Bænabækur

Kvöldbænirnar mínar

skrar/baekur/kvoldbaenir.jpg

Fjórar tegundir af bænaspjöldum í ramma í stærð A3 og tvær tegundir í stærð A4til að hengja upp í barnaherberi. Englamyndir, faðir vor og kvöldbænavers. Stærð A3 kosta 3800 krónur í ramma stærð A4 kosta 3200krónur í ramma

Flokkar: Bænabækur

Heilræðavísur

Á þessu veggspjaldi eru heilræðavísur sr. Hallgríms Péturssonar myndskreyttar með myndum Halldórs Péurssonar úr skólaljóðunum. Stærð A2.

Plakatið kostar 1500 krónur

Flokkar: Bænabækur

BÖRN OG BÆNIR - LÍFSGÆÐABÓK FYRIR FJÖLSKYLDUNA KOMIN ÚT

skrar/Börn og bænir-100.jpg

Börn og bænir er bók handa foreldrum sem vilja kenna börnum sínum að biðja og ala þau upp í kristinni trú.
Öll viljum við búa börnin okkar sem best undir lífið svo framtíð þeirra verði farsæl og björt. Við megum aldrei gleyma því að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og að hlutverk uppalenda er að móta þau á heilbrigðan hátt og sómasamlegan.

 Börn og bænir geymir 
...bænabók fjölskyldunnar kvölds og morgna og í atvikum dagsins
...leiðsögn um trúaruppeldi
...þætti um bænalíf, signingu og bæn
...umfjöllun um skírnina í myndum og máli
...spurningar barna um sorg, Guð, Jesú, heiminn og þau sjálf
...hugmyndir að hollum samverustundum barna og foreldra
 …er bók sem styður við bakið á uppalendum í ánægjulegu en
   vandasömu starfi.   

Hún er traust leiðsögn í trúarlegu uppeldi barnsins.
Dr. Sigurður Pálsson skrifaði megnið af bókinni ásamt hópi áhugasamra.

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, myndskreytti bókina.

Verð kr. 3500,-

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

Stórt og smátt um bænina

skrar/Stort og smatt-100.jpg

Stórt og smátt um bænina er nýútkomin bók hjá Skálholtsútgáfunni.Skálholtsútgáfan hefur gefið út nokkrar bænabækur, bæði fyrir börn og fullorðna,  en áður hefur ekki komið út bók sem fjallar eingöngu um bænina.
Viltu efla og þroska bænalíf þitt? Hvað er bæn?  Hvernig biðjum við? Stórt og smátt um bænina er nútímaleg bók sem býður uppá nýjar leiðir til að efla og þroska bænalíf. Bænaæfingar eru í hverjum kafla bókarinnar, margar nýstárlegar en aðrar byggja á gömlum hefðum.
Bæn er ferðalag. Ferðalag til Guðs og um leið er förinni heitið inn í innstu sálarfylgsni okkar. Við könnum ný lönd og nemum. Bænir okkar dýpka og þroskast eftir því sem við sjálf þroskumst og breytumst. Meðal kafla í bókinni má nefna: Bæn og tilfinningar; Bæn og tónlist; Bæn, bragð og ilmur; Bæn og hreyfing. 

Verð kr. 2700,-

Tilboð kr. 2000,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Bænabækur fyrir fullorðna

Bænateningur

Stór bænateningur úr tré með sex borðbænum.
Með bænateningnum, fylgir bókin "Lífið er gjöf"
Hugmyndabanki að uppbyggilegum samverustundum foreldra og barna.

Einnig er til bænadteningur með sex kvöldbænum og fylgir bókin "Bænirnar mínar"

Kr. 1.990,-

Bókin kostar ein og sér kr. 490,-

Flokkar: Bænateningur

KVÖLDBÆNIRNAR MÍNAR - Bænaspjöld fyrir börn til að setja á vegg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út nokkrar tegundir að bænaspjöldum, myndskreyttum til að setja á vegg í herbergi barna.

Bæði er hægt að fá spjöld með "gamaldags" englamyndum, en einnig nútímalegri myndskreytingar.

Verð kr. 1990 - 3800,- með ramma

Án ramma: kr. 800 -1.200,-

Fæst í Kirkjuhúsinu eins og allt útgáfuefni Skálholtsútgáfunnar.

Flokkar: Bænaplaköt til að setja á vegg

Bænabók barnanna

skrar/baekur/banabok_barnanna_98.jpg

"Að læra að biðja er að læra að sjá heiminnn eins og hann lítur út frá himni."

Bænabók barnanna er safn 150 bæna og versa sem Karl Sigurbjörnsson hefur tekið saman. Þessar perlur varpa ljóma inn í hinar ólíkustu aðstæður lífsins og eru hver með sínu móti, en umfram allt eru þær einfaldar, látlausar, einlægar og minnisstæðar.

Bókin kostar 2440 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

BÆNABÓKIN

skrar/baekur/baenabok2006.jpg

Bænasafn heimilanna er að finna í þessari fallegu bænabók. Hún veitir ómetanlega leiðsögn þeim sem vilja fræðast um bæn og þroska trúarlíf sitt . Hér getur hver og einn fundið við sitt hæfi bænir í önnum hversdagsins, í gleði og sorg, nýjar og gamlar, kunnar og óþekktar.

Karl Sigurbjörnsson biskup vefur hér saman fortíð og nútíð, reynsluheimi kynslóðanna og veruleika nútímafólks. Þessi bók ætti að vera til á hverju heimili.

Þessi fallega bók er hönnuð af myndlistarkonunum Björgu Vilhjálmsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Höfundur: Karl Sigurbjörnsson, biskup. 560 bls.

Verð kr. 3740,-

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

LÍFIÐ ER GJÖF - hugmyndabanki að uppbyggilegum samverustundum fjölskyldunnar

skrar/Lífið er gjöf-100.jpg

Heimilislífið er dýrmæt gjöf. Hver dagur er einstakur og þess virði að njóta hans eins og hægt er. Samverustundir fjölskyldunnar í frítíma eru mikilvægar. Stundum er nóg að vera til staðar fyrir börnin, sundum er gott að gera eitt og annað saman. Þessi bók er hugmyndabanki fyrir góðar samverustundir foreldra og barna. Þær þurfa ekki að kosta neitt! Borðbænateningur með 6 mismunandi borðbænum á.


Verð kr. 490,-

Borðbænateningur:

Verð kr. 1990,- þá fylgir bókin með!

Flokkar: Börn og foreldrar, Bænateningur

Faðir vor plakat

skrar/Faðir vor-100.jpg

Faðir vor ásamt útskýringum við hæfi bæði barna og fullorðna.
Litríkt og fallegt!

Til í tveimur stærðum, A5 og A4.
kosta kr. 1.200/kr. 1.500,- án ramma.
Hægt að kaupa í Kirkjuhúsinu í fallegum ramma.

Kr. 3000/kr.3800

Flokkar: Bænaplaköt til að setja á vegg

Bænabandið

skrar/baekur/bnabandid.jpg

Þjálfun í lífsþrótti, lífslöngun, sjálfsstjórn og í því að lifa í návist Guðs er undirtitill bókarinnar Bænabandið eftir Martin Lönnebo sem nýlega kom út. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þýðir bókina og skrifar inngang að henni. Þar segir meðal annars: Að biðja er að finna þá þögn þar sem Guð býr. Þar geturðu verið með Guði, verið snortinn af Guði og sameinast Guði.

Úr inngangi Karls Sigurbjörnssonar

Orð og mál eru dýrmætustu gáfur mannsins. En bestu orðin verða til í þögninni og fullkomnast í þögninni.

Að biðja er að finna þá þögn þar sem Guð býr. Þar geturðu verið með Guði, verið snortinn af Guði og sameinast Guði.

Af eigin reynslu er mér ljóst að það er undursamleg lausn að læra bæn þagnarinnar og snertingarinnar. Hún er ekki ágeng, hún gefur hvíld og frið, hún styrkir og blessar. Hún gefur orðunum dýpt, þeim fáu orðum sem við þurfum til að nálgast Guð, sem veit allt um mig og mína, og sorgir og gleði alls sem andar og lifir.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Bænirnar mínar

skrar/baekur/baenirnar.jpg

Lítið fallegt kver með mörgum klassískum bænaversum og leiðbeiningum til foreldra sem vilja hjálpa börnum sínum að læra að biðja, eða læra biðja með börnum sínum. Þetta kver er hjálp og hvatning til bænar og trúarlífs. En hana þarf að rækta og tjá. Foreldrar og uppalendur gegna þar ómissandi lykilhlutverki. Þessu kveri er ætlað að hjálpa þeim til þess að rækta það hlutverk og leggja grunn að bænalífi sínu og barna sinna.

Bókin kostar 490 krónur

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

Heilræðavísur á veggplakati

Myndskreytingar Halldórs Péturssonar

Heilræðavísur sr. Hallgríms Péturssonar hefjast á vísunni;

Ungum er það allra best
að óttast Guð, sinn herra....

kanntu þetta..:!

Heilræðavísurnar eru níu talsins, fallega settar upp í mismunandi lituðum römmum.

Verð Kr.3.500,-

Flokkar: Bænaplaköt til að setja á vegg

KVÖLDBÆNATENINGUR

skrar/teningur2-100.jpg

´NÚ ER BÆÐI HÆGT AÐ KAUPA BORÐBÆNATENING OG KVÖLDBÆNATENING Í KIRKJUHÚSINU. MEÐ BORÐBÆNATENINGNUM FYLGIR BÓKIN LÍFIÐ ER GJÖF - HUGMYNDIR AÐ UPPBYGGILEGUM SAMVERUSTUNDUM FORELDRA OG BARNA EN MEÐ KVÖLDBÆNATENINGNUM FYLGIR BÓKIN BÆNIRNAR MÍNAR SEM ER NÝKOMIN ÚT.

Tilboð:Bænateningur, kr. 1990,- með bók.

Flokkar: Bænateningur

Mæliplakat - með bænaversum


Veggspjald (stærð 100 x 30 cm) með englum og bænaversum

Skemmtilegt í barnaherbergi, mælir hæð barna, hve mikið hefur barnið þitt vaxið á einu ári?

Veggspjaldið kostar 1000 krónur

Flokkar: Bænaplaköt til að setja á vegg

LITLA BÆNABÓKIN

skrar/baekur/litla_baenabok.jpg

Er loks aftur fáanleg! Passar í vasann og innheldur fjölda bæna sem henta vel íslenskum veruleika.

Hér er ein bæn:

Góði Guð, ég hef svo mikið að gera, að ég kemst ekki yfir það. Kenn mér að greina á milli þess sem máli skiptir og hins sem ekki er mikilvægt. Gef mér þann sálarstyrk sem ég þarfnast til að sinna verkum mínum, þá verður sérhver stund blessuð.

Bókin sem allir ættu að eiga!
Karl Sigurbjörnsson, biskup, tók saman.
Verð kr. 1690,-

Tilboð 990,-

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Faðir vor bók fyrir börn

Myndræn útskýring á bæninni Faðir vor, fyrir börn.
Myndskreytingar gerði Halla Sólveig Þorgeirsdóttir.

Verð kr. 490,-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga, Bænabækur fyrir börn

Bænir karla - bænabók

skrar/baekur/baenirkarla.jpg

Í íslensku nútímasamfélagi eru það karlar jafnt á við konur sem biðja bænir með börnum sínum. Formæður okkar geta verið stoltar af þeim! Bænir karla er skrifuð af 45 íslenskum körlum á öllum aldri og í margvíslegum störfum og gefur bókin lesendum góða sýn inn í bænaheim íslenskra karla. Bókin sýnir að karlmenn biðja og leggja líf sitt, vonir og þrár, áhyggjur og kvíða, gleði og hamingju, í hendur Guðs í þeirri staðföstu trú að á móti sé tekið.Bænir karla er bók sem stendur við hliðina á bókinni Bænir kvenna. Báðar eru þær einstakar í sinni röð og kærkomnar konum jafnt sem körlum. Bænir kvenna og Bænir karla geyma bænir fólks úr ýmsum áttum og á öllum aldri - samtals um eitt hundrað bænir.

Bókin kostar 1400 krónur

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Bænir kvenna - bænabók

skrar/baekur/baenir_kvenna.jpg

Þessi bænabók er skrifuð af 50 íslenskum konum á öllum aldri og í margvíslegum störfum. Hún gefur lesendum góða sýn inn í bænaheim íslenskra kvenna. Formæður okkar báðu bænir, með og fyrir börnum sínum sem og öðrum, mæður okkar einnig. Og þrátt fyrir miklar þjóðfélagsbreytingar á síðari hluta 20. aldar eru konur nútímans líka biðjandi konur eins og formæður þeirra.Biðjandi kona er sterk kona, biðjandi kona er öðrum holl fyrirmynd sem hvetur alla til að skoða lífið út frá sjónarhóli trúarinnar. Forfeður okkar geta verið stoltar af þeim! Bænir kvenna er bók sem stendur við hliðina á bókinni Bænir karla. Báðar eru þær einstakar í sinni röð og kærkomnar konum jafnt sem körlum. Bænir kvenna og Bænir karla geyma bænir fólks úr ýmsum áttum og á öllum aldri - samtals um eitt hundrað bænir.

Bókin kostar 1400 krónur

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

BÆNIRNAR MÍNAR - BÆNAKVER FYRIR BÖRN

skrar/Baenirnar_Kapa-100.jpg

ÞRIÐJA ÚTGÁFA ÞESSA VINSÆLA KVERS. HVERS VEGNA BÆN? BÆNAKVER OG ÝMIS FRÓÐLEIKUR FYRIR FORELDRA OG BÖRN.

Verð kr. 490,-

EINNIG ER KOMINN ÚT KVÖLDBÆNATENINGUR ÚR TRÉ MEÐ 6 KVÖLDBÆNUM. MEÐ HVERJUM TENINGI FYLGIR NÝJA BÓKIN BÆNIRNAR MÍNAR!

Verð kr. 1990,-

 

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

Ljós á dimmum degi - bænir í mótlæti hversdagsins

skrar/baekur/ljos_a_dimmum_degi.jpg

Öll þurfum við á styrk að halda þegar mótlæti hversdagsins knýr dyra. Á slíkum stundum getur verið erfitt að orða hugsanir sínar og koma þeim í réttan farveg. Hugsanir okkar geta verið fálmkenndar, fljótfærnislegar eða ósveigjanlegar. Þær geta líka fyllt okkur vanmætti eða eflt baráttuþrekið um stundarsakir. Bókin Ljós á dimmum degi getur stutt þig á lífsgöngu þinni þegar öll sund virðast lokuð. Hún geymir nútímalegar bænir í orðastað þíns sem þú getur beðið, lesið og íhugað, þegar mótlæti hversdagsins er nánast orðið óbærilegt.

HÖFUNDUR: Paul Geres 56 bls - 

Verð kr. 1490,-

Tilboð: Kr. 500,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Bænabækur fyrir fullorðna

BÆNIRNAR MÍNAR - BÆNAKVER FYRIR BÖRN

skrar/baekur/Baenirnar_Kapa-100.jpg

ÞRIÐJA ÚTGÁFA KVERSINS BÆNIRNAR MÍNAR KOMIN ÚT! FÆST Í KIRKJUHÚSINU Verð kr. 490,-

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

TRÉKROSSAR EINFALDIR

skrar/8-100.jpg

Trékrossar frá María Laach kr.1800.-,2100,- og 2900,-

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

Eigi stjörnum ofar - Sálmar og ljóð Sigurbjörns Einarssonar, biskups.

skrar/baekur/EigiStjornumOfar.jpg

Sigurbjörn Einarsson er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Sálmar hans og bænir bera uppi helgihald kirkjunnar og trúarlíf einstaklinga hér á Íslandi, og veita leiðsögn og huggun trúar og vonar.
Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða allt til hinstu stundar.

Ritstjórn: Einar Sigurbjörnsson prófessor, sonur dr. Sigurbjörns.

Bókin kostar kr. 3590,- og fæst í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum landsins.

Tilboð kr. 2.500,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Bænabækur fyrir fullorðna

Bænabók - eldri útgáfa í kilju

skrar/Bænabók-100.jpg

Að biðja er að tala við Guð. Hann þarfnast ekki þinna orða til þess að skilja þig, því hann sér dýpra inn í huga þinn en þú sjálfur. En þú þarft að orða hugsanir þínar til þess að gera þær ljósari, leiða þær í réttan farveg, beina þeim til Guðs, svo að hann geti fremur leiðbeint huga þínum og greitt blessun sinni veg til þín. Bókin kostar 1700 krónur

Tilboð 500,-

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Bænamál

skrar/baekur/baenamal.jpg

Þetta kver er hjálp og hvatning til bænar og trúarlífs. Trúin býr í sérhverri mannssál, en hana þarf að rækta og hana þarf að tjá. Bænamál er sérstaklega hugsuð fyrir eldri börn.

Bókin kostar 450,-

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Cantica - lofsöngvar Biblíunnar

skrar/baekur/Cantica.jpg

Í þessari bók er að finna lofsöngva úr Biblíunni, bæði úr Gamla- og Nýja testamentinu en einnig þrjá forna kirkjulega lofsöngva annars staðar frá. Allir eru þeir dýrmætur hluti af bænaarfi kristinnar kirkju. Þessir lofsöngvar styrkja bænalíf þeirra er hafa þá um hönd, opna nýja sýn og svala leitandi bænahuga nútímamannsins. Lofsöngvar Biblíunnar henta jafn vel einstaklingum sem hópum. 70 bls. -

Verð 1.390 krónur

Tilboð 500 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Biblíufræðsla, Bænabækur fyrir fullorðna, Kristin trú