Fermingarstarf

Líf með Jesú

skrar/baekur/lifmedjesu.jpgFermingarkver. Hægt er að fá kennsluleiðbeiningar með bókinni sem nýtist vel við kennslu bókarinnar. Verkefnablöð sem hægt er að ljósrita fyrir fermingarbörnin, Biblíuverkefni frá Biblíufélaginu, fræðsluefni frá Kristniboðasambandinu og frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Bókin kostar 2400
krónur. Kennsluleiðbeiningar kosta Kr. 2.400 krónur

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Í stuttu máli sagt - kennslubók og kennsluleiðbeiningar

skrar/ stuttu máli sagt-100.jpg

Útgáfuár 2008


Bókin fjallar um grunnþætti kristinnar trúar á skýran og gagnorðan hátt. Auk þess er hún ríkulega myndskreytt með mörgum listaverkum sígildra meistara sem segja með myndum sínum meira en mörg orð.
Ólíkar skoðanir unglinga á ýmsu því er snertir kristna trú koma fram á skemmtilegan og einlægan hátt.
Þeir grunnþættir sem bókin tekur fyrir eru:
- Trúarjátningin
- Guðsþjónustan
- Trú og trúarlíf, bænin
- Biblían
- Boðorðin
- Skírn og heilög kvöldmáltíð.
Kirkjuleg hefð er í hávegum höfð sem og nútímaleg sjónarmið. Fjallað er um hvern þátt á skipulegan og markvissan hátt.
Texti bókarinnar er mjög aðgengilegur og í henni er að finna verkefni sem fermingarbörnin vinna ýmist skriflega eða munnlega. Hvort tveggja verkefni bókarinnar og efni tengjast fermingarbörnunum persónulega og efla safnaðarvitund þeirra.
Í stuttu máli sagt er bók sem hentar vel til fermingarfræðslu í sveitum, bæjum og borg. Henni fylgir hugmyndir að 17 samverum með fermingarbörnum. Hugmyndabanki fylgir einnig, hann verður hægt að nálgast á efnisveitunni á kirkjan.is.
Verð kr. 1500,-

 

 

Flokkar: Fermingarstarf

Kirkjulykill

skrar/baekur/kirkjulykill.jpg

Kirkjulykillinn er ómissandi í fermingarfræðslunni því hann opnar ýmsar óvæntar læsingar sem sumar hafa kannski verið dálítið dularfullar í augum væntanlegs fermingarbarns. Hann opnar augun fyrir ýmsu í guðsþjónustunni og kirkjulífinu. Hvað er bæn? Og hvað er altarisganga? Af hverju eru sumir krossa með mynd af Jesú en aðrir ekki? Kirkjulykillinn geymir líka spennandi verkefni sem tengjast fermingarundirbúningnum á einn eða annan hátt. Verkefni sem hægt er að vinna í einrúmi eða með öðrum.

Verð kr. 890,-

Flokkar: Fermingarstarf

BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/bokin_um_jesu.jpg

Í bókinni er ævi og starf meistarans frá Nasaret sett í sögulegt samhengi nútíma lesanda til glöggvunar. Fjöldi mynda og korta ásamt skýringum á ýmsum fornum siðum varpa ljósinu á margt forvitnilegt.

Bók sem ætluð er fólki á öllum aldri. Skýr og markviss framsetning á sögu Jesú Krists, meistarans frá Nasaret, leiðir lesandann í gegnum sögu hans og vekur hann til umhugsunar um þýðingu kristinnar trúar í nútímanum.

Verð kr. 2000,-

Hægt er að nálgast kennsluleiðbeiningar í Kirkjuhúsinu fyrir þau sem ætla að nota bókina í fermingarfræðslu.

Flokkar: Biblíufræðsla, Fermingarstarf, Kristin trú

Fermingarhefti

skrar/Fermingarhefti-100.jpg

Höfundar eru finnskir prestar sem hafa unnið mikið að fræðslu og fræðsluefnisútgáfu á vegum finnsku kirkjunnar.
Hér er að finna heilmikið að stuttum og hnitmiðuðum verkefnum.

Hægt er að vinna verkefnin beint í bókina. Helsti kostur þessa efnis er einfaldleikinn. Efninu í heftinu er skipt upp í þrjú megin þemu sem eru;
Kærleikurinn, Ég trúi og Guðsþjónustan.
Áhersla er lögð á að fermingarbörnin “pæli” sjálf, ræði um efnið og fari í rannsóknarleiðangra.
Þetta efni nýtist vel í hópavinnu og einstaklingsvinnu í kennslustund en einnig til heimavinnu. Börnin þurfa að hafa Biblíu við hönd en hún er til á flestum heimilum. Þetta efni er vel uppbyggt og gefur marga áhugaverða og skemmtilega möguleika í fræðslunni.
Hægt að að vinna verkefnabókina samhliða bókinni um Jesú eða byrja að nota hana eftir 14 samverustundir með Bókinni um Jesú.

Bókin um Jesú kostar kr. 1500 - og litla finnska heftið kr. 1200,-

Kr. 1500,-

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Til foreldra fermingarbarna

skrar/Til foreldra fermingarbarna-100.jpg

Við upphaf fermingarstarfs hefst fermingarfræðsla safnaðarins með væntanlegu fermingarbarni og foreldrum þess. Texti þessa bæklings er gott framlag í fræðslukvöld með foreldrum fermingarbarna eða til að afhenda í fyrstu guðsþjónustu með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Hægt er að fá tillögu að framkvæmd foreldrasamstarfs hjá Skálholtsútgáfunni, sími 5284200

Þessi bók fá foreldrar í hendur en efni hennar er eftirfarandi:SAMSTARF KIRKJU OG HEIMILIS – SAMSTARF LYKILORÐ
UNGLINGURINN Á FERMINGARALDRI
- UNGLINGSÁRIN
- SAMSKIPTI
- SKÝRAR REGLUR
- GÆÐASTUNDIR
MEGININNIHALD OG MARKMIÐ FERMINGARFRÆÐSLUNNAR
- HELSTU ÞÆTTIR FRÆÐSLUNNAR
- ÞÁTTUR FORELDRA Í FERMINGARUNDIRBÚNINGNUM
HAGNÝT RÁÐ TIL UNDIRBÚNINGS
- UNDIRBÚNINGUR FYRIR FERMINGARDAGINN
- UNDIRBÚNINGUR FYRIR FERMINGARATHÖFNINA
- ANNAÐ

Verð kr. 595,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Fermingarstarf, Kirkjufræðsla

Á fermingardegi - bók

Kveðja til fermingarbarnsins frá Kirkjunni sinni.

Lítið fallegt heftir með bænum og hugleiðingum.

Gott nesti út í lífið.

Skálholtsútgáfan

Verð kr. 595,-

Flokkar: Fermingarstarf, Kirkjufræðsla

Fylgjum Jesú

skrar/baekur/fylgjumjesu.jpg

Fylgjum Jesú er aðgengileg bók um kristna trú handa ungu fólki. Í henni eru mörg verkefni til að leysa og mörgum spurningum varpað fram eins og t.d. er Guð til? Hvað er trú og hvað er Jesú? Hún tekur á helstu atriðum kristinnar trúar í 31 skrefi og er kjörin til að nota í samtölum við börn og unglinga. Bókin er myndskreytt með hressilegum myndum sem hæfa unglingum. Bókin dregur fram kjarnaatriði Biblíunnar og verður lesndum hvatning til að spyrja og leita.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Fimm mínútna Biblían

skrar/baekur/FimmMin.jpg

Einstök bók og ótrúleg! Ein eftirtektarverðasta bók um Biblíuna sem komið hefur út.

Hún gerir efni Biblíunnar aðgengilegt. Hún er ætluð ungu fólki en nýtist öllum aldurshópum.

Í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi er hún víða notuð í fermingarfræðslu.
Efni bókarinnar er skipt niður í stutta kafla, ein blaðsíða fyrir hvern dag ársins. Biblíutexti og hugleiðing fylgir hverjum degi.

Verð kr. 2.280,- (kilja)
Tilboð kr. 1.500,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Biblíufræðsla, Fermingarstarf

Gildi manneskjunnar - fermingarefni, Verkefnabók og leiðtogahefti

Aðalmarkmið: Benda fermingarbörnum á það, hve trúin hefur áhrif á líf okkar, skoðanir og val. Jesús Kristur er fyrirmyndin.
Fyrri hluti fjallar um gildi manneskjunnar, seinni hlutinn um samskipti.
1. kafli - Fordómar
2. kafli - Sek eða saklaus?
3. kafli - Fyrirgefning og sátt.
4. kafli - Líf og dauði

Seinni hluti:
1. kafli - Vinátta
2. kafli - kærleikur
3. kafli - strákar og stelpur
4. kafli - fjölskyldan

Verð kr. 1.500,-

Flokkar: Fermingarstarf

Hvar í veröldinni - spil

Hvar í veröldinni?!

Spil um stelpur og stráka í ríkum löndum og fátækum.

Um hvað snýst spilið?

Spilið gengur út á það sem getur hent fólk á lífsleiðinni.  Það er bæði misjafnt eftir því hvar folk býr!  Leikmenn þurfa að leggja á minnið hvað kemur fyrir þá, frá því þeir eru litlir í upphafi leiks og þangað til þeir eru um tvítugt (ef allt gengur vel!) í lok leiks.  Þeir verða líka að geta sagt öðrum frá því og borið hlutskipti sitt saman við annarra.  Hvað kemur í ljós?

Verð kr. 2.500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf

Í fótspor Jesú - verkefnabók fylgir

skrar/ fótspor Jesú-100.jpg

Í fótspor Jesú er bók sem a erindi við alla kristna menn. Bókin er prýdd einstökum litmyndum sem gera kunnustu sögur Jesú ljóslifandi í hugum lesenda. Myndirnar sýna fjölmarga staði í landinu helga, einstakt landslag og auk þess ýmsa hluti sem Jesús hefur eflaust sjálfur séð á sínum tíma. Höfundurinn, Henry Wansbrough, er heimskunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekking hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum.

Verkefnabók til ljósritunar er fáanleg í Kirkjuhúsinu.
Hægt að nota í fermingarstarfi.

Verð kr. 1200,-

Flokkar: Biblíufræðsla, Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Jesús er vinur minn

skrar/baekur/jesuservinurminn.jpg

Fermingarfræðsluefni fyrir þroskahefta, verkefnabók fyrir nemendur og kennsluhefti fyrir kennara.

Verkefnabókin kostar 2000 krónur Kennsluheftið kostar 3850 krónur

Flokkar: Fermingarstarf

Jesús er vinur minn - leiðtogahefti og Verkefnabók

Fermingarhefti - vinnubók fyrir börn með þröskafrávik.
Höfundur Guðný Hallgrímsdóttir er prestur fatlaðra.
Hún gefur nánari upplýsingar um notkun efnisins.

útgáfuár 2000

Bókin kostar 2000 krónur

 

 

 

Flokkar: Fermingarstarf

Jesús maðurinn sem breytti sögunni

skrar/baekur/jesusmadurinn.jpg

Hvað vitum við um Jesú? ...hvernig var hann? ...hvernig voru vinir hans? ...hvers vegna flykktist fólk til að hlusta á hann? ... hvað kenndi hann? ...hvers vegna dó hann? Í þessari bók kynnumst við manninum sem breytti sögunni, landinu sem hann bjó í, fólkinu sem þekkti hann, störfum hans og óvinum hans. Í máli og myndum er greint frá lífi og starfi frelsarans. Hentar vel til kennslu í skólum og fermingarfræðslu.

Bókin kostar 1200 krónur

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Kristin trúfræði

skrar/baekur/kristintrufraedi.jpgFermingarkver Bókin kostar 1360 krónur

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Tímamót

skrar/baekur/timamot.jpg6 þættir sem henta sem ítarefni fyrir fermingarfræðslu. Eftir hverjum þætti fylgja spurningar ætlaðar fyrir hópastarf. Myndband (vhs) kostar 6500 krónur. DVD diskur kostar 7500 krónur.

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Efnisveita barnastarfs, fermingarstarfs, unglingastarfs


Skálholtsútgáfan hefur í samstarfi við Fræðslusvið biskupsstofu gefið út fræðsluefni fyrir margskonar kirkjustarf.

Nú er þetta efni að mestu komið inn á Efnisveitu sem kirkjustarfsfólk hefur aðgang að.

Nánar: Elín Elísabet Jóhannsdóttir á Fræðslusviði biskupsstofu.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Fermingarstarf

CON DIOS FERMINGAREFNI

skrar/Con Dios KAPA.jpg

Con Dios - Með Guði - er nýtt fermingarefni. Hvernig getur maður sagt sem best frá Guði sem er svo miklu stærri en við getum nokkru sinni skilið? Bókin fjallar um Guð, lífið og manneskjurnar út frá forsendum barna á fermingaraldri. Bókin er litrík og fallega myndskreytt og texti bókarnnar við hæfi unglinga. Henni fylgja kennsluleiðbeiningar og fjöldi verkefna.

Verð: Kr 2500.-

Flokkar: Fermingarstarf