Sorg og sorgarviðbrögð

Að kveðja í síðasta sinn

skrar/baekur/ad_kvedja_i_sidasta_sinn.jpg

Þessi bók fjallar um að kveðja þá sem okkur þykir vænst um. Oft er það auðvelt en stundum líka erfitt. Þessi bók hjálpar okkur til að halda í vonina þegar við kveðjum fólk í síðasta sinn. Bók til að lesa fyrir börn. Höfundur: Lois Rock – Myndskreytingar: Sheila Moxley 32 bls Isbn 9979-792-04-3

Verð kr. 1490,-

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð, Barnabækur af ýmsum toga

Ástvinamissir vegna sjálfsvígs

skrar/stvinamissir vegna sjálfsvígs-100.jpg

Handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur.
Að missa einhvern, sem maður elskar, vegna sjálfsvígs, er eitt versta áfall sem hugsast getur. Enginn er viðbúinn slíku og einungis þau sem hafa reynt á eigin skinni vita hvað slíkt hefur í för með sér og hvaða tilfinningar fylgja í kjölfarið.
Hér má finna grunnupplýsingar til aðstoðar fólki í þessari stöðu.

kr. 500,-

Flokkar: Fræðsla, Sorg og sorgarviðbrögð

Börn og sorg

skrar/baekur/bornsorg.jpg

Þessi bók er tluð þeim sem annast börn og unglinga, hvort sem það er á heimili eða í skóla. Hún er æluð bæði þeim sem er trúað fyrir börnum og unglingum sem syrgja sem og þeim sem vilja búa sig undir að ræða við þau um dauðann. Spurningar barna um dauðann eru oft þær sömu og við fullorðna fólkið erum að glíma við, þót skilningur þeirra sé annar. Þegar fullorðna fókið verður öryggislaust og hikandi frammi fyrir áleitnum og einlægum spurningum barna um dauðann og frammi fyrir sorg þeirra, kann það fyrst og fremst að endurspegla okkar eigin ótta og hálparleysi. Ef til vill höfum við sjálf hlíft okkur við það að glíma við þessa áleitnu og mikilvægu spurningar eftir að við komumst til vits og ára. Það er því mikilvægt fyrir þá sem annast börn að skoða eigin huga, rifja upp eigin reynslu, gera sér grein fyrir tilfinningum og afstöðu sinni til dauðans.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Er dauðinn kveður dyra

skrar/baekur/erdaudinnkvedur.jpgUppseld í augnablikinu.
Með þessari bók gaf Elísabet K. Ross okkur núja innsýn inn í hugarheim deyjandi fólks og hvernig hægt er að hjálpa þeim og aðstandendum þeirra. Allir sem hafa afskipti af deyjandi fólki og aðstandendum þeirra ættu að lesa þessa bók. Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Fræðsla, Sorg og sorgarviðbrögð

Huggun í sorg

skrar/baekur/huggun_i_sorg.jpg

Ný útgáfa væntanleg haustið 2009

Hún geymir huggunarorð úr ýmsum áttum, í formi íhugana, bæna og orða Biblíunnar sjálfrar um sorg og missi, huggun og von. Textar bókarinnar orða hugsanir þegar hugurinn leitar hjálpar í hugarneyð, þegar sorgin sækir að með öllum sínum þunga. Bænin er líka huggunarlind í hverri sorg. Jafnvel þeir sem ekki hafa vanist því að biðja hafa fundið það. Í bæninni fáum við að tjá allar okkar hugsanir, þarfir og þrár, vonir og vonbrigði, reiði og sorg. Og við megum vita að einn er sá sem heyrir og skilur, vakir yfir og elskar. Karl Sigurbjörnsson, biskup tók þessa bók saman.

Bókin kostar 1890 krónur

 

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð

Hvað tekur við þegar ég dey?

skrar/baekur/hvadtekurvid.jpg

Hvað tekur við þegar að ég dey? Hvar eru hinir dánu? Hvað er upprisa? Hvað með þá sem ekki trúa? Er samband milli lifandi fólks og framliðinna staðreynd eða hugarburður? Samrýmist spíritismi og kristin trú? Hvað er endurholdgun? Hvernig býr maður sig undir dauðann? Spurningarnar eru óteljandi en einatt er fátt um svör. Í þessu kveri er leitast við að varpa ljósi á svör kristinnar trúar við þessum og öðrum áleitnum spurningum andspænis ráðgátum dauðans. Bókin kostar 1200 krónur

Tilboð 400,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Sorg og sorgarviðbrögð

Mig mun ekkert bresta

skrar/baekur/mig_mun_ekkert_bresta.jpg

Mig mun ekkert bresta - bók um sorg og von eftir Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, prest við Akureyrarkirkju. Þetta er bók sem styrkir öll þau sem missa sína nánustu og hjálpar þeim að takast á við sorgina af raunsæi og æðruleysi. Hughreystandi frásögn, ljóðræn og vonarrík, þar sem horfst er í augu við sorgina sem heimsækir okkur öll einhvern tíma.

Bókin kostar 2990 krónur

Flokkar: Andleg leiðsögn, Sorg og sorgarviðbrögð

Sumarlandið

skrar/baekur/sumarlandid.jpg

Fyrir nokkrum árum misstu ung hjón fimm ára gamla dóttur sína af slysförum. Þau leituðu til vinar síns, prestsins og rithöfundarins Eyvind Skeie og báðu hann að skrifa eitthvað sem gæti orðið þeim og börnum þeirra til huggunar. Um þetta segir höfundurinn í formála bókarinnar: Dauði barns er tilefni þess að ég skrifaði þessa frásögn. Dauðinn veldur okkur alltaf sársauka. Að missa barn af slysförum eða á sóttarsæng, er meðal þess erfiðasta sem mætir okkur. Við þurfum á allri okkar von og öllum okkar mætti að halda til að ljúka göngunni á veg sorgarinnar. Frásagan um Sumarlandið getur ef til vill orðið einhverjum til hjálpar við að hefja gönguna á vegi sorgarinnar. Myndirnar í bókinni eru gerðar af föður stúlkunnar, Anders Færvag.

Bókin kostar 1790 krónur

Flokkar: Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Til þín sem átt um sárt að binda

skrar/baekur/tiltin.jpg

Sorgin gleymir engum. Fyrr eða síðar verður hún á vegi okkar. Allur missir vekur sorg. Oft er ásýnd sorgarinnar æði torkennileg og óttast margir þau viðbrögð sálar og líkama sem hún vekur. Þetta kver er ætlað þeim sem eiga um sárt að binda og einnig þeim sem vilja veita öðrum huggun og stuðning í sorg. Hér má finna hagnýtar upplýsingar og ráð og er sjónum beint að huggun kristinnar trúar, vonar og kærleika.

Bókin kostar 1490 krónur

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð

HVAÐ Í VERÖLDINNI GERIR MAÐUR ÞEGAR EINHVER DEYR?

skrar/Kapanforsida-100.jpg

Eitt það erfiðasta sem getur komið fyrir er þegar einhver sem þér þykir vænt um deyr. Allur heimurinn umturnast.
Hvað í veröldinni gerir maður?
Trevor Romain veit það því hann reyndi það á sjálfum sér þegar pabbi hans dó. Þessi bók getur hjálpað þér í gegnum erfiðan tíma. Á einfaldan og heiðarlegan hátt svarar Trevor spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér:  „Af hverju þarf fólk að deyja?“  „Var þetta mér að kenna?“ „Hvað verður um líkama þess sem dó?“ „Hvernig get ég kvatt?“    Hann lýsir öllum þessum yfirþyrmandi og ruglingslegu tilfinningum sem þú gætir verið að upplifa og stingur upp á leiðum sem geta hjálpað þér til að líða betur.
Lestu það sem Trevor hefur við þig að segja. Skoðaðu myndirnar hans. Hann skilur hvað þú ert að ganga í gegn um og hann getur hjálpað.
Trevor Romain hefur skrifað og myndskreytt meira en þrjátíu barna- og unglingabækur,  meðal annars bækurnar „How to Do Homework Without Throwing Up (Að sinna heimanáminu án þess að gubba)“  „Bullies Are a Pain in the Brain (Hrekkjusvín eru svínslega svekkjandi)“ og  „Cliques, Phonies & Other Baloney (Klíkur, kjánar og annað kjaftæði)“

Verð kr. 1280,-

Tilboð kr. 990,-

 

Flokkar: Spurningar lífsins, Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð