stóra bók með fallegum myndum.

Þegar Jesús fæddist – jólahelgileikurinn

Flest börn upplifa það að jólahelgileikur er settur á svið í leikskólanum eða skólanum. Þessi saga segir frá lítilli stúlku sem hefur fengið hlutverk í jólahelgileiknum í skólanum sínum. Hún og vinir hennar leggja sig fram um að gera allt sem best og er einlægni þeirra og fagnaðarboðskapur jólanna nánast áþreifanleg.
Jafnvel þótt það gangi ekki allt eins og til stóð þá verða misfellur í leik barnanna aðeins til að benda enn sterkar á eilífan kærleiksboðskap jólanna.

Venslás konungur
Bókin segir hugljúfa sögu um Venslás konung og lítinn dreng. Þeir ganga fram í kærleiksanda jólanna. Og ekki sakar að lítið kraftaverk fylgir með!

Stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Þær fást í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í öllum helstu bókaverslunum.
Verð kr. 1890.-   Tilboð kr. 500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur

Spekisögur frá ýmsum löndum

Fimmtán spekisögur sem hjálpa okkur að læra hvert af öðru og búa til betri heim, friðsælan og réttlátan.
Bók um speki og visku hana börnum og fullorðnum.
Sögurnar eru frá Gana, Jamaíka, Galíleu, Grikklandi, Arabíu, Indlandi, Ítalíu, Afganistan, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Rússlandi.

Ríkulega myndskreytt bók.

Verð kr. 1890,-

Tilboð kr. 990,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

BIBLÍA BARNSINS

skrar/baekur/bibliabarnsins.jpg

Endursögn Biblíunnar á vönduðu og einföldum máli fyrir yngstu börnin, með stóru letri og fallegum litmyndum. Góð skírnargjöf. Gjöf sem gleður á öllum tímamótum í lífi barna.

Verð kr. 2100,-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Kirkjufræðsla, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

LITLA BÓKIN UM GUÐ

skrar/baekur/LBgud.jpg

Lítil bók handa yngri börnum sem geymir vangaveltur um Guð. Segir frá Guði skaparanum og kærleika hans. Bók sem lagt getur grunn að samtali barna og fullorðinna um Guð.

Þessi bók hefur vakið mikla athygli.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

FÆÐING JESÚ - bók með gluggum til að opna!

skrar/baekur/faeding_jesu.jpg

Bók fyrir yngstu börnin sem segir sögu allra tíma. Öllum börnum þykir gaman að heyra þá sögu og ekki síður að fá að bjástra á hverri blaðsíðu við að opna glugga og sjá hvað er þar á bak við. Margt spennandi kemur þá í ljós. Fylgst er með Maríu og Jósef á leiðinni til Betlehem. Slegist er í fylgd með englum og fjárhirðum og loks numið staðar við jötuna í fjárhúsinu. Gluggar opnaðir aftur og aftur og auka á gleði við lesturinn. Yfir öllu skín svo björt Betlehemsstjarnan.

Tilboð kr. 1190,-

Flokkar: Jólabækur

Sögur og myndir úr Biblíunni

skrar/baekur/sogurogmyndir.jpg

Sögur Biblíunnar eru endursagðar með eldri börn í huga. Hverri sögu fylgja margar myndir auðugar af smáatriðum sem auðveldlega örfa ímyndurnaraflið. Hún gefur góða heildarsýn yfir sögur Biblíunnar og kristna trú. Bókin er tilvalin sem ýtarefni við kritinfræðikennslu.

Bókin kostar 1100 krónur
Tilboð 500 krónur

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

LITLA BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/LB_jesu.jpg

Lítil bók sem geymir mikinn fróðleik handa yngri börnum. Saga Jesú rakin á einfaldan og auðskilin hátt. Saga sem vekur margar spurningar og kallar á mörg svör.

Tilvalin til að lesa fyrir börn.
Fallega myndskreytt bók.
Verð kr. 990,-

 

 

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

Sögur og söngvar á aðventu og jólum geisladiskur

skrar/Sögur og söngvar-100.jpg

Geisladiskur með 12 sögum og söngvum.

Flytjendur: Erna Blöndal söngur, Örn Arnarson gítar og söngur, Gunnar gunnarsson hammondorgel og  píanó, Jón Rafnsson kontrabassi.

Erna Blöndal les sögur og bænir.

Forsíðumynd: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir

 

Kostar kr. 1.800

Flokkar: Jólabækur, Geisladiskar

LITLA BÓKIN UM BIBLÍUNA

skrar/baekur/LB_bib.jpg

Lítil bók um stóra bók. Í henni er sagt frá tilurð Biblíunnar á einfaldan og skýran hátt svo börnin skilja. Svarar mörgum spurningum sem brenna á börnum þegar rætt er um Biblíuna og þýðingu hennar fyrir trúarlífið.

Verð kr. 990.- 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Hirðir og 100 kindur

skrar/baekur/hirdiroghundrad.jpg

Sagan er sögð útfrá Lúkasarguðspjalli 15.4-6 Jesús sagði:

Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra.  Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbygginni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?  Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann.  Þegar hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá:  Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var. Einstakar myndir prýða bókina.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Barnið í Betlehem

skrar/baekur/barnidibetlehem.jpg

Fyrsta Jólanóttin. í litlu fjárhúsi eignast María lítinn dreng og leggur hann í jötu. Í nágrenninu gæta hirðar fjár. Allt í einu birtist þeim skínandi fagur engill og boðar þeim mikinn fögnuð: ,,Yður er í dag frelsari fæddur", segir hann við furðu lostna hirðana, og frelsarinn er litla barnið hennar Maríu. Fagnaðarboðskapur jólanna er hér endursagður á einfaldan en heillandi hátt.

Bókin kostar 980 krónur

Flokkar: Jólabækur

LITLA BÓKIN UM BÆNINA

skrar/baekur/LB_baen.jpg

Lítil bók sem fjallar um bænir og bænalíf. Góður stuðningur fyrir þau sem vilja biðja með börnum og ræða um bænir við börn. Bók sem leggur hornstein að hollu bænalífi barna.
Fallega myndskreytt bók.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Jólahreingerning englanna

skrar/baekur/jolahreingerning.jpg

Englunum Trú, Von og Kærleika hefur verið falið það erfiða verkefni að taka til í veröldinni fyrir jólin. Þetta er strembið verkefni! Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur, eins og Fýlupokar, Frekjudósir, Stríðnipokar, Kjaftaskúmar og Prakkarastrik. Á augabragði hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Skondin saga fyrir börn á öllum aldri. Litprentuð í stóru broti. ISBN: 9979-765-40-2 - 24 bls. -

Bókin kostar 1.890 krónur.

 

 

 

 

Flokkar: Jólabækur

Nananabúbú - Sagan af Malla montrass og Lotta Skotta og frekjudósirnar

skrar/baekur/malliMontrass.jpg

Bækurnar um Malla montrass og Lottu skottu og frekjudósirnar eru komnar út

Malli montrass er montnasta vera í öllum heiminum! Hann á montprik sem hann sveiflar til og frá. Töfrar montpriksins hafa þau áhrif á fólk að það fer að keppast við að monta sig.

Hér koma nokkur dæmi:,,Mamma mín er miklu fljótari að hlaupa en mamma þín!” ,,Ég er búinn að fara 300 sinnum til útlanda! En þú?”,,Veistu þetta ekki? Ég veit allt!” ,,Ég er sko búin að missa fimm tennur!”

En dag nokkurn gerast undur og stórmerki!

Í gegnum söguna hans Malla átta börnin sig smátt á smátt á því hvað hegðun eins og mont er óþægileg og hvað það er miklu skemmtilegra og vingjarnlegra að hrósa öðrum.

lottaskottaLotta skotta finnur tvær frekjudósir og setur þær í töskuna sína. Því hefði hún betur átt að sleppa því frekjudósir hafa skelfileg áhrif á hvern þann sem þær koma nálægt. Þær fylla fólk af hræðilegri frekju. Hér koma nokkur dæmi:,,Ef ég fæ ekki það sem ég vil GRENJA ÉG BARA ÞANGAÐ TIL ÉG FÆ ÞAÐ!” ,,Ég hjálpa ekki til á heimilinu nema ég fái GULL í staðinn!” ,,Ég ÆTLA að láta mömmu GEFA MÉR TÖLVU!” ,,Mér er alveg sama hvað þú segir- ég ætla samt!!!

Pabbi og mamma hennar Lottu skottu átta sig fljótt á því hvað er í gangi og þegar Lotta fær öflugt frekjukast úti í búð, taka þau til sinna ráða!

Bækurnar um Malla montrass og Lottu skottu og frekjudósirnar eru fjörlegar og fyndnar og ómissandi hjálparhellur í barnauppeldinu! Þær hjálpa börnum á léttan og spaugilegan hátt að breyta viðhorfum sínum til hegðunar.

Bækurnar henta 3-10 ára börnum en eru einnig holl lesning foreldrum og börnum á öllum aldri.

Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, gefur bækurnar út.

Sögurnar eru eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur en myndir og hönnun eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Hvor bók fyrir sig kostar kr. 1690 og fást þær í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum.

Tilboð. 900,-

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Jesús er besti vinur barnanna

Sögur um Jesú með gluggum til að opna. Þessi gluggabók geymir sögur af Jesú sem eru heppilegar fyrir yngri börnin. Sagt er frá fæðingu Jesú, vinum hans, kraftaverkum og upprisu. Börnin læra um leið að telja, þekkja litina og hvað afkvæmi dýra heita. Það eru 45 gluggar til að opna og þá komast börnin að ymsu skemmtilegu. Lifandi bók og litrík. Verð kr. 1.790,-

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Barnabækur, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Jesús er besti vinur barnanna.
Alltaf er hann hjá mér,
aldrei fer hann frá mér.
Jesús er besti vinur barnanna.
(Höfundur ókunnur)

Harðspjaldabók fyrir yngstu börnin.
Bókin kostar 490 krón

Flokkar: Barnabækur, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Fjórtán jólasögur

skrar/baekur/fjortanjolasogur.jpg

Jólasögurnar í þessari bók bregða upp myndum úr ýmsum áttum, sumt er kunnuglegt og annað dularfullt og framandi, aðrar reyna kröftuglega á ímyndurnarafl okkar. Hver saga í bókinni dregur fram nýjar og gamlar hliðar á jólunum, gleði þeirra og alvöru. Sögurnar veita innsýn í heim barna og unglinga og vekja upp ýmsar spurningar um líðan þeirra og hugsunarhátt en umfram allt sýna sögurnar mikilvægi þess að vera með börnum og unglingum, sýna þeim einlægni og treysta þeim.

Bókin kostar 1.780 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur

Að kveðja í síðasta sinn

skrar/baekur/ad_kvedja_i_sidasta_sinn.jpg

Þessi bók fjallar um að kveðja þá sem okkur þykir vænst um. Oft er það auðvelt en stundum líka erfitt. Þessi bók hjálpar okkur til að halda í vonina þegar við kveðjum fólk í síðasta sinn. Bók til að lesa fyrir börn. Höfundur: Lois Rock – Myndskreytingar: Sheila Moxley 32 bls Isbn 9979-792-04-3

Verð kr. 1490,-

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð, Barnabækur af ýmsum toga

Jesús kyrrir storminn

skrar/baekur/jesuskyrrirstorminn.jpgMitt fley er svo lítið, en lögurinn stór, mitt líf er í frelsarans hönd. Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há, beint upp að himinsins strönd.
(Höfundur ókunnur)
Harðspjaldabók fyrir yngstu börnin.
Bókin kostar 490 krónur

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Framtíðarlandið

skrar/baekur/framtidarlandid.jpg

Sögur til að lesa á aðventu og fram yfir jól. Ein myndskreytt saga á dag frá 1.desember til 6.janúar. Allar sögurnar eru frá Norðurlöndunum. Bókin er samsarfsverkefni útgáfufélaga kirknanna á Norðurlöndum.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Jólabækur

Þrastarunginn Efraím

skrar/rastarunginn Efraím-100.jpg

Þrastarunginn Efraim

Hér er komið víða við í líflegri og skemmtilegri frásögn. Þetta er kærkomin bók öllum foreldrum sem vilja lesa fyrir börn sín og kenna þeim um Guð og það sem best  er og dýrmætasta í lífinu. Í lok hvers kafla um Efraím og systur hans, Efemíu, er lítið minnisvers úr Biblíunni og bænarorð.
Teikningar eftir Ásdísi Sigurþórsdóttur myndlistarmann.

 

Verð kr. 1.890,-

Tilboð 1.380,-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Ævintýri frá ýmsum löndum

skrar/baekur/aevintyri.jpg

Þessi bók er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra sem vilja lesa upphátt uppbyggilegar sögur og ævintýri fyrir börnin sín. Margar sögur draga fram mikilvægi heiðarleika og trúmennsku, góðvildar og hjálpsemi. Aðrar segja frá kostum þess að vera einlægur og klókur þegar vanda ber að höndum og enn aðrar draga fram vonir og þrár barna sem fullorðinna þar sem farið er öruggum höndum um viðkvæm efni. Sögurnar og ævintýrin eru úr öllum heimsins hornum! Bob Hartman er kunnur fyrir lipran og lifandi frásagnahátt. Kímni og alvörufull hlýja svífa yfir vötnum í frásögn hans.

Bókin kostar 1780 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Nóttin sem stjörnurnar dönsuðu af gleði

skrar/baekur/nottinsem.jpg

Ógleymanleg nótt. Hirðirinn, kona hans og sonur þeirra höfðu lagst fyrir uppi á hæðinni. Vinnudagurinn var að kveldi kominn og féð kúrði í grasinu. Nóttin grúfði sig yfir borgina Betlehem og sveipaði sig um hæðirnar kringum hana. Hún virtist ætla að verða eins og hver önnur nótt. En þess var ekki langt að bíða að einmitt þessi nótt yrði ógleymanleg. Þetta er vekjandi bók og kallar fram fögnuð og dásemdir hinna fyrstu jóla.

Bókin kostar 600 krónur

Flokkar: Jólabækur

Miskunnsami samverjinn - stórar bækur handa litlu fólki

MISKUNNSAMI SAMVERJINN  - DÆMISAGA UM KÆRLEIKA ÚR BIBLÍUNNI
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð kr. 500,-pr. stk

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Ævintýri dýranna

skrar/baekur/aevintyri_dyranna.jpg

Þessi bók geymir margar spennandi og skemmtilegar sögur af alls konar dýrum úr öllum heimshornum. Sögurnar eru valdar með það í huga að þær geti hvatt börn til dáða og vakið samúð þeirra og elsku með þeim sem minna mega sín. Ótrúlegar sögur og sumar þeirra gætu gerst enn! Þessi bók hentar börnum á öllum aldri!

Bókin kostar 1780 krónur

Tilboð. 990,-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Páskar - stórar bækur handa litlu fólki

PÁSKAR - SAGA PÁSKANNA VIÐ HÆFI BARNA.
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð 500,- pr. stk

Flokkar: Páskaefni - Jólaefni, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Þegar litum rigndi

skrar/baekur/tegarlitum.jpgÞessi saga gerist í Grálandi en þar var allt grátt. Dag nokurn kom loftbelgur svífandi ofan af himnum. Um borð voru þrjú börn. Þetta er hrífandi saga sem hittir börnin í hjartastað og bendir fullorðnum á það sem býr að baki grámuskulegum hversdagsleikanum. Myndirnar draga fram hlýja kímnina og ástúðina sem sagan geymir.
Bókin kostar 990 krónur
<

Flokkar: Barnabækur, Barnabækur af ýmsum toga

JÓLASÖGUR FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI

skrar/Jolasogur 2013-100.jpg

Jólasögurnar í þessari bók segja okkur frá því hvernig himinninn snertir jörðina! Sumar þeirra eru teknar úr Biblíunni eð aðrar eiga rætur í sagnahefð ólíkra þjóða. Allar færa þessar jólasögur okkur gleði og ánægju. Þær sýna hvernig kærleikurinn finnur sér ótrúlegar leiðir til að hafa áhrif á heiminn og manneskjurnar sem í honum búa.
Sögur fyrir börn - og líka hin sem eru börn í hjarta!
Verð kr. 1990,-

Flokkar: Jólabækur

Flettimyndabiblíur fyrir barnastarf kirkjunnar

FLETTIMYNDABIBLÍUR

Græna flettimyndabiblían haust 2007/vor 2008   kr. 15.850,-
Bláa fletti(mynda)biblían - vorönn 2007    kr. 11.850,-
Bleika flettibiblían -  haustönn 2006    kr. 11.850,-
Jólaflettibiblían  - aðventa 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían vor 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían haust 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían vor 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían haust 2004  kr. 8900,-
Flettimyndabók sögustund 2003, haust.  Kr. 8900,-
Sögustund 1, 2 og 3 – 3 bækur  pr. stk. Kr. 8900,-
Hver er Jesús I og II – 2 bækur pr.stk.kr.  Kr. 8900,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Í fótspor Jesú - verkefnabók fylgir

skrar/ fótspor Jesú-100.jpg

Í fótspor Jesú er bók sem a erindi við alla kristna menn. Bókin er prýdd einstökum litmyndum sem gera kunnustu sögur Jesú ljóslifandi í hugum lesenda. Myndirnar sýna fjölmarga staði í landinu helga, einstakt landslag og auk þess ýmsa hluti sem Jesús hefur eflaust sjálfur séð á sínum tíma. Höfundurinn, Henry Wansbrough, er heimskunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekking hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum.

Verkefnabók til ljósritunar er fáanleg í Kirkjuhúsinu.
Hægt að nota í fermingarstarfi.

Verð kr. 1200,-

Flokkar: Biblíufræðsla, Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Óskir trjánna

skrar/baekur/oskir.jpg

Einu sinni voru 3 lítil tré uppi á fjalli nokkru og létu sig dreyma um hvað biði þeirra þegar þau yrðu stærri.

Hver kynslóðin af annarri hefur flutt söguna um trén þrjú frá foreldrum til barna; á jólum og páskum hefur hún verið sögð í kirkjum og meira að segja hefur tónlist verið samin við hana.
Bókin kostar 1.390 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Biblíusögur í smábókum

skrar/baekur/smabok.jpg

9 sögur úr Biblíunni í litlum smábókum. Titlarnir eru: Syndafallið Jósef í Egyptalandi Sál og Davíð Abraham og Ísak Jósúa Brauð og fiskar Týndi sonurinn Jesús læknar Brúðkaupið í Kana

Bækurnar kosta 50.- pr. stk.

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Ævintýrið um himneska tréð

skrar/baekur/himneskatred.jpg

Barnabók um umhverfisvernd, sköpun, eyðileggingu og uppbyggingu. Bókin er prýdd glaðlegum og skemmtilegum myndum listamannsins Meilo So sem undirstrika þann boðskap að hver og einn getur haft áhrif á umhverfið og spornað við eyðileggingu og auðn.

Bókin kostar 690 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Börn skrifa Guði

skrar/baekur/born_skrifa_gudi.jpg

Bréfin í bókinni endurspegla heim barna, óskir þeirra, hugsanir og þrár. Þau sýna einlæga trú þeirra og vonir, draga fram efa þeirra og koma spurningum þeirra á framfæri. Sum eru alvörufull og önnur eru glettnisleg, jafnvel svo að lesandi skellir upp úr! Litprentuð bók. ISBN: 9979-765-39-9 -

Verð 1.390 krónur.

Tilboð. 500,-

 

 

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Smábarnabiblía

skrar/baekur/smabarnabiblia.jpg

Harðspjaldabók fyrir yngri börn. Litrík og spennandi. Góð kynning á frásögnum Gamla og Nýja testamentisins. Á hverri síðu eru gluggar til að opna. Fyrir innan leynast ýmisleg undrunarefni. Börnin taka þannig þátt í að uppgötva efni hverrar sögu. Samspil myndskreytinga og texta kemur hinu góðkunna erindi Biblíusagnanna til skila á áhrifamikinn og ferskan hátt. Hér er mesta saga sem nokkru sinni hefur verið sögð, sagan um það hvernig guð elskar okkur, færð í búning sem höfðar til hjarta hvers barns á öllum aldri.

Uppseld í bili

Væntanleg aftur í mars 2012

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Biblíusögur barnanna

skrar/baekur/bibliusogurbarnanna.jpg

Bókin er ný endursögn sagna Biblíunnar á einföldu máli og vönduðu, sem rekur sígildar sögur úr gamla testamentinu. Kunnar frásagnir lifna við með nýjum hætti í skýru máli og fjörlegum myndum. Á nýrri öld er bók þessi kærkomið veganesti öllum börnum og velunnurum þeirra. Biblíusögur barnanna hentar börnum á öllum aldri - hittir beint í mark á nýrri öld.

ISBN 9979-765-09-7 - 110 bls. -

Verð kr. 1.780,-

Bókin er uppseld í bili

 

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Dagar með Markúsi

skrar/baekur/dagarmedmarkusi.jpg

Siggi, stóri bróðir Önnu á að fermast. Í fermingarfræðslunni lesa fermingarbörnin Markúsarguðspjall. Anna vill gjarnan fylgjast með og þess vegna les Siggi guðspjallið upphátt fyrir hana. Við fylgjumst með systkinunum þá mánuði sem Markúsarguðspjall er lesið. Þetta er spennandi tími og margar spuningar vakna hjá þeim eins og t.d. hvað merkir það að elska náungann? Og hvers vegna höldum við páska?

Bókin kostar 1990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Dýrin fylgja Jesú

skrar/baekur/dyrin.jpg

Í bókinni eru smásögur sem rekja atburði dymbilviku og páska með augum dýranna. Með þeirra augum sjáum við atburðina í nýju ljósi. Þau fylgja Jesú eftir og segja frá óvæntum kynnum sínum af honum í aðstæðum sem okkur eru kunnar. Þessi kynni breyta lífi þeirra og þau sjá margt með nýjum hætti eins og lesandinn sjálfur þegar páskadagsmorgunn rennur upp. 70 bls. -

Bókin kostar 1.390 krónur.

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur af ýmsum toga

Örkin hans Nóa

skrar/baekur/orkin_hans_noa.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Örkin hans Nóa - Biblíusaga með gluggum til að opna. Sagan af Nóa og örkinni hans er auðlesin í skemmtilegri gluggabók sem Skálholtsútgáfan hefur sent frá sér. Fjörlegar myndir hennar heilla börn á öllum aldri og kenna þeim margt við þeirra hæfi er þau kynnast Nóa og dýrunum hans. Börnin fylgjast með því hvernig Nói og dýrin björguðust úr flóðinu mikla þegar þau hlusta á söguna og opna hvern gluggann á fætur öðrum. Um leið læra þau að telja og þekka litina, herma eftir hljóðum ýmissa dýra og kynnast ólíkum formum. Lifandi bók og litrík!

Bókin kostar 1690 krónur
Uppseld í bili

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Einn dagur þúsund ár

skrar/baekur/einndagur.jpg

Snorri er tólf ára. Hann býr með föður sínum sem er fornleifafræðingur sem tekur að sér að geyma stóra steinklukku um tíma. Klukkan er forngripur og Snorri kemst fljótt að því að hún býr yfir ógnarlegurm dulmætti. Hún er klukka eilífðarinnar og alheimsins, Þar er einn dagur þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Undarlegir atburðir verða þess valdandi að Snorri kynnist víkingastelpunni Eddu en hún hefur aldrei bragðað pizzu eða farið í tölvuleik. Saman lenda þau í ótrúlegum ævintýrum og lífsháska.

Bókin kostar 2500 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

ÍSLENSK LITABÓK SEM JAFNFRAMT ER LESBÓK

skrar/litabok-100.jpg

Sigrún Hanna Ólmarsdóttir hefur teiknað þessa fallegu bók og Elín Elísabet Jóhannsdóttir endursagt 30 sögur af Jesú. Hér geta börnin litað þær 30 myndir sem fylgja sögunum.

Verð kr. 1490,- Fæst í verslunum um land allt.

Tilboð kr.750,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

LEIRENGLAR

skrar/P1000344-400.jpg

Íslenskir leirenglar eftir Grétu, Litla Ósi,    stærð,19 cm. kr:4990.

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Elli og skilnaðurinn

skrar/baekur/elli.jpg

Bókin um Ella og skilnaðinn er sprottin upp af áralangri vinnu með börn sem ganga í gegnum margvíslega erfiðleika í lífinu t.d. skilnað. Myndir bókarinnar eru lifandi og sterkar og hún er lærdómsrík fyrir börn og fullorðna. Bókin getur verið fyrst skref í samtali barna og fullorðinna um mál sem er sársaukafullt og nauðsynlegt að tala um. Höfundur textans er sálfræðingur og sérfræðingur í fjölskyldumálum. Hún hefur áratuga reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum. Elli fíll er sex ára gamall. Hann á heima í gulu húsi ásamt systur sinni og mömmu og pabba. Mamma hans og pabbi segja honum dag einn að þau ætli ekki að búa saman lengur. Eli og systir hans vilja ekki trúa þessu og botna ekkert í því hvers vegna mamma og pabbi �

Tilboð 900,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Englar hér og þar, englar alls staðar

skrar/baekur/englarherogtar.jpg

Smásögur um engla. Uppspretta bókarinnar er Biblían sjálf. Í þessari bók eru englarnir hver öðrum ólíkir. Sumir eru stórir aðrir hressir og enn aðrir eru hörkutól. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt, að vera sendiboðar Guðs, þjónar Guðs. Sögurnar í bókinni eru lifandi og spennandi og að lestri loknum lítur lesandinn í kringum sig eftir englum... Þessi bók var valin beta barnabók á Bretlandi árið 1994 en hún hentar öllum unnendum smásagna og engla.

Bókin kostar 1980 krónur

Tilboð 600 krónur

 

Flokkar: Hugleiðingabækur, Barnabækur af ýmsum toga

SMÁBARNABIBLÍA MEÐ GLUGGUM TIL AÐ OPNA!

skrar/Smabarnabiblia-400.jpg

Góð kynning á frásögnum Gamla og Nýja testamentisins fyrir börn.

Á hverri síðu eru gluggar til að opna.  Fyrir innan leynast ýmisleg undrunarefni.  Börnin taka þannig þátt í að uppgötva efni hverrar sögu.

Samspil hrifandi myndskreytinga og hugljúfs texta kemur hinu góðkunna erindi Biblíusagnanna til skila á áhrifamikinn og ferskan hátt.

Hér er mesta saga sem nokkru sinni hefur verið sögð, sagan um það hverning Guð elskar okkur, færð í búning sem höfðar til hjarta hvers barns á öllum aldri.

Verð kr. 1.990,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Faðir vor

skrar/baekur/fadirvor.jpg

Bænin Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi lærisveinum sínum. Þótt við höfum kunnað þessa bæn frá barnæsku þá er ekki alltaf auðvelt að útskýra fyrir börnum hvað einstaka bænir og orð hennar merkja. Í þessu kveri er leitast við að bregða upp myndum til að varpa ljósi á hvað í bæninni felst.

Bókin kostar 490 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

DAGINN Í DAG 2 - ER KOMINN Í VERSLANIR UM LAND ALLT.

skrar/Daginn í dag 2.jpg

Daginn í dag 2 er kominn út. 
DVD Daginn í dag 2, er sjálfstætt framhald af samnefndum þáttum sem komu út árið 2010 og slógu rækilega í gegn.
Daginn í dag 2 miðlar gildum kristinnar trúar á ferskan máta í þremur 33 mínútna þáttum. Hafdís og Klemmi eru sem fyrr dugleg að breyta hversdagslegum atburðum í ævintýri. Þau taka m.a. þátt í spennandi kassabílakappakstri, halda hæfileikasýningu og horfa á sjónvarpsþáttinn Nebbnilega áður en þau leggja af stað í sunnudagaskólann. Þá sjáum við brúðurnar Benna og Nebba eiga í höggi við dularfullan nebbaþjóf!Á disknum syngur  barnahópur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali (TMT). Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur, sem mörg börn þekkja úr Stundinni okkar, í heimsókn og túlkar einn barnasálm á táknmáli. Þrjár dæmisögur Jesú eru færðar til nútímans í þáttunum.

Verð kr. 2.590,-

Tilboð 1500,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

SÖGUR ÚR BIBLÍUNNI HANDA BÖRNUM Á NORÐURLÖNDUM

skrar/norræn barnabiblia.jpg

Þessi bók kemur út samtímis út á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og innan tíðar á Grænlandi.
Bókin inniheldur 68 biblíusögur og hafa fimmtán rithöfundar og fimmtán myndskreytar frá Norðurlöndunum túlkað sögur Biblíunnar í orðum og myndum út frá sjónarhóli barnsis og höfðu til þess frjálsar hendur.
Hér er það gleðin og kímnin sem ræður ríkjum í skemmtilegum sögum Biblíunnar. Kröftugar og líflegar myndir gera lesturinn ennþá skemmtilegri og fjölbreyttari og kallar lesturinn á spurningar og vangaveltur lesenda, barna og fullorðinna.

Sögur Biblíunnar er flestum foreldrum, ömmum og öfum vel kunnar. Hér er gerð skemmtileg tilraun til að færa biblíusögurnar til barnanna, endursegja þær útfrá hugarheimi norrænna barna.

Bókin fæst í bókaverslunum Eymundsson og Pennans á tilboði, einnig í Kirkjuhúsinu og kostar kr. 2790,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Faðir vor bók fyrir börn

Myndræn útskýring á bæninni Faðir vor, fyrir börn.
Myndskreytingar gerði Halla Sólveig Þorgeirsdóttir.

Verð kr. 490,-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga, Bænabækur fyrir börn

Fylgjum Jesú

skrar/baekur/fylgjumjesu.jpg

Fylgjum Jesú er aðgengileg bók um kristna trú handa ungu fólki. Í henni eru mörg verkefni til að leysa og mörgum spurningum varpað fram eins og t.d. er Guð til? Hvað er trú og hvað er Jesú? Hún tekur á helstu atriðum kristinnar trúar í 31 skrefi og er kjörin til að nota í samtölum við börn og unglinga. Bókin er myndskreytt með hressilegum myndum sem hæfa unglingum. Bókin dregur fram kjarnaatriði Biblíunnar og verður lesndum hvatning til að spyrja og leita.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Jesús maðurinn sem breytti sögunni

skrar/baekur/jesusmadurinn.jpg

Hvað vitum við um Jesú? ...hvernig var hann? ...hvernig voru vinir hans? ...hvers vegna flykktist fólk til að hlusta á hann? ... hvað kenndi hann? ...hvers vegna dó hann? Í þessari bók kynnumst við manninum sem breytti sögunni, landinu sem hann bjó í, fólkinu sem þekkti hann, störfum hans og óvinum hans. Í máli og myndum er greint frá lífi og starfi frelsarans. Hentar vel til kennslu í skólum og fermingarfræðslu.

Bókin kostar 1200 krónur

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Leiðin til Leikheima

skrar/baekur/leidin_til_leikheima.jpg

Leiðin til Leikheima er ný barnabók eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, sem Skálholtsútgáfan gefur út. Leikheimar eru dásamleg veröld sem eingöngu börn geta fundið. Þeir eru jafnstórir og hugmyndaflugið og ímyndunaraflið samanlagt. Tvíburarnir Bíbí og Bassi komast þangað og taka þátt í ótrúlegum atburðum þegar vandræðaunglingarnir Fúli, Vitsi vondi og Gratis glæpafingur villast til Leikheima. Bókin hefur tvö upphöf, annað segir söguna frá sjónarhóli tvíburanna en sé bókinni snúið við má lesa sömu sögu, sagða af þeim kumpánum Fúla, Vitsa vonda og Gratis glæpafingri.

Verð 2340 krónur

Tilboð 600 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Matti hugsar málin

skrar/baekur/matti.jpg

Bókin geymir stuttar og lifandi frásagnir úr lífi ellefu ára stráks sem heitir Matti. Það er margt sem drífur á daga hans og hann glímir við ýmislegt. Margar spurningar vakna hjá honum um lífið og tilveruna og hvann leitar svara við þeim. Matti hugsar málin er kjörni bók fyrir 8-12 ára börn í kirkjustarfi svo og yngri bekki grunnskólans. Bók sem hægt er að nota í umræðum um mörg mál sem börn velta fyrir sér.

Bókin kostar 1990 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Músin og eggið

skrar/baekur/musinogeggid.jpg

,,Ég er orðin þreyttur á því að fá alltaf egg í matinn!" Hvort sem uppskeran hefur góð eða slæm hafa afi og amma aldrei þurft að þola hungur því í hreiðri doppóttu hænunnar liggur alltaf nýorpið egg. Dag nokkurn finnst afa hann þurfa að breyta til og fá eitthvað annað að borða. Doppótta hænan gerir allt sem hún getur til að uppfylla ósk hans. Þá fyrst lærir afi að meta að verðleikum það sem hann hafði fyrir. Frábærar myndir príða þessa sígildu sögu.

Bókin kostar 750 krónur.

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Siría

skrar/baekur/siria.jpg

Siría er agnarlítil ævintýravera, sem á heima í jarðheimum. Einn fagran vormorgun bjó hún um sig á meðal blómanna í garðinum. Þar eignast hún marga góða vini og lendir í margvíslegum ævintýrum. Hún kynnist bæði gleði og sorg í samskiptum sínum við menn og dýr.

Bókin kostar 500 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Sálmabók barnanna

skrar/baekur/salmabokbarnanna.jpg

Ný útgáfa 2009
Þessi nýja söngbók hefur að geyma allt það besta sem samið hefur verið og sungið með börnum í áratugi, en einnig eru í bókinni fjölmargir nýlegir og nýir sálmar og lög, og hefur þar verið reynt að mæta þörfum yngstu barnanna sem og þeirra sem eldri eru.
Bætt hefur verið í bókina nýjum sálmum og söngvum í viðbæti, m.a. söngvum Hafdísar Huldar Þrastardóttur af geisladisknum Englar í ullarsokkum (sjá geisladiskar)
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður teiknaði kápu en myndskreytingar sálmanna eru eftir Kristínu Arngrímsdóttur. ISBN 9979-9464-8-2 -

Verð kr. 2800,- 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga, Sálmabækur

Tíu boðorð Guðs

skrar/Tíu boðorð Guðs-100.jpg

Tíu boðorð Guðs.  Leiðsögn á vegi lífsins.

Mjög falleg bók um boðorðin og hvaðan þau koma.

Hvert boðorð er útskírt með texta og fallega myndskreytt.

Skálholtsútgáfan

Verð Kr.990.-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Tiu boðorð Guðs

skrar/baekur/tiubodord.jpg

Tíu boðorð Guðs - leiðsögn á vegi lífsins.

Speki Biblíunnar er sígild leiðsögn á vegi lífsins handa öllum.
Bókin kostar 990 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Af hverju afi?

skrar/baekur/af_hverju_afi.jpg

Bókin Af hverju, afi? er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. Í þessari bók talar afi við börn sem hlakka til jólanna. Börnin spyrja afa um jólin í gamla daga og um fyrstu jólin þegar Jesús fæddist. Þau spyrja um gjafir, gamla jólasiði og gömul orð úr Biblíunni og kunnum jólasálmum eins og meinvill sem lá í myrkrunum. Afinn í þessari bók, Sigurbjörn Einarsson, biskup, hjálpar foreldrum að svara og að uppfræða börnin. Orð hans bera með sér hlýju og kímni ásamt visku hins aldna. Bókin svarar ekki síður spurningum fullorðinna um tíma sem er liðinn og skildi svo margt eftir handa börnum á öllum aldri. Bókin kom fyrst út árið 1984 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er sígild bók og ómissandi dýrgripur á aðventu og jólum.

Bókin kostar 2200 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga, Jólabækur

VERNDARENGILL LEYSIR MÁLIN

skrar/baekur/verndarengill_leysir_malid.jpg

Hííííí-eróóóóónýmus! Hííííí-eróóóóónýmus! - hrópar Pétur við dyr himnaríkis. Það heyrist greinilega að hann er reiður...

Litli engilinnn, hann Híerónýmus, er mikill prakkari. Hann eltist við himneskar kindur, týnir lyklinum að hliði himnaríkis og truflar kórsöng himinsins. Hvernig ætti slíkur engill að geta orðið góður verndarengill? Dag nokkurn fær Híerónýmus verðugt verkefni og sekkur sér ofan í það. Það er ekki auðvelt því sá sem hann á að vernda er fjörkálfurinn Tommi  ekki svo ólíkur Híerónýmusi sjálfum.

Verndarengill leysir málið er hugljúf og fjörleg saga sem hvetur okkur til að hafa gát á börnum okkar, sjálfum okkur og öðrum, svo allt fari vel. Höfundur: Jutta Timm Myndskreytingar: Ursel Scheffler 36 bls

Verð kr. 1980,-

Tilboð 900,-

 

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

KATLA OG KETILL KOMA Á ÓVART - NÝ ÍSLENSK BARNABÓK

skrar/Katla og Ketill-400.jpg

Texti: Hvernig læra börnin um Jesú?Auðvitað getur enginn nema Jesús mettað 5000 manns á fimm brauðum og tveimur fiskum! En börn geta lært að deila nestinu sínu með öðrum sem ekkert hafa. Þau geta líka lært að fyrirgefa öðrum.Í þessari bók læra börnin að spyrja: Hvað myndi Jesús gera?Höfundar bókarinnar er áhugahópurinn Sippóra sem hittist reglulega til að vinna skemmtileg verkefni á kristnum grunni. Fundarstaður er kaffistofan í Kirkjuhúsinu.

Verð kr. 1.590

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga