Páskaefni - Jólaefni

Aðventudagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.

Aðventuverkefni fyrir Leikskóla. (hentar einnig yngri bekkjum í grunnskóla) Lestrar og myndir fyrir hvern virkan dag á aðventunni. Sum dagatölin eru í formi sögustunda, þá er textinn aftan á myndum til að sýna börnunum og sagan sögð um leið. Verkefni og spurningar til barnanna. Dagatölin eru:

1. Sagan um Jónas og leyndarmálið. Ýmis konar föndur. Kostar 1000 krónur
2. Sagan um lambið Stjörnu. Fingrabrúða fylgir. Kostar 1000 krónur.
3. Sagan um litla engilinn Gabríel. kostar 1000.
4. Heims um ból, engillinn Gabríel segir frá. kostar 1000 krónur.
5. Barnið í Betlehem. Flettimyndabók og verkefnahefti fylgja. Kostar 1000 krónur.
6. Músafjölskyldan í jólatrénu. (sögustund) kostar 1690 krónur.
7. Nóttin langa (sögustund). Kostar 1690 krónur.
8. Pabbi, er Guð svartur á nóttunni en hvítur á daginn? (sögustund. Kostar 1690 krónur.
9. Sagan af stóra pabba og litla pabba. kostar 1690 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur, Jólabækur

Dýrin fylgja Jesú

skrar/baekur/dyrin.jpg

Í bókinni eru smásögur sem rekja atburði dymbilviku og páska með augum dýranna. Með þeirra augum sjáum við atburðina í nýju ljósi. Þau fylgja Jesú eftir og segja frá óvæntum kynnum sínum af honum í aðstæðum sem okkur eru kunnar. Þessi kynni breyta lífi þeirra og þau sjá margt með nýjum hætti eins og lesandinn sjálfur þegar páskadagsmorgunn rennur upp. 70 bls. -

Bókin kostar 1.390 krónur.

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur af ýmsum toga

Efnisveita barnastarfs, fermingarstarfs, unglingastarfs


Skálholtsútgáfan hefur í samstarfi við Fræðslusvið biskupsstofu gefið út fræðsluefni fyrir margskonar kirkjustarf.

Nú er þetta efni að mestu komið inn á Efnisveitu sem kirkjustarfsfólk hefur aðgang að.

Nánar: Elín Elísabet Jóhannsdóttir á Fræðslusviði biskupsstofu.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Fermingarstarf

Föstu- og páskabókin

skrar/baekur/fostuogpaska.jpg

Í þessu kveri er að finna ýmislegt efni til notkunar um föstu, í dymbilviku og um páska. Má þar nefna píslasögu Krists út frá guðspjöllunum fjórum en einnig til flutnings fyrir leshópa. Litanían er hér í nýrri þýðungu, einnig form fyrir páskavöku og upprisufrásögnin til flutnings fyrir leshópa. Bókin hentar áhugasömum einstaklingum en einnig til notkunar í kirkjustarfi og við helgihald í kirkjunnar á föstu og páskum.

Bókin kostar 1400 krónur.

Flokkar: Hugleiðingabækur, Páskaefni - Jólaefni, Kristin trú

Helgileikir

Í þessari bók er að finna leiðbeiningar um notkun látlausra helgileikja við biblíutexta. Í þeim er ekkert tal, aðeins leikur, um leið og biblíutextinn er lesinn. Þeir eru hugsaðir sem hjálpartæki til skilnings á Orðinu. Þá má nota við guðsþjónustur eða á fundum í tengslum við hugleiðingu, en þeir eru enn betri sem fundarefni fyrir hópinn sjálfan, aðeins til að túlka textann fyrir hópinn og upplifa hann. Bókin kostar 500 krónur

Flokkar: Fræðsla, Páskaefni - Jólaefni

Páskafræðsluefni

skrar/baekur/paskaleikskola.jpg

Mörgum finnst vandasamt að koma boðskap páskanna á framfæri við börn á forskóla aldri. En páskaboðskapurinn er miðlægur í allri kristinni boðun og menningu og á því svo sannarlega heima í leikskólanum. Bæklingur þessi inniheldur fæðslu fyrir leikskólakennara um páskahátíðina og um það hvernig er gagnleg / best að kynna páskana fyrir forskólabörnum. Einnig eru föndurleiðbeiningar, sögur, söngvar og bænir ásam tillögum að sex samverum.

Bókin kostar 1500 krónur

 

Flokkar: Páskaefni - Jólaefni

Páskar - stórar bækur handa litlu fólki

PÁSKAR - SAGA PÁSKANNA VIÐ HÆFI BARNA.
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð 500,- pr. stk

Flokkar: Páskaefni - Jólaefni, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Páskasögur

skrar/baekur/paskasogur.jpgÞessi saga fjallar um lítinn fugl sem er óhemju forvitinn. Hann á heima rétt há Jerúsalem, í pálmatré, sem einn daginn er eyðilagt fyrir honum. Hann fer að grennslast fyrir um greinarnar sínar og hittir þá Jesú sem er að koma til borgarinnar á Pálmasunnudag. Litli fuglinn fyrlgir Jesú gegnum píslarsöguna allt til upprisu á páskum. Sagan er þrungin tilfinningum. Forvitni, stríðni, reiði, sorg og gleði. Upplagt er að vinna með þessar tilfinningar með börnunum um leið og sagan er lesin. Bókin kostar 250 krónur<

Flokkar: Fræðsla, Páskaefni - Jólaefni