Barna- og unglingastarf

GUÐ, Í ÞINNI HENDI

skrar/Guð, í þinni hendi-100.jpg

NÝ SÖNGBÓK FYRIR ÆSKULÝÐSSTARF KIRKJUNNAR ER KOMIN ÚT
Safnað hefur verið saman  í einkar fallega bók, 130 söngvum og sálmum sem hafa verið sungnir í æskulýðsstarfi kirkjunnar síðustu árin, sem og nýrri sálmum og söngvum víða að. Mikil vinna var lögð í lagaval þar sem lögð var áhersla á fjölbreytta söngva sem henta ungu fólki. Bókin er ætluð til notkunar í unglingastarfi kirkjunnar en nýtist fyrir mun breiðari aldurshóp við ólíkar aðstæður.Hverju lagi fylgja nótur og gítargrip sem er ætlað til að auðvelda þátttakendum í æskulýðsstarfinu að nota bókina og auka áhuga á tónlist og söng Þessi bók er unnin á vegum ÆSKR OG ÆSKÞ í samvinnu við söngmálastjóra. Það er von þeirra sem unnu að bókinni að hún eigi eftir að efla söng í æskulýðsstarfinu þar sem söngurinn er mikilvægur þáttur í helgihaldi æskulýðsstarfsins og góðir textar gott veganesti út í lífið.


Verð  kr. 2680,-

ef keypt eru 10 eintök eða fleiri kostar bókin kr. 2000,-.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Tónlistarbækur

Sálmabók barnanna

Sálmabók barnanna er ætluð til notkunar í barnastarfi kirkjunnar með börnum á aldrinum 2ja til 12 ára og við fjölskylduguðsþjónustuna. Bókinni er einnig ætlað að vera hjálpartæki í skólastarfi, jafnt í leikskóla sem í grunnskóla. Hún er einnig bæna- og söngbók heimilanna til hjálpar þegar hinir eldri gefa sér stund með hinum ungu til bænagjörðar og söngs. Sértilboð til kirkna.

Kr. 2.800,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Sálmabækur

Sálmabók barnanna

skrar/baekur/salmabokbarnanna.jpg

Ný útgáfa 2009
Þessi nýja söngbók hefur að geyma allt það besta sem samið hefur verið og sungið með börnum í áratugi, en einnig eru í bókinni fjölmargir nýlegir og nýir sálmar og lög, og hefur þar verið reynt að mæta þörfum yngstu barnanna sem og þeirra sem eldri eru.
Bætt hefur verið í bókina nýjum sálmum og söngvum í viðbæti, m.a. söngvum Hafdísar Huldar Þrastardóttur af geisladisknum Englar í ullarsokkum (sjá geisladiskar)
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður teiknaði kápu en myndskreytingar sálmanna eru eftir Kristínu Arngrímsdóttur. ISBN 9979-9464-8-2 -

Verð kr. 2800,- 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga, Sálmabækur

Efnisveita barnastarfs, fermingarstarfs, unglingastarfs


Skálholtsútgáfan hefur í samstarfi við Fræðslusvið biskupsstofu gefið út fræðsluefni fyrir margskonar kirkjustarf.

Nú er þetta efni að mestu komið inn á Efnisveitu sem kirkjustarfsfólk hefur aðgang að.

Nánar: Elín Elísabet Jóhannsdóttir á Fræðslusviði biskupsstofu.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Fermingarstarf

Spekisögur frá ýmsum löndum

Fimmtán spekisögur sem hjálpa okkur að læra hvert af öðru og búa til betri heim, friðsælan og réttlátan.
Bók um speki og visku hana börnum og fullorðnum.
Sögurnar eru frá Gana, Jamaíka, Galíleu, Grikklandi, Arabíu, Indlandi, Ítalíu, Afganistan, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Rússlandi.

Ríkulega myndskreytt bók.

Verð kr. 1890,-

Tilboð kr. 990,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Flettimyndabiblíur fyrir barnastarf kirkjunnar

FLETTIMYNDABIBLÍUR

Græna flettimyndabiblían haust 2007/vor 2008   kr. 15.850,-
Bláa fletti(mynda)biblían - vorönn 2007    kr. 11.850,-
Bleika flettibiblían -  haustönn 2006    kr. 11.850,-
Jólaflettibiblían  - aðventa 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían vor 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían haust 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían vor 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían haust 2004  kr. 8900,-
Flettimyndabók sögustund 2003, haust.  Kr. 8900,-
Sögustund 1, 2 og 3 – 3 bækur  pr. stk. Kr. 8900,-
Hver er Jesús I og II – 2 bækur pr.stk.kr.  Kr. 8900,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Dagar með Markúsi

skrar/baekur/dagarmedmarkusi.jpg

Siggi, stóri bróðir Önnu á að fermast. Í fermingarfræðslunni lesa fermingarbörnin Markúsarguðspjall. Anna vill gjarnan fylgjast með og þess vegna les Siggi guðspjallið upphátt fyrir hana. Við fylgjumst með systkinunum þá mánuði sem Markúsarguðspjall er lesið. Þetta er spennandi tími og margar spuningar vakna hjá þeim eins og t.d. hvað merkir það að elska náungann? Og hvers vegna höldum við páska?

Bókin kostar 1990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Tiu boðorð Guðs

skrar/baekur/tiubodord.jpg

Tíu boðorð Guðs - leiðsögn á vegi lífsins.

Speki Biblíunnar er sígild leiðsögn á vegi lífsins handa öllum.
Bókin kostar 990 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

LITLA BÓKIN UM BÆNINA

skrar/baekur/LB_baen.jpg

Lítil bók sem fjallar um bænir og bænalíf. Góður stuðningur fyrir þau sem vilja biðja með börnum og ræða um bænir við börn. Bók sem leggur hornstein að hollu bænalífi barna.
Fallega myndskreytt bók.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

LITLA BÓKIN UM BIBLÍUNA

skrar/baekur/LB_bib.jpg

Lítil bók um stóra bók. Í henni er sagt frá tilurð Biblíunnar á einfaldan og skýran hátt svo börnin skilja. Svarar mörgum spurningum sem brenna á börnum þegar rætt er um Biblíuna og þýðingu hennar fyrir trúarlífið.

Verð kr. 990.- 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

LITLA BÓKIN UM GUÐ

skrar/baekur/LBgud.jpg

Lítil bók handa yngri börnum sem geymir vangaveltur um Guð. Segir frá Guði skaparanum og kærleika hans. Bók sem lagt getur grunn að samtali barna og fullorðinna um Guð.

Þessi bók hefur vakið mikla athygli.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

LITLA BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/LB_jesu.jpg

Lítil bók sem geymir mikinn fróðleik handa yngri börnum. Saga Jesú rakin á einfaldan og auðskilin hátt. Saga sem vekur margar spurningar og kallar á mörg svör.

Tilvalin til að lesa fyrir börn.
Fallega myndskreytt bók.
Verð kr. 990,-

 

 

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

Nananabúbú - Sagan af Malla montrass og Lotta Skotta og frekjudósirnar

skrar/baekur/malliMontrass.jpg

Bækurnar um Malla montrass og Lottu skottu og frekjudósirnar eru komnar út

Malli montrass er montnasta vera í öllum heiminum! Hann á montprik sem hann sveiflar til og frá. Töfrar montpriksins hafa þau áhrif á fólk að það fer að keppast við að monta sig.

Hér koma nokkur dæmi:,,Mamma mín er miklu fljótari að hlaupa en mamma þín!” ,,Ég er búinn að fara 300 sinnum til útlanda! En þú?”,,Veistu þetta ekki? Ég veit allt!” ,,Ég er sko búin að missa fimm tennur!”

En dag nokkurn gerast undur og stórmerki!

Í gegnum söguna hans Malla átta börnin sig smátt á smátt á því hvað hegðun eins og mont er óþægileg og hvað það er miklu skemmtilegra og vingjarnlegra að hrósa öðrum.

lottaskottaLotta skotta finnur tvær frekjudósir og setur þær í töskuna sína. Því hefði hún betur átt að sleppa því frekjudósir hafa skelfileg áhrif á hvern þann sem þær koma nálægt. Þær fylla fólk af hræðilegri frekju. Hér koma nokkur dæmi:,,Ef ég fæ ekki það sem ég vil GRENJA ÉG BARA ÞANGAÐ TIL ÉG FÆ ÞAÐ!” ,,Ég hjálpa ekki til á heimilinu nema ég fái GULL í staðinn!” ,,Ég ÆTLA að láta mömmu GEFA MÉR TÖLVU!” ,,Mér er alveg sama hvað þú segir- ég ætla samt!!!

Pabbi og mamma hennar Lottu skottu átta sig fljótt á því hvað er í gangi og þegar Lotta fær öflugt frekjukast úti í búð, taka þau til sinna ráða!

Bækurnar um Malla montrass og Lottu skottu og frekjudósirnar eru fjörlegar og fyndnar og ómissandi hjálparhellur í barnauppeldinu! Þær hjálpa börnum á léttan og spaugilegan hátt að breyta viðhorfum sínum til hegðunar.

Bækurnar henta 3-10 ára börnum en eru einnig holl lesning foreldrum og börnum á öllum aldri.

Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, gefur bækurnar út.

Sögurnar eru eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur en myndir og hönnun eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Hvor bók fyrir sig kostar kr. 1690 og fást þær í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum.

Tilboð. 900,-

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Matti hugsar málin

skrar/baekur/matti.jpg

Bókin geymir stuttar og lifandi frásagnir úr lífi ellefu ára stráks sem heitir Matti. Það er margt sem drífur á daga hans og hann glímir við ýmislegt. Margar spurningar vakna hjá honum um lífið og tilveruna og hvann leitar svara við þeim. Matti hugsar málin er kjörni bók fyrir 8-12 ára börn í kirkjustarfi svo og yngri bekki grunnskólans. Bók sem hægt er að nota í umræðum um mörg mál sem börn velta fyrir sér.

Bókin kostar 1990 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Dýrin fylgja Jesú

skrar/baekur/dyrin.jpg

Í bókinni eru smásögur sem rekja atburði dymbilviku og páska með augum dýranna. Með þeirra augum sjáum við atburðina í nýju ljósi. Þau fylgja Jesú eftir og segja frá óvæntum kynnum sínum af honum í aðstæðum sem okkur eru kunnar. Þessi kynni breyta lífi þeirra og þau sjá margt með nýjum hætti eins og lesandinn sjálfur þegar páskadagsmorgunn rennur upp. 70 bls. -

Bókin kostar 1.390 krónur.

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur af ýmsum toga

Handbók fyrir 10-12 ára starf

skrar/baekur/handbok10122.jpgSamverur, sögur, leikir, föndur, verkefni, táknmál og fleira. Hér er safnað saman í gormabók miklu magni af efni sem notað hefur verið í æskulýðsstarfi með góðum árangri. Þessa bók þurfa allir söfnuðir að eiga til að styðja þá sem halda uppi barnastarfi í söfnuðinum. Bókin kostar 1800 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Handbók fyrir æskulýðsstarf

skrar/baekur/handbokaeska.jpg

Þemafundir, söngleikir, sögur, æskulýðsdagsefni, leikir, söngvar og helgileikir. Hér er safnað saman í gormabók miklu magni af efni sem notað hefur verið í æskulýðs og unglingastarfi með góðum árangri. Þessa bók þurfa allir söfnuðir að eiga og allir sem eru að fást við unglingastarf.

Bókin kostar 1800 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Leikir og létt gaman

skrar/baekur/leikiroglett.jpg

Í starfi með börnum og unglingum eru leikir mikilvægur þáttur í hópefli og kennslu. Í nútíma þjóðfélagi sem einkennist af hópeflingu og kennslu. Í nútíma þjóðfélagi sem einkennist af hraða og mötun efnis er því enn nauðsynlegra að kenna börnum, unglingum og uppalendum leiki. Í þessari leikjabók er fjöldinn allur af leikjum sem hægt er að nota í starfi með börnum, hvort sem það er í barna- og æskulýðsstarfi, á heimilum, í skóla eða hvar sem leikir geta stytt stundir barna. Leikirnir henta fyrir 6-16 ára börn.

Bókin kostar 1980 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Lifandi leikur

skrar/baekur/lifandileikur.jpg

Bókin lifandi leikur er safn tuttugu leikþátta handa börnum og unglingum. Þættirnir byggja flestir á frásögnum úr Nýja testamentinu og tveir þeirra eiga rætur sínar í Gamla testamentinu. Þá eru fjórir leikþættir sem henta vel til flutnings á aðventunni. Bókin er tilvalin fyrir alla þá sem eru að fást við kristinfræðikennslu, kennara og presta, og nýtist því vel í kennslu og æskulýðsstarfi kirkjunnar.

Kr. 2.980,-

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Hvar í veröldinni - spil

Hvar í veröldinni?!

Spil um stelpur og stráka í ríkum löndum og fátækum.

Um hvað snýst spilið?

Spilið gengur út á það sem getur hent fólk á lífsleiðinni.  Það er bæði misjafnt eftir því hvar folk býr!  Leikmenn þurfa að leggja á minnið hvað kemur fyrir þá, frá því þeir eru litlir í upphafi leiks og þangað til þeir eru um tvítugt (ef allt gengur vel!) í lok leiks.  Þeir verða líka að geta sagt öðrum frá því og borið hlutskipti sitt saman við annarra.  Hvað kemur í ljós?

Verð kr. 2.500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf

Stund í snatri

skrar/baekur/stundisnatri.jpg

Hnefafylli af trú, slatti af kærleika. Hlutbundin kennsla fyrir 5-14 ára börn. Bókin skiptist í átta hluta. Hver hluti inniheldur 10-22 tilbúnar stundir fyrir börn og unglinga.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Jesús maðurinn sem breytti sögunni

skrar/baekur/jesusmadurinn.jpg

Hvað vitum við um Jesú? ...hvernig var hann? ...hvernig voru vinir hans? ...hvers vegna flykktist fólk til að hlusta á hann? ... hvað kenndi hann? ...hvers vegna dó hann? Í þessari bók kynnumst við manninum sem breytti sögunni, landinu sem hann bjó í, fólkinu sem þekkti hann, störfum hans og óvinum hans. Í máli og myndum er greint frá lífi og starfi frelsarans. Hentar vel til kennslu í skólum og fermingarfræðslu.

Bókin kostar 1200 krónur

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Í fótspor Jesú - verkefnabók fylgir

skrar/ fótspor Jesú-100.jpg

Í fótspor Jesú er bók sem a erindi við alla kristna menn. Bókin er prýdd einstökum litmyndum sem gera kunnustu sögur Jesú ljóslifandi í hugum lesenda. Myndirnar sýna fjölmarga staði í landinu helga, einstakt landslag og auk þess ýmsa hluti sem Jesús hefur eflaust sjálfur séð á sínum tíma. Höfundurinn, Henry Wansbrough, er heimskunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekking hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum.

Verkefnabók til ljósritunar er fáanleg í Kirkjuhúsinu.
Hægt að nota í fermingarstarfi.

Verð kr. 1200,-

Flokkar: Biblíufræðsla, Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Leiðin til Leikheima

skrar/baekur/leidin_til_leikheima.jpg

Leiðin til Leikheima er ný barnabók eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, sem Skálholtsútgáfan gefur út. Leikheimar eru dásamleg veröld sem eingöngu börn geta fundið. Þeir eru jafnstórir og hugmyndaflugið og ímyndunaraflið samanlagt. Tvíburarnir Bíbí og Bassi komast þangað og taka þátt í ótrúlegum atburðum þegar vandræðaunglingarnir Fúli, Vitsi vondi og Gratis glæpafingur villast til Leikheima. Bókin hefur tvö upphöf, annað segir söguna frá sjónarhóli tvíburanna en sé bókinni snúið við má lesa sömu sögu, sagða af þeim kumpánum Fúla, Vitsa vonda og Gratis glæpafingri.

Verð 2340 krónur

Tilboð 600 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Stórar bækur handa litlu fólki - Þegar Jesús fæddist og Venslás konungur

Það er spennandi að lesa stóra bók með fallegum myndum.

Þegar Jesús fæddist – jólahelgileikurinn

Flest börn upplifa það að jólahelgileikur er settur á svið í leikskólanum eða skólanum. Þessi saga segir frá lítilli stúlku sem hefur fengið hlutverk í jólahelgileiknum í skólanum sínum. Hún og vinir hennar leggja sig fram um að gera allt sem best og er einlægni þeirra og fagnaðarboðskapur jólanna nánast áþreifanleg.
Jafnvel þótt það gangi ekki allt eins og til stóð þá verða misfellur í leik barnanna aðeins til að benda enn sterkar á eilífan kærleiksboðskap jólanna.

Venslás konungur
Bókin segir hugljúfa sögu um Venslás konung og lítinn dreng. Þeir ganga fram í kærleiksanda jólanna. Og ekki sakar að lítið kraftaverk fylgir með!

Stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Þær fást í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í öllum helstu bókaverslunum.
Verð kr. 1890.-   Tilboð kr. 500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur

Miskunnsami samverjinn - stórar bækur handa litlu fólki

MISKUNNSAMI SAMVERJINN  - DÆMISAGA UM KÆRLEIKA ÚR BIBLÍUNNI
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð kr. 500,-pr. stk

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

ENGLAR Í ULLARSOKKUM geisladiskur með Hafdísi Huld

skrar/baekur/englariullarsokkum.jpg

Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarmaður og hópur barna flytja tíu frumsamin lög á þessum geisladiski sem hún og Alisdair Wright hafa samið fyrir börn á öllum aldri. Diskurinn kemur út 21. nóvember n.k. Hafdís Huld er vel þekkt sem tónlistarmaður en geisladiskur hennar Dirty Paper Cup hefur fengið afar góðar viðtökur í Evrópu. Nú snýr hún sér að börnum og semur lög sem allir geta sungið með.

Í textunum fjallar Hafdís Huld um lífið og tilveruna, Guð, róló, engla og ullarsokka, um öryggi barnæskunnar; pabba og mömmu, bænir, mjólkurglas og brauð með osti. Grunnstefið er þakklæti, vinátta og jákvæð hugsun. Textar Hafdísar eru hugmyndaríkir, vinalegir, einlægir, í þeim segir hún sögur, m.a. um Nóa og Móse. Diskurinn er þannig upp byggður að á fyrrihluta hans má heyra lögin sungin af Hafdísi og barnahóp, en á seinni hluta hans er eingöngu undirspilið þannig að litlir söngvarar geta spreytt sig á að syngja laglínuna t.d. í karíókí. Þess má geta að lög Hafdísar Huldar hafa verið kennd í sunnudagaskólum í kirkjum landsins nú í haust, en Hafdís Huld hefur verið sunnudagaskólakennari hjá íslenska söfnuðinum í London um nokkurt skeið, auk þess að vera skapandi tónlistarmaður í námi og við störf þar í borg.

Tilboð kr. 1.990.-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Geisladiskar

Barnaefni fyrir sunnudagaskóla

Ár hvert gefur Skálholtsútgáfan - í samvinnu við Fræðslusvið Biskupsstofu - út barnaefni fyrir sunnudagaskóla og eldribarna starf kirkjunnar.

Nánari upplýsingar á barnatru.is

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Aðventudagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.

Aðventuverkefni fyrir Leikskóla. (hentar einnig yngri bekkjum í grunnskóla) Lestrar og myndir fyrir hvern virkan dag á aðventunni. Sum dagatölin eru í formi sögustunda, þá er textinn aftan á myndum til að sýna börnunum og sagan sögð um leið. Verkefni og spurningar til barnanna. Dagatölin eru:

1. Sagan um Jónas og leyndarmálið. Ýmis konar föndur. Kostar 1000 krónur
2. Sagan um lambið Stjörnu. Fingrabrúða fylgir. Kostar 1000 krónur.
3. Sagan um litla engilinn Gabríel. kostar 1000.
4. Heims um ból, engillinn Gabríel segir frá. kostar 1000 krónur.
5. Barnið í Betlehem. Flettimyndabók og verkefnahefti fylgja. Kostar 1000 krónur.
6. Músafjölskyldan í jólatrénu. (sögustund) kostar 1690 krónur.
7. Nóttin langa (sögustund). Kostar 1690 krónur.
8. Pabbi, er Guð svartur á nóttunni en hvítur á daginn? (sögustund. Kostar 1690 krónur.
9. Sagan af stóra pabba og litla pabba. kostar 1690 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur, Jólabækur

Klippt og skorið

skrar/baekur/klipptogskorid.jpg

Að föndra er skapandi iðja þar sem hugur og hönd vinna saman. Í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar er föndur mikið notað og föndurvinna spunnin inn í annað efni, hugleiðingar, frásagnir, biblíusögur og söngva. 31 föndurverkefni eru í bókinni og fylgir flestum þeirra stutt hugleiðing út frá ákveðnum textum í Biblíunni. Hentar vel fyrir samverur með börnum á aldrinum 2ja til 12 ára. Hentar einnig í leikskólastarfi og í yngri bekkjum grunnskóla.

Bókin kostar 2500 krónur

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Fjórtán jólasögur

skrar/baekur/fjortanjolasogur.jpg

Jólasögurnar í þessari bók bregða upp myndum úr ýmsum áttum, sumt er kunnuglegt og annað dularfullt og framandi, aðrar reyna kröftuglega á ímyndurnarafl okkar. Hver saga í bókinni dregur fram nýjar og gamlar hliðar á jólunum, gleði þeirra og alvöru. Sögurnar veita innsýn í heim barna og unglinga og vekja upp ýmsar spurningar um líðan þeirra og hugsunarhátt en umfram allt sýna sögurnar mikilvægi þess að vera með börnum og unglingum, sýna þeim einlægni og treysta þeim.

Bókin kostar 1.780 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur