Börn og foreldrar

DVD DAGINN Í DAG - SUNNUDAGASKÓLINN HEIM

skrar/daginn í dag_cover.jpg

Á disknum eru fjórir vandaðir þættir sem miðla sígildum boðskap kristinnar trúar á nýjan og ferskan hátt.
Hafdís og Klemmi eru hugmyndaríkir og framtakssamir krakkar sem láta hendur standa fram úr ermum og eru sífellt að lenda í ævintýrum.
Þau halda kökubasar, afmælisveislu, safna servéttum og lenda meðal annars  í stórum vandræðum í talstöðvaleik.
Áður en þau halda í sunnudagaskólann horfa þau á  brúðuþáttinn “Nebbnilega” sem tekur óvænta stefnu.Tuttugu sunnudagaskólalög og barnasálmar og  fjórar dæmisögur Jesú sagðar á skemmtilegan máta og kallast á við fjörleg ævintýri Hafdísar og Klemma.Hröð og spennandi atburðarrás, gaman og gleði í bland við uppbyggilegt veganesti.

fæst í verslunum um allt land og í Kirkjuhúsinu sími 5284200

Verð kr. 2490,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Börn og sorg

skrar/baekur/bornsorg.jpg

Þessi bók er tluð þeim sem annast börn og unglinga, hvort sem það er á heimili eða í skóla. Hún er æluð bæði þeim sem er trúað fyrir börnum og unglingum sem syrgja sem og þeim sem vilja búa sig undir að ræða við þau um dauðann. Spurningar barna um dauðann eru oft þær sömu og við fullorðna fólkið erum að glíma við, þót skilningur þeirra sé annar. Þegar fullorðna fókið verður öryggislaust og hikandi frammi fyrir áleitnum og einlægum spurningum barna um dauðann og frammi fyrir sorg þeirra, kann það fyrst og fremst að endurspegla okkar eigin ótta og hálparleysi. Ef til vill höfum við sjálf hlíft okkur við það að glíma við þessa áleitnu og mikilvægu spurningar eftir að við komumst til vits og ára. Það er því mikilvægt fyrir þá sem annast börn að skoða eigin huga, rifja upp eigin reynslu, gera sér grein fyrir tilfinningum og afstöðu sinni til dauðans.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Sumarlandið

skrar/baekur/sumarlandid.jpg

Fyrir nokkrum árum misstu ung hjón fimm ára gamla dóttur sína af slysförum. Þau leituðu til vinar síns, prestsins og rithöfundarins Eyvind Skeie og báðu hann að skrifa eitthvað sem gæti orðið þeim og börnum þeirra til huggunar. Um þetta segir höfundurinn í formála bókarinnar: Dauði barns er tilefni þess að ég skrifaði þessa frásögn. Dauðinn veldur okkur alltaf sársauka. Að missa barn af slysförum eða á sóttarsæng, er meðal þess erfiðasta sem mætir okkur. Við þurfum á allri okkar von og öllum okkar mætti að halda til að ljúka göngunni á veg sorgarinnar. Frásagan um Sumarlandið getur ef til vill orðið einhverjum til hjálpar við að hefja gönguna á vegi sorgarinnar. Myndirnar í bókinni eru gerðar af föður stúlkunnar, Anders Færvag.

Bókin kostar 1790 krónur

Flokkar: Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Elli og skilnaðurinn

skrar/baekur/elli.jpg

Bókin um Ella og skilnaðinn er sprottin upp af áralangri vinnu með börn sem ganga í gegnum margvíslega erfiðleika í lífinu t.d. skilnað. Myndir bókarinnar eru lifandi og sterkar og hún er lærdómsrík fyrir börn og fullorðna. Bókin getur verið fyrst skref í samtali barna og fullorðinna um mál sem er sársaukafullt og nauðsynlegt að tala um. Höfundur textans er sálfræðingur og sérfræðingur í fjölskyldumálum. Hún hefur áratuga reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum. Elli fíll er sex ára gamall. Hann á heima í gulu húsi ásamt systur sinni og mömmu og pabba. Mamma hans og pabbi segja honum dag einn að þau ætli ekki að búa saman lengur. Eli og systir hans vilja ekki trúa þessu og botna ekkert í því hvers vegna mamma og pabbi �

Tilboð 900,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Börn og skilnaður

skrar/baekur/skilnadur.jpgÍ bókinni er fjallað stuttlega um stöðu fjölskyldunnar í nútíma samfélagi og fjölgun skilnaða. Farið er í gegnum skilnaðarferlið og fjallað er um tilfinningaleg viðbrögð barna við skilnaði foreldra sinna. Farið er yfir atriði sem gott er fyrir foreldra að hafa í huga við skilnað svo skilnaðurinn megi fara sem best fram gagnvart börnunum. Einnig er fjallað um helstu áhersluatriði við stofnun nýrrar fjölskyldu eða stjúpfjölskyldu. Bókin kostar 2690 krónur
Tilboð 900,-

Flokkar: Fræðsla, Börn og foreldrar

Börn og trú

skrar/baekur/bornogtru.jpg

Þessi bók er hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni er viðfangsefnið skoðað frá ólíkum sjónarhornum. Spurt er hvað uppeldi sé og rætt um tengsl mannskilnings og uppeldis. Þá er spurt hvers eðlis trúhneigðin sé og ræddar kenningar sálfræðinga um rætur guðsmyndarinnar og um trúarþroska. Einnig veltir höfundur fyrir sér tengslum trúar og siðgæðis og kynnir kenningar um siðgæðisþroska og siðgæðisuppeldi. Ennfremur er rætt allítarlega um trúarlegt uppeldi og trúfræðslu á heimilum og í kirkjum og hlutverk leikskóla og grunnskóla í trúarlegu uppeldi og fræðslu. Þá er sérstakur kafli um guðlaust uppeldi. ISBN 9979-765-25-9 -

Bókin kostar 2.680 krónur.

 

 

 

 

 

Flokkar: Börn og foreldrar

Barn á þroskabraut

skrar/baekur/barnatroska.jpgHvernig á að ala upp börn í dag? Hvert er hlutverk mitt sem foreldris? Bók þessi er hjálp fyrir foreldra að rækja foreldrahlutverk sitt. Uppeldi barna og unglinga í dag er erfitt og krefjandi starf en um leið ákaflega mikilvægt og gefandi. Í bókinni er reynt að draga fram það helsta sem mætir foreldrum og uppalendum á fyrstu árum barnsins, frá fæðngu til 6 ára aldurs. Bókin skiptist í 21 kafla. Bókin kostar 1500 krónur
Tilboð 500,-

Flokkar: Fræðsla, Börn og foreldrar

Börn skrifa Guði

skrar/baekur/born_skrifa_gudi.jpg

Bréfin í bókinni endurspegla heim barna, óskir þeirra, hugsanir og þrár. Þau sýna einlæga trú þeirra og vonir, draga fram efa þeirra og koma spurningum þeirra á framfæri. Sum eru alvörufull og önnur eru glettnisleg, jafnvel svo að lesandi skellir upp úr! Litprentuð bók. ISBN: 9979-765-39-9 -

Verð 1.390 krónur.

Tilboð. 500,-

 

 

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

LÍFIÐ ER GJÖF - hugmyndabanki að uppbyggilegum samverustundum fjölskyldunnar

skrar/Lífið er gjöf-100.jpg

Heimilislífið er dýrmæt gjöf. Hver dagur er einstakur og þess virði að njóta hans eins og hægt er. Samverustundir fjölskyldunnar í frítíma eru mikilvægar. Stundum er nóg að vera til staðar fyrir börnin, sundum er gott að gera eitt og annað saman. Þessi bók er hugmyndabanki fyrir góðar samverustundir foreldra og barna. Þær þurfa ekki að kosta neitt! Borðbænateningur með 6 mismunandi borðbænum á.


Verð kr. 490,-

Borðbænateningur:

Verð kr. 1990,- þá fylgir bókin með!

Flokkar: Börn og foreldrar, Bænateningur

Til foreldra fermingarbarna

skrar/Til foreldra fermingarbarna-100.jpg

Við upphaf fermingarstarfs hefst fermingarfræðsla safnaðarins með væntanlegu fermingarbarni og foreldrum þess. Texti þessa bæklings er gott framlag í fræðslukvöld með foreldrum fermingarbarna eða til að afhenda í fyrstu guðsþjónustu með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Hægt er að fá tillögu að framkvæmd foreldrasamstarfs hjá Skálholtsútgáfunni, sími 5284200

Þessi bók fá foreldrar í hendur en efni hennar er eftirfarandi:SAMSTARF KIRKJU OG HEIMILIS – SAMSTARF LYKILORÐ
UNGLINGURINN Á FERMINGARALDRI
- UNGLINGSÁRIN
- SAMSKIPTI
- SKÝRAR REGLUR
- GÆÐASTUNDIR
MEGININNIHALD OG MARKMIÐ FERMINGARFRÆÐSLUNNAR
- HELSTU ÞÆTTIR FRÆÐSLUNNAR
- ÞÁTTUR FORELDRA Í FERMINGARUNDIRBÚNINGNUM
HAGNÝT RÁÐ TIL UNDIRBÚNINGS
- UNDIRBÚNINGUR FYRIR FERMINGARDAGINN
- UNDIRBÚNINGUR FYRIR FERMINGARATHÖFNINA
- ANNAÐ

Verð kr. 595,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Fermingarstarf, Kirkjufræðsla

HVAÐ Í VERÖLDINNI GERIR MAÐUR ÞEGAR EINHVER DEYR?

skrar/Kapanforsida-100.jpg

Eitt það erfiðasta sem getur komið fyrir er þegar einhver sem þér þykir vænt um deyr. Allur heimurinn umturnast.
Hvað í veröldinni gerir maður?
Trevor Romain veit það því hann reyndi það á sjálfum sér þegar pabbi hans dó. Þessi bók getur hjálpað þér í gegnum erfiðan tíma. Á einfaldan og heiðarlegan hátt svarar Trevor spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér:  „Af hverju þarf fólk að deyja?“  „Var þetta mér að kenna?“ „Hvað verður um líkama þess sem dó?“ „Hvernig get ég kvatt?“    Hann lýsir öllum þessum yfirþyrmandi og ruglingslegu tilfinningum sem þú gætir verið að upplifa og stingur upp á leiðum sem geta hjálpað þér til að líða betur.
Lestu það sem Trevor hefur við þig að segja. Skoðaðu myndirnar hans. Hann skilur hvað þú ert að ganga í gegn um og hann getur hjálpað.
Trevor Romain hefur skrifað og myndskreytt meira en þrjátíu barna- og unglingabækur,  meðal annars bækurnar „How to Do Homework Without Throwing Up (Að sinna heimanáminu án þess að gubba)“  „Bullies Are a Pain in the Brain (Hrekkjusvín eru svínslega svekkjandi)“ og  „Cliques, Phonies & Other Baloney (Klíkur, kjánar og annað kjaftæði)“

Verð kr. 1280,-

Tilboð kr. 990,-

 

Flokkar: Spurningar lífsins, Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

DAGINN Í DAG 3 ER KOMINN Í KIRKJUHÚSIÐ, FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!

skrar/Daginn í dag 3-100.jpg

Ánægjulegar fréttir fyrir aðdáendur Hafdísar og Klemma! Nú líður að útgáfu þriðju seríu af Daginn í dag á dvd. Hafdís og Klemmi halda áfram að lenda í skemmtilegum ævintýrum ásamt vinum sínum Haffa og Mæju.
Við sögu kemur sunnudagaskólinn, brúðuþátturinn Nebbnilega, eldriborgararnir Benni og Ragga sem eiga fullt í fangi með að passa undrabarnið Haha og hinn (heims)frægi fréttamaður, Nebbi.
Hafdís og Klemmi velta mörgum hlutum fyrir sér, til dæmis hvað það merkir að fyrirgefa og hversvegna við eigum að deila með öðrum af gæðum okkar.
Þrjár af dæmisögum Jesú eru færðar til nútímans og kallast á við ævintýri Hafdísar, Klemma og vina þeirra. Hópur barna syngur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali.  Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur og syngur einn sálm á táknmáli. Hér eru þrír hálftíma langir þættir sem eru góð fjölskylduskemmtun en henta einkum 3-9 ára börnum, en aðdáendur þáttanna eru þó bæði eldri og yngri en það!

Verð 2590,-

Tilboð 1500,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Annað tónlistarefni