Fræðsla

Helgileikir

Í þessari bók er að finna leiðbeiningar um notkun látlausra helgileikja við biblíutexta. Í þeim er ekkert tal, aðeins leikur, um leið og biblíutextinn er lesinn. Þeir eru hugsaðir sem hjálpartæki til skilnings á Orðinu. Þá má nota við guðsþjónustur eða á fundum í tengslum við hugleiðingu, en þeir eru enn betri sem fundarefni fyrir hópinn sjálfan, aðeins til að túlka textann fyrir hópinn og upplifa hann. Bókin kostar 500 krónur

Flokkar: Fræðsla, Páskaefni - Jólaefni

Líf með Jesú

skrar/baekur/lifmedjesu.jpgFermingarkver. Hægt er að fá kennsluleiðbeiningar með bókinni sem nýtist vel við kennslu bókarinnar. Verkefnablöð sem hægt er að ljósrita fyrir fermingarbörnin, Biblíuverkefni frá Biblíufélaginu, fræðsluefni frá Kristniboðasambandinu og frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Bókin kostar 2400
krónur. Kennsluleiðbeiningar kosta Kr. 2.400 krónur

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Að kveðja í síðasta sinn

skrar/baekur/ad_kvedja_i_sidasta_sinn.jpg

Þessi bók fjallar um að kveðja þá sem okkur þykir vænst um. Oft er það auðvelt en stundum líka erfitt. Þessi bók hjálpar okkur til að halda í vonina þegar við kveðjum fólk í síðasta sinn. Bók til að lesa fyrir börn. Höfundur: Lois Rock – Myndskreytingar: Sheila Moxley 32 bls Isbn 9979-792-04-3

Verð kr. 1490,-

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð, Barnabækur af ýmsum toga

GUÐ, Í ÞINNI HENDI

skrar/Guð, í þinni hendi-100.jpg

NÝ SÖNGBÓK FYRIR ÆSKULÝÐSSTARF KIRKJUNNAR ER KOMIN ÚT
Safnað hefur verið saman  í einkar fallega bók, 130 söngvum og sálmum sem hafa verið sungnir í æskulýðsstarfi kirkjunnar síðustu árin, sem og nýrri sálmum og söngvum víða að. Mikil vinna var lögð í lagaval þar sem lögð var áhersla á fjölbreytta söngva sem henta ungu fólki. Bókin er ætluð til notkunar í unglingastarfi kirkjunnar en nýtist fyrir mun breiðari aldurshóp við ólíkar aðstæður.Hverju lagi fylgja nótur og gítargrip sem er ætlað til að auðvelda þátttakendum í æskulýðsstarfinu að nota bókina og auka áhuga á tónlist og söng Þessi bók er unnin á vegum ÆSKR OG ÆSKÞ í samvinnu við söngmálastjóra. Það er von þeirra sem unnu að bókinni að hún eigi eftir að efla söng í æskulýðsstarfinu þar sem söngurinn er mikilvægur þáttur í helgihaldi æskulýðsstarfsins og góðir textar gott veganesti út í lífið.


Verð  kr. 2680,-

ef keypt eru 10 eintök eða fleiri kostar bókin kr. 2000,-.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Tónlistarbækur

Bænir fyrir tólf sporin - andlegt ferðalag

skrar/Bænir fyrir Tólf sporin-100.jpg

Hér er að finna leiðsögn sem er andlega hvetjandi og byggir á tilvitnunum í Biblíuna og innsæi Tólf sporanna. 100 bænir af ýmsum toga er hér að finna.

Hún kemur  að góðu gagni ein og sér eða sem ítarefni við bókina
Tólf sporin - Andlegt ferðalag. (sjá nánar á heimasíðu vinir í bata og á kirkjan.is)

Verð kr. 1990,-

Flokkar: Tólf sporin andlegt ferðalag

DVD DAGINN Í DAG - SUNNUDAGASKÓLINN HEIM

skrar/daginn í dag_cover.jpg

Á disknum eru fjórir vandaðir þættir sem miðla sígildum boðskap kristinnar trúar á nýjan og ferskan hátt.
Hafdís og Klemmi eru hugmyndaríkir og framtakssamir krakkar sem láta hendur standa fram úr ermum og eru sífellt að lenda í ævintýrum.
Þau halda kökubasar, afmælisveislu, safna servéttum og lenda meðal annars  í stórum vandræðum í talstöðvaleik.
Áður en þau halda í sunnudagaskólann horfa þau á  brúðuþáttinn “Nebbnilega” sem tekur óvænta stefnu.Tuttugu sunnudagaskólalög og barnasálmar og  fjórar dæmisögur Jesú sagðar á skemmtilegan máta og kallast á við fjörleg ævintýri Hafdísar og Klemma.Hröð og spennandi atburðarrás, gaman og gleði í bland við uppbyggilegt veganesti.

fæst í verslunum um allt land og í Kirkjuhúsinu sími 5284200

Verð kr. 2490,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Við tvö

skrar/baekur/vidtvo.jpg

Í umróti samtímans reynir á hjónabandið og sambúð. Í þessari bók er bent á leiðir til að standa vörð um hjónabandið og heimilislífið allt. Leiðarljós bókarinnar er heilbrigð samkennd tveggja sjálfstæðra einstaklinga, en hún skapar grunn að farsælu fjölskyldulífi. Í bókinni er fjallað um málefni kynjanna, væntingar þeirra til hjónabandsins, um tálsýnir þegar stofnað er til sambúðar eða hjónabands, um tjáskipti og tengsl og hvernig æskuárin geta mótað sambúðina. Bent er á leiðir fyrir fólk til að þróa samband sitt í átt til hamingjuríkara lífs.

Bókin kostar 1490 krónur

Flokkar: Hjónaband og sambúð

Sálmabók barnanna

Sálmabók barnanna er ætluð til notkunar í barnastarfi kirkjunnar með börnum á aldrinum 2ja til 12 ára og við fjölskylduguðsþjónustuna. Bókinni er einnig ætlað að vera hjálpartæki í skólastarfi, jafnt í leikskóla sem í grunnskóla. Hún er einnig bæna- og söngbók heimilanna til hjálpar þegar hinir eldri gefa sér stund með hinum ungu til bænagjörðar og söngs. Sértilboð til kirkna.

Kr. 2.800,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Sálmabækur

Biblían frá grunni

skrar/baekur/bibla_fra_grunni.jpg

Hvað vitum við um Biblíuna og efni hennar? Bókin opnar heim Biblíunnar fyrir lesendum á öllum aldri á nútímalegan hátt og þeir slást í ógleymanlega för með höfundi um gamla og nýja Testamentið. Auðlesin og spennand

 

Tilboð 900,-

Flokkar: Biblíufræðsla

Ástvinamissir vegna sjálfsvígs

skrar/stvinamissir vegna sjálfsvígs-100.jpg

Handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur.
Að missa einhvern, sem maður elskar, vegna sjálfsvígs, er eitt versta áfall sem hugsast getur. Enginn er viðbúinn slíku og einungis þau sem hafa reynt á eigin skinni vita hvað slíkt hefur í för með sér og hvaða tilfinningar fylgja í kjölfarið.
Hér má finna grunnupplýsingar til aðstoðar fólki í þessari stöðu.

kr. 500,-

Flokkar: Fræðsla, Sorg og sorgarviðbrögð

Í stuttu máli sagt - kennslubók og kennsluleiðbeiningar

skrar/ stuttu máli sagt-100.jpg

Útgáfuár 2008


Bókin fjallar um grunnþætti kristinnar trúar á skýran og gagnorðan hátt. Auk þess er hún ríkulega myndskreytt með mörgum listaverkum sígildra meistara sem segja með myndum sínum meira en mörg orð.
Ólíkar skoðanir unglinga á ýmsu því er snertir kristna trú koma fram á skemmtilegan og einlægan hátt.
Þeir grunnþættir sem bókin tekur fyrir eru:
- Trúarjátningin
- Guðsþjónustan
- Trú og trúarlíf, bænin
- Biblían
- Boðorðin
- Skírn og heilög kvöldmáltíð.
Kirkjuleg hefð er í hávegum höfð sem og nútímaleg sjónarmið. Fjallað er um hvern þátt á skipulegan og markvissan hátt.
Texti bókarinnar er mjög aðgengilegur og í henni er að finna verkefni sem fermingarbörnin vinna ýmist skriflega eða munnlega. Hvort tveggja verkefni bókarinnar og efni tengjast fermingarbörnunum persónulega og efla safnaðarvitund þeirra.
Í stuttu máli sagt er bók sem hentar vel til fermingarfræðslu í sveitum, bæjum og borg. Henni fylgir hugmyndir að 17 samverum með fermingarbörnum. Hugmyndabanki fylgir einnig, hann verður hægt að nálgast á efnisveitunni á kirkjan.is.
Verð kr. 1500,-

 

 

Flokkar: Fermingarstarf

Hugleiðingar um Tólf sporin - andlegt ferðalag

skrar/Hugleiðingar um Tólf sporin-100.jpg

Hentar með verkefnabókinni Tólf sporin andlegt ferðalag.

137 hugleiðingar, hver þeirra byggir á tilvitnun í Biblíuna og eitt af sporunum tólf sem unnin eru með kristinni skírskotun. Hver kafli hefst á íhugun um sporið sem verið er að vinna í.
Verð kr. 1990,- 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tólf sporin andlegt ferðalag

Sálmabók barnanna

skrar/baekur/salmabokbarnanna.jpg

Ný útgáfa 2009
Þessi nýja söngbók hefur að geyma allt það besta sem samið hefur verið og sungið með börnum í áratugi, en einnig eru í bókinni fjölmargir nýlegir og nýir sálmar og lög, og hefur þar verið reynt að mæta þörfum yngstu barnanna sem og þeirra sem eldri eru.
Bætt hefur verið í bókina nýjum sálmum og söngvum í viðbæti, m.a. söngvum Hafdísar Huldar Þrastardóttur af geisladisknum Englar í ullarsokkum (sjá geisladiskar)
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður teiknaði kápu en myndskreytingar sálmanna eru eftir Kristínu Arngrímsdóttur. ISBN 9979-9464-8-2 -

Verð kr. 2800,- 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga, Sálmabækur

Börn og sorg

skrar/baekur/bornsorg.jpg

Þessi bók er tluð þeim sem annast börn og unglinga, hvort sem það er á heimili eða í skóla. Hún er æluð bæði þeim sem er trúað fyrir börnum og unglingum sem syrgja sem og þeim sem vilja búa sig undir að ræða við þau um dauðann. Spurningar barna um dauðann eru oft þær sömu og við fullorðna fólkið erum að glíma við, þót skilningur þeirra sé annar. Þegar fullorðna fókið verður öryggislaust og hikandi frammi fyrir áleitnum og einlægum spurningum barna um dauðann og frammi fyrir sorg þeirra, kann það fyrst og fremst að endurspegla okkar eigin ótta og hálparleysi. Ef til vill höfum við sjálf hlíft okkur við það að glíma við þessa áleitnu og mikilvægu spurningar eftir að við komumst til vits og ára. Það er því mikilvægt fyrir þá sem annast börn að skoða eigin huga, rifja upp eigin reynslu, gera sér grein fyrir tilfinningum og afstöðu sinni til dauðans.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Kirkjulykill

skrar/baekur/kirkjulykill.jpg

Kirkjulykillinn er ómissandi í fermingarfræðslunni því hann opnar ýmsar óvæntar læsingar sem sumar hafa kannski verið dálítið dularfullar í augum væntanlegs fermingarbarns. Hann opnar augun fyrir ýmsu í guðsþjónustunni og kirkjulífinu. Hvað er bæn? Og hvað er altarisganga? Af hverju eru sumir krossa með mynd af Jesú en aðrir ekki? Kirkjulykillinn geymir líka spennandi verkefni sem tengjast fermingarundirbúningnum á einn eða annan hátt. Verkefni sem hægt er að vinna í einrúmi eða með öðrum.

Verð kr. 890,-

Flokkar: Fermingarstarf

Tólf sporin - andlegt ferðalag - verkefnabók

skrar/Tólf sporin-100.jpg

Þessi bók er notuð í starfi á vegum kirkjunnar sem nefnist - Tólf sporin andlegt ferðalag (sjá nánar á heimasíðu vina í bata og á kirkjan.is)

Verð kr. 3500,-

Flokkar: Tólf sporin andlegt ferðalag

Cantica - lofsöngvar Biblíunnar

skrar/baekur/Cantica.jpg

Í þessari bók er að finna lofsöngva úr Biblíunni, bæði úr Gamla- og Nýja testamentinu en einnig þrjá forna kirkjulega lofsöngva annars staðar frá. Allir eru þeir dýrmætur hluti af bænaarfi kristinnar kirkju. Þessir lofsöngvar styrkja bænalíf þeirra er hafa þá um hönd, opna nýja sýn og svala leitandi bænahuga nútímamannsins. Lofsöngvar Biblíunnar henta jafn vel einstaklingum sem hópum. 70 bls. -

Verð 1.390 krónur

Tilboð 500 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Biblíufræðsla, Bænabækur fyrir fullorðna, Kristin trú

Vegamót - Sporin tólf og Biblían

skrar/baekur/vegamot.jpg

Bókin Vegamót - Sporin tólf og Biblían er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. Hún fjallar það um hvernig hægt er að byggja brýr á milli tólf spora leiðar AA samtakanna og kristinnar trúar í því skyni að styrkja trúað fólk sem sótt hefur hjálp og kraft til samtakanna.

Höfundur rekur í stuttu máli sögu AA-samtakanna og ræðir síðan af þekkingu og reynslu um sporin tólf og varpar trúarlegu ljósi á þau. Bókin geymir reynslusögur fjölda fólks á bataleið í AA-samtökunum – sögur sem geta orðið öðrum góður styrkur þegar á móti blæs og sterk hvatning til trúar. Bókin kemur að notum í allri tólf spora vinnu og er jafnframt kjörin til að lesa í einrúmi og íhuga efni hennar.

Bókin kostar 2690 krónur

Flokkar: Biblíufræðsla, Tólf sporin andlegt ferðalag

Er dauðinn kveður dyra

skrar/baekur/erdaudinnkvedur.jpgUppseld í augnablikinu.
Með þessari bók gaf Elísabet K. Ross okkur núja innsýn inn í hugarheim deyjandi fólks og hvernig hægt er að hjálpa þeim og aðstandendum þeirra. Allir sem hafa afskipti af deyjandi fólki og aðstandendum þeirra ættu að lesa þessa bók. Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Fræðsla, Sorg og sorgarviðbrögð

Elli og skilnaðurinn

skrar/baekur/elli.jpg

Bókin um Ella og skilnaðinn er sprottin upp af áralangri vinnu með börn sem ganga í gegnum margvíslega erfiðleika í lífinu t.d. skilnað. Myndir bókarinnar eru lifandi og sterkar og hún er lærdómsrík fyrir börn og fullorðna. Bókin getur verið fyrst skref í samtali barna og fullorðinna um mál sem er sársaukafullt og nauðsynlegt að tala um. Höfundur textans er sálfræðingur og sérfræðingur í fjölskyldumálum. Hún hefur áratuga reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum. Elli fíll er sex ára gamall. Hann á heima í gulu húsi ásamt systur sinni og mömmu og pabba. Mamma hans og pabbi segja honum dag einn að þau ætli ekki að búa saman lengur. Eli og systir hans vilja ekki trúa þessu og botna ekkert í því hvers vegna mamma og pabbi �

Tilboð 900,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Föstu- og páskabókin

skrar/baekur/fostuogpaska.jpg

Í þessu kveri er að finna ýmislegt efni til notkunar um föstu, í dymbilviku og um páska. Má þar nefna píslasögu Krists út frá guðspjöllunum fjórum en einnig til flutnings fyrir leshópa. Litanían er hér í nýrri þýðungu, einnig form fyrir páskavöku og upprisufrásögnin til flutnings fyrir leshópa. Bókin hentar áhugasömum einstaklingum en einnig til notkunar í kirkjustarfi og við helgihald í kirkjunnar á föstu og páskum.

Bókin kostar 1400 krónur.

Flokkar: Hugleiðingabækur, Páskaefni - Jólaefni, Kristin trú

BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/bokin_um_jesu.jpg

Í bókinni er ævi og starf meistarans frá Nasaret sett í sögulegt samhengi nútíma lesanda til glöggvunar. Fjöldi mynda og korta ásamt skýringum á ýmsum fornum siðum varpa ljósinu á margt forvitnilegt.

Bók sem ætluð er fólki á öllum aldri. Skýr og markviss framsetning á sögu Jesú Krists, meistarans frá Nasaret, leiðir lesandann í gegnum sögu hans og vekur hann til umhugsunar um þýðingu kristinnar trúar í nútímanum.

Verð kr. 2000,-

Hægt er að nálgast kennsluleiðbeiningar í Kirkjuhúsinu fyrir þau sem ætla að nota bókina í fermingarfræðslu.

Flokkar: Biblíufræðsla, Fermingarstarf, Kristin trú

GUÐ, HVERS VEGNA? ANDLEGT FERÐALAG ...

skrar/Gud, hvers vegna-100.jpg

Guð hvers vegna. Nýútkomin bók um trúarlega iðkun
Í bókinni eru gagnlegir inngangskaflar um bænalíf, biblíulestur og aðra trúarlega iðkun, hvort sem tekst að verja fimmtán mínútum eða aðeins tveim mínútum á dag í andlega iðkun.Síðari hluti bókarinnar er 40 daga andlegt ferðalag með ritningarversi, hugleiðingu og bæn ásamt hagnýtum leiðbeiningum. Hér eru einnig leiðbeiningar fyrir hópa fólks sem vill  vinna saman með efni bókarinnar. Vigfús Ingvar Ingvarsson, þýddi.

Verð kr 2700,-

Tilboð 2.000,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Tólf sporin andlegt ferðalag

Huggun í sorg

skrar/baekur/huggun_i_sorg.jpg

Ný útgáfa væntanleg haustið 2009

Hún geymir huggunarorð úr ýmsum áttum, í formi íhugana, bæna og orða Biblíunnar sjálfrar um sorg og missi, huggun og von. Textar bókarinnar orða hugsanir þegar hugurinn leitar hjálpar í hugarneyð, þegar sorgin sækir að með öllum sínum þunga. Bænin er líka huggunarlind í hverri sorg. Jafnvel þeir sem ekki hafa vanist því að biðja hafa fundið það. Í bæninni fáum við að tjá allar okkar hugsanir, þarfir og þrár, vonir og vonbrigði, reiði og sorg. Og við megum vita að einn er sá sem heyrir og skilur, vakir yfir og elskar. Karl Sigurbjörnsson, biskup tók þessa bók saman.

Bókin kostar 1890 krónur

 

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð

Börn og skilnaður

skrar/baekur/skilnadur.jpgÍ bókinni er fjallað stuttlega um stöðu fjölskyldunnar í nútíma samfélagi og fjölgun skilnaða. Farið er í gegnum skilnaðarferlið og fjallað er um tilfinningaleg viðbrögð barna við skilnaði foreldra sinna. Farið er yfir atriði sem gott er fyrir foreldra að hafa í huga við skilnað svo skilnaðurinn megi fara sem best fram gagnvart börnunum. Einnig er fjallað um helstu áhersluatriði við stofnun nýrrar fjölskyldu eða stjúpfjölskyldu. Bókin kostar 2690 krónur
Tilboð 900,-

Flokkar: Fræðsla, Börn og foreldrar

Fermingarhefti

skrar/Fermingarhefti-100.jpg

Höfundar eru finnskir prestar sem hafa unnið mikið að fræðslu og fræðsluefnisútgáfu á vegum finnsku kirkjunnar.
Hér er að finna heilmikið að stuttum og hnitmiðuðum verkefnum.

Hægt er að vinna verkefnin beint í bókina. Helsti kostur þessa efnis er einfaldleikinn. Efninu í heftinu er skipt upp í þrjú megin þemu sem eru;
Kærleikurinn, Ég trúi og Guðsþjónustan.
Áhersla er lögð á að fermingarbörnin “pæli” sjálf, ræði um efnið og fari í rannsóknarleiðangra.
Þetta efni nýtist vel í hópavinnu og einstaklingsvinnu í kennslustund en einnig til heimavinnu. Börnin þurfa að hafa Biblíu við hönd en hún er til á flestum heimilum. Þetta efni er vel uppbyggt og gefur marga áhugaverða og skemmtilega möguleika í fræðslunni.
Hægt að að vinna verkefnabókina samhliða bókinni um Jesú eða byrja að nota hana eftir 14 samverustundir með Bókinni um Jesú.

Bókin um Jesú kostar kr. 1500 - og litla finnska heftið kr. 1200,-

Kr. 1500,-

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Spekisögur frá ýmsum löndum

Fimmtán spekisögur sem hjálpa okkur að læra hvert af öðru og búa til betri heim, friðsælan og réttlátan.
Bók um speki og visku hana börnum og fullorðnum.
Sögurnar eru frá Gana, Jamaíka, Galíleu, Grikklandi, Arabíu, Indlandi, Ítalíu, Afganistan, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Rússlandi.

Ríkulega myndskreytt bók.

Verð kr. 1890,-

Tilboð kr. 990,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Börn og trú

skrar/baekur/bornogtru.jpg

Þessi bók er hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni er viðfangsefnið skoðað frá ólíkum sjónarhornum. Spurt er hvað uppeldi sé og rætt um tengsl mannskilnings og uppeldis. Þá er spurt hvers eðlis trúhneigðin sé og ræddar kenningar sálfræðinga um rætur guðsmyndarinnar og um trúarþroska. Einnig veltir höfundur fyrir sér tengslum trúar og siðgæðis og kynnir kenningar um siðgæðisþroska og siðgæðisuppeldi. Ennfremur er rætt allítarlega um trúarlegt uppeldi og trúfræðslu á heimilum og í kirkjum og hlutverk leikskóla og grunnskóla í trúarlegu uppeldi og fræðslu. Þá er sérstakur kafli um guðlaust uppeldi. ISBN 9979-765-25-9 -

Bókin kostar 2.680 krónur.

 

 

 

 

 

Flokkar: Börn og foreldrar

Hvað tekur við þegar ég dey?

skrar/baekur/hvadtekurvid.jpg

Hvað tekur við þegar að ég dey? Hvar eru hinir dánu? Hvað er upprisa? Hvað með þá sem ekki trúa? Er samband milli lifandi fólks og framliðinna staðreynd eða hugarburður? Samrýmist spíritismi og kristin trú? Hvað er endurholdgun? Hvernig býr maður sig undir dauðann? Spurningarnar eru óteljandi en einatt er fátt um svör. Í þessu kveri er leitast við að varpa ljósi á svör kristinnar trúar við þessum og öðrum áleitnum spurningum andspænis ráðgátum dauðans. Bókin kostar 1200 krónur

Tilboð 400,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Sorg og sorgarviðbrögð

LEIÐSÖGN UM NÝJA TESTAMENTIÐ

skrar/baekur/leidsogn.jpg

Leiðsögn um Nýja testamentið eftir William Barclay í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. Bókin er ætluð öllum þeim, sem vilja kynna sér rit Nýja testamentisins á hraðfara öld. Bókin veitir fróðleik um hvert rit Nýja testamentisins, um tilurð þess og sögu. Hér er á ferð lipurt rit sem opnar heim Nýja testamentisins nánast á svipstundu en er þó traust í alla staði, spennandi og fjörugt. Höfundurinn er kunnur fyrir greinargóð skrif um Nýja testamentið og hafa rit hans borið honum glæsilegt vitni og farið víða um heim. Rit William Barclays eru mjög við alþýðuskap. Þessi bók er nú útgefin með nýrri kápu.

Verð kr. 1990,-

Flokkar: Biblíufræðsla

Til foreldra fermingarbarna

skrar/Til foreldra fermingarbarna-100.jpg

Við upphaf fermingarstarfs hefst fermingarfræðsla safnaðarins með væntanlegu fermingarbarni og foreldrum þess. Texti þessa bæklings er gott framlag í fræðslukvöld með foreldrum fermingarbarna eða til að afhenda í fyrstu guðsþjónustu með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Hægt er að fá tillögu að framkvæmd foreldrasamstarfs hjá Skálholtsútgáfunni, sími 5284200

Þessi bók fá foreldrar í hendur en efni hennar er eftirfarandi:SAMSTARF KIRKJU OG HEIMILIS – SAMSTARF LYKILORÐ
UNGLINGURINN Á FERMINGARALDRI
- UNGLINGSÁRIN
- SAMSKIPTI
- SKÝRAR REGLUR
- GÆÐASTUNDIR
MEGININNIHALD OG MARKMIÐ FERMINGARFRÆÐSLUNNAR
- HELSTU ÞÆTTIR FRÆÐSLUNNAR
- ÞÁTTUR FORELDRA Í FERMINGARUNDIRBÚNINGNUM
HAGNÝT RÁÐ TIL UNDIRBÚNINGS
- UNDIRBÚNINGUR FYRIR FERMINGARDAGINN
- UNDIRBÚNINGUR FYRIR FERMINGARATHÖFNINA
- ANNAÐ

Verð kr. 595,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Fermingarstarf, Kirkjufræðsla

Mig mun ekkert bresta

skrar/baekur/mig_mun_ekkert_bresta.jpg

Mig mun ekkert bresta - bók um sorg og von eftir Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, prest við Akureyrarkirkju. Þetta er bók sem styrkir öll þau sem missa sína nánustu og hjálpar þeim að takast á við sorgina af raunsæi og æðruleysi. Hughreystandi frásögn, ljóðræn og vonarrík, þar sem horfst er í augu við sorgina sem heimsækir okkur öll einhvern tíma.

Bókin kostar 2990 krónur

Flokkar: Andleg leiðsögn, Sorg og sorgarviðbrögð

Leiðsögn um Nýja testamentið

skrar/baekur/leidsogn.jpg

Þessi bók er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér rit Nýja testamentisins. Bókin veitir fróðleik um hvert rit Nýja testamentisins, um tilurð þess og sögu. Hér er á ferð lipurt rit sem opnar heim Nýja testamentisins nánast á svipstundu en er þó traust í alla staði. Höfundurinn er kunnur fyrir greinargóð skrif um Nýja testamentið og hafa rit hans borið honum glæsilegt vitni og farið víða um heim.

Bókin kostar 1990 krónur

Flokkar: Biblíufræðsla

Barn á þroskabraut

skrar/baekur/barnatroska.jpgHvernig á að ala upp börn í dag? Hvert er hlutverk mitt sem foreldris? Bók þessi er hjálp fyrir foreldra að rækja foreldrahlutverk sitt. Uppeldi barna og unglinga í dag er erfitt og krefjandi starf en um leið ákaflega mikilvægt og gefandi. Í bókinni er reynt að draga fram það helsta sem mætir foreldrum og uppalendum á fyrstu árum barnsins, frá fæðngu til 6 ára aldurs. Bókin skiptist í 21 kafla. Bókin kostar 1500 krónur
Tilboð 500,-

Flokkar: Fræðsla, Börn og foreldrar

Páskafræðsluefni

skrar/baekur/paskaleikskola.jpg

Mörgum finnst vandasamt að koma boðskap páskanna á framfæri við börn á forskóla aldri. En páskaboðskapurinn er miðlægur í allri kristinni boðun og menningu og á því svo sannarlega heima í leikskólanum. Bæklingur þessi inniheldur fæðslu fyrir leikskólakennara um páskahátíðina og um það hvernig er gagnleg / best að kynna páskana fyrir forskólabörnum. Einnig eru föndurleiðbeiningar, sögur, söngvar og bænir ásam tillögum að sex samverum.

Bókin kostar 1500 krónur

 

Flokkar: Páskaefni - Jólaefni

Flettimyndabiblíur fyrir barnastarf kirkjunnar

FLETTIMYNDABIBLÍUR

Græna flettimyndabiblían haust 2007/vor 2008   kr. 15.850,-
Bláa fletti(mynda)biblían - vorönn 2007    kr. 11.850,-
Bleika flettibiblían -  haustönn 2006    kr. 11.850,-
Jólaflettibiblían  - aðventa 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían vor 2006    kr. 11.850,-
Stóra flettibiblían haust 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían vor 2005 kr. 8900,-
Stóra flettibiblían haust 2004  kr. 8900,-
Flettimyndabók sögustund 2003, haust.  Kr. 8900,-
Sögustund 1, 2 og 3 – 3 bækur  pr. stk. Kr. 8900,-
Hver er Jesús I og II – 2 bækur pr.stk.kr.  Kr. 8900,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Á fermingardegi - bók

Kveðja til fermingarbarnsins frá Kirkjunni sinni.

Lítið fallegt heftir með bænum og hugleiðingum.

Gott nesti út í lífið.

Skálholtsútgáfan

Verð kr. 595,-

Flokkar: Fermingarstarf, Kirkjufræðsla

Börn skrifa Guði

skrar/baekur/born_skrifa_gudi.jpg

Bréfin í bókinni endurspegla heim barna, óskir þeirra, hugsanir og þrár. Þau sýna einlæga trú þeirra og vonir, draga fram efa þeirra og koma spurningum þeirra á framfæri. Sum eru alvörufull og önnur eru glettnisleg, jafnvel svo að lesandi skellir upp úr! Litprentuð bók. ISBN: 9979-765-39-9 -

Verð 1.390 krónur.

Tilboð. 500,-

 

 

Flokkar: Börn og foreldrar, Barnabækur af ýmsum toga

Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna

skrar/baekur/myndskreytt_biblia.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Margir hafa áhuga á að lesa Biblíuna en eiga erfitt með að byrja eða þykir uppsetningin erfið. Í nýrri útgáfu sem Skálholtsútgáfan getur út eru sögur Biblíunnar endursagðar á skýran og einfaldan hátt sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi mynda prýðir frásögnina og glæðir hana lífi. Sögurnar opna heim Gamla og Nýja testamentisins á þann hátt sem allir skilja og eftir lesturinn er söguþráður Biblíunnar orðinn lesandanum kunnur í aðalatriðum. Sögur Biblíunnar eiga sem fyrr fullt erindi til allra og eru gott veganesti í nútímanum.

Biblían kostar 2640 krónur

Flokkar: Biblíufræðsla, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Sumarlandið

skrar/baekur/sumarlandid.jpg

Fyrir nokkrum árum misstu ung hjón fimm ára gamla dóttur sína af slysförum. Þau leituðu til vinar síns, prestsins og rithöfundarins Eyvind Skeie og báðu hann að skrifa eitthvað sem gæti orðið þeim og börnum þeirra til huggunar. Um þetta segir höfundurinn í formála bókarinnar: Dauði barns er tilefni þess að ég skrifaði þessa frásögn. Dauðinn veldur okkur alltaf sársauka. Að missa barn af slysförum eða á sóttarsæng, er meðal þess erfiðasta sem mætir okkur. Við þurfum á allri okkar von og öllum okkar mætti að halda til að ljúka göngunni á veg sorgarinnar. Frásagan um Sumarlandið getur ef til vill orðið einhverjum til hjálpar við að hefja gönguna á vegi sorgarinnar. Myndirnar í bókinni eru gerðar af föður stúlkunnar, Anders Færvag.

Bókin kostar 1790 krónur

Flokkar: Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Fylgjum Jesú

skrar/baekur/fylgjumjesu.jpg

Fylgjum Jesú er aðgengileg bók um kristna trú handa ungu fólki. Í henni eru mörg verkefni til að leysa og mörgum spurningum varpað fram eins og t.d. er Guð til? Hvað er trú og hvað er Jesú? Hún tekur á helstu atriðum kristinnar trúar í 31 skrefi og er kjörin til að nota í samtölum við börn og unglinga. Bókin er myndskreytt með hressilegum myndum sem hæfa unglingum. Bókin dregur fram kjarnaatriði Biblíunnar og verður lesndum hvatning til að spyrja og leita.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Til þín sem átt um sárt að binda

skrar/baekur/tiltin.jpg

Sorgin gleymir engum. Fyrr eða síðar verður hún á vegi okkar. Allur missir vekur sorg. Oft er ásýnd sorgarinnar æði torkennileg og óttast margir þau viðbrögð sálar og líkama sem hún vekur. Þetta kver er ætlað þeim sem eiga um sárt að binda og einnig þeim sem vilja veita öðrum huggun og stuðning í sorg. Hér má finna hagnýtar upplýsingar og ráð og er sjónum beint að huggun kristinnar trúar, vonar og kærleika.

Bókin kostar 1490 krónur

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð

Dagar með Markúsi

skrar/baekur/dagarmedmarkusi.jpg

Siggi, stóri bróðir Önnu á að fermast. Í fermingarfræðslunni lesa fermingarbörnin Markúsarguðspjall. Anna vill gjarnan fylgjast með og þess vegna les Siggi guðspjallið upphátt fyrir hana. Við fylgjumst með systkinunum þá mánuði sem Markúsarguðspjall er lesið. Þetta er spennandi tími og margar spuningar vakna hjá þeim eins og t.d. hvað merkir það að elska náungann? Og hvers vegna höldum við páska?

Bókin kostar 1990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

LÍFIÐ ER GJÖF - hugmyndabanki að uppbyggilegum samverustundum fjölskyldunnar

skrar/Lífið er gjöf-100.jpg

Heimilislífið er dýrmæt gjöf. Hver dagur er einstakur og þess virði að njóta hans eins og hægt er. Samverustundir fjölskyldunnar í frítíma eru mikilvægar. Stundum er nóg að vera til staðar fyrir börnin, sundum er gott að gera eitt og annað saman. Þessi bók er hugmyndabanki fyrir góðar samverustundir foreldra og barna. Þær þurfa ekki að kosta neitt! Borðbænateningur með 6 mismunandi borðbænum á.


Verð kr. 490,-

Borðbænateningur:

Verð kr. 1990,- þá fylgir bókin með!

Flokkar: Börn og foreldrar, Bænateningur

Páskar - stórar bækur handa litlu fólki

PÁSKAR - SAGA PÁSKANNA VIÐ HÆFI BARNA.
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð 500,- pr. stk

Flokkar: Páskaefni - Jólaefni, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Fimm mínútna Biblían

skrar/baekur/FimmMin.jpg

Einstök bók og ótrúleg! Ein eftirtektarverðasta bók um Biblíuna sem komið hefur út.

Hún gerir efni Biblíunnar aðgengilegt. Hún er ætluð ungu fólki en nýtist öllum aldurshópum.

Í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi er hún víða notuð í fermingarfræðslu.
Efni bókarinnar er skipt niður í stutta kafla, ein blaðsíða fyrir hvern dag ársins. Biblíutexti og hugleiðing fylgir hverjum degi.

Verð kr. 2.280,- (kilja)
Tilboð kr. 1.500,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Biblíufræðsla, Fermingarstarf

Tiu boðorð Guðs

skrar/baekur/tiubodord.jpg

Tíu boðorð Guðs - leiðsögn á vegi lífsins.

Speki Biblíunnar er sígild leiðsögn á vegi lífsins handa öllum.
Bókin kostar 990 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Páskasögur

skrar/baekur/paskasogur.jpgÞessi saga fjallar um lítinn fugl sem er óhemju forvitinn. Hann á heima rétt há Jerúsalem, í pálmatré, sem einn daginn er eyðilagt fyrir honum. Hann fer að grennslast fyrir um greinarnar sínar og hittir þá Jesú sem er að koma til borgarinnar á Pálmasunnudag. Litli fuglinn fyrlgir Jesú gegnum píslarsöguna allt til upprisu á páskum. Sagan er þrungin tilfinningum. Forvitni, stríðni, reiði, sorg og gleði. Upplagt er að vinna með þessar tilfinningar með börnunum um leið og sagan er lesin. Bókin kostar 250 krónur<

Flokkar: Fræðsla, Páskaefni - Jólaefni

HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?

skrar/kristin-tru-400.jpg

Bókin Hvað er kristin trú? gefur mörg áhugaverð svör og kunna sum hver að ýta hressilega við lesandanum. Höfundur kynnir í stuttu máli sögu kristinnar trúar, siðfræði hennar og mannskilning, og ræðir umdeild mál sem snúast um kynferði, kynlíf og stjórnmál. Þetta er ekki hefðbundin útlegging á texta Biblíunnar, kirkjusögu eða trúfræði, heldur miklu fremur bók sem skorar á kristna trú sem og önnur trúarbrögð að horfast í augu við sögu sína og samtíð. Og sú áskorun kemur úr herbúðum þeirra sjálfra og frá öðrum. Hvernig á kristin trú að bregðast við öðrum trúarbrögðum og annarri menningu?Halvor Moxnes (f. 1944) er prófessor við guðfræðideild háskólans í Ósló. Hreinn S. Hákonarson þýddi.

Verð kr. 2.980

Flokkar: Spurningar lífsins, Biblíufræðsla, Kristin trú

Gildi manneskjunnar - fermingarefni, Verkefnabók og leiðtogahefti

Aðalmarkmið: Benda fermingarbörnum á það, hve trúin hefur áhrif á líf okkar, skoðanir og val. Jesús Kristur er fyrirmyndin.
Fyrri hluti fjallar um gildi manneskjunnar, seinni hlutinn um samskipti.
1. kafli - Fordómar
2. kafli - Sek eða saklaus?
3. kafli - Fyrirgefning og sátt.
4. kafli - Líf og dauði

Seinni hluti:
1. kafli - Vinátta
2. kafli - kærleikur
3. kafli - strákar og stelpur
4. kafli - fjölskyldan

Verð kr. 1.500,-

Flokkar: Fermingarstarf

OPINBERUN JÓHANNESAR - Skýringar ásamt biblíutextum.

skrar/Opinberun Jóhannesar-400.jpg

Opinberun Jóhannesar er torveld aflestar og engin bók í Biblíunni torskildari. Í annarlegu táknmáli hennar, myndum og líkingum er fólgin mikil list og djúpsær boðskapur. Í ítarlegum inngangi ræðir höfundurinn,Sigurbjörn Einarsson, biskup, gerð Opinberunarbókar, lýsir tímanum sem hún er samin á, þeim aðstæðum sem hún miðar fyrst og fremst við, ræðir um höfund hennar og gerir grein fyrir skýringaraðferðum og gildi bókarinnar fyrir nútímann. Efnismeðferð túlkunar Sigurbjörns er alþýðleg og hentar vel bæði lærðum og leikmönnum.

Bókin kostar Kr. 2.980

Flokkar: Biblíufræðsla, Kristin trú

LITLA BÓKIN UM BÆNINA

skrar/baekur/LB_baen.jpg

Lítil bók sem fjallar um bænir og bænalíf. Góður stuðningur fyrir þau sem vilja biðja með börnum og ræða um bænir við börn. Bók sem leggur hornstein að hollu bænalífi barna.
Fallega myndskreytt bók.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Hvar í veröldinni - spil

Hvar í veröldinni?!

Spil um stelpur og stráka í ríkum löndum og fátækum.

Um hvað snýst spilið?

Spilið gengur út á það sem getur hent fólk á lífsleiðinni.  Það er bæði misjafnt eftir því hvar folk býr!  Leikmenn þurfa að leggja á minnið hvað kemur fyrir þá, frá því þeir eru litlir í upphafi leiks og þangað til þeir eru um tvítugt (ef allt gengur vel!) í lok leiks.  Þeir verða líka að geta sagt öðrum frá því og borið hlutskipti sitt saman við annarra.  Hvað kemur í ljós?

Verð kr. 2.500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf

HVAÐ Í VERÖLDINNI GERIR MAÐUR ÞEGAR EINHVER DEYR?

skrar/Kapanforsida-100.jpg

Eitt það erfiðasta sem getur komið fyrir er þegar einhver sem þér þykir vænt um deyr. Allur heimurinn umturnast.
Hvað í veröldinni gerir maður?
Trevor Romain veit það því hann reyndi það á sjálfum sér þegar pabbi hans dó. Þessi bók getur hjálpað þér í gegnum erfiðan tíma. Á einfaldan og heiðarlegan hátt svarar Trevor spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér:  „Af hverju þarf fólk að deyja?“  „Var þetta mér að kenna?“ „Hvað verður um líkama þess sem dó?“ „Hvernig get ég kvatt?“    Hann lýsir öllum þessum yfirþyrmandi og ruglingslegu tilfinningum sem þú gætir verið að upplifa og stingur upp á leiðum sem geta hjálpað þér til að líða betur.
Lestu það sem Trevor hefur við þig að segja. Skoðaðu myndirnar hans. Hann skilur hvað þú ert að ganga í gegn um og hann getur hjálpað.
Trevor Romain hefur skrifað og myndskreytt meira en þrjátíu barna- og unglingabækur,  meðal annars bækurnar „How to Do Homework Without Throwing Up (Að sinna heimanáminu án þess að gubba)“  „Bullies Are a Pain in the Brain (Hrekkjusvín eru svínslega svekkjandi)“ og  „Cliques, Phonies & Other Baloney (Klíkur, kjánar og annað kjaftæði)“

Verð kr. 1280,-

Tilboð kr. 990,-

 

Flokkar: Spurningar lífsins, Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

Í fótspor Jesú - verkefnabók fylgir

skrar/ fótspor Jesú-100.jpg

Í fótspor Jesú er bók sem a erindi við alla kristna menn. Bókin er prýdd einstökum litmyndum sem gera kunnustu sögur Jesú ljóslifandi í hugum lesenda. Myndirnar sýna fjölmarga staði í landinu helga, einstakt landslag og auk þess ýmsa hluti sem Jesús hefur eflaust sjálfur séð á sínum tíma. Höfundurinn, Henry Wansbrough, er heimskunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekking hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum.

Verkefnabók til ljósritunar er fáanleg í Kirkjuhúsinu.
Hægt að nota í fermingarstarfi.

Verð kr. 1200,-

Flokkar: Biblíufræðsla, Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

LITLA BÓKIN UM BIBLÍUNA

skrar/baekur/LB_bib.jpg

Lítil bók um stóra bók. Í henni er sagt frá tilurð Biblíunnar á einfaldan og skýran hátt svo börnin skilja. Svarar mörgum spurningum sem brenna á börnum þegar rætt er um Biblíuna og þýðingu hennar fyrir trúarlífið.

Verð kr. 990.- 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

DAGINN Í DAG 3 ER KOMINN Í KIRKJUHÚSIÐ, FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!

skrar/Daginn í dag 3-100.jpg

Ánægjulegar fréttir fyrir aðdáendur Hafdísar og Klemma! Nú líður að útgáfu þriðju seríu af Daginn í dag á dvd. Hafdís og Klemmi halda áfram að lenda í skemmtilegum ævintýrum ásamt vinum sínum Haffa og Mæju.
Við sögu kemur sunnudagaskólinn, brúðuþátturinn Nebbnilega, eldriborgararnir Benni og Ragga sem eiga fullt í fangi með að passa undrabarnið Haha og hinn (heims)frægi fréttamaður, Nebbi.
Hafdís og Klemmi velta mörgum hlutum fyrir sér, til dæmis hvað það merkir að fyrirgefa og hversvegna við eigum að deila með öðrum af gæðum okkar.
Þrjár af dæmisögum Jesú eru færðar til nútímans og kallast á við ævintýri Hafdísar, Klemma og vina þeirra. Hópur barna syngur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali.  Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur og syngur einn sálm á táknmáli. Hér eru þrír hálftíma langir þættir sem eru góð fjölskylduskemmtun en henta einkum 3-9 ára börnum, en aðdáendur þáttanna eru þó bæði eldri og yngri en það!

Verð 2590,-

Tilboð 1500,-

Flokkar: Börn og foreldrar, Annað tónlistarefni

Jesús er vinur minn

skrar/baekur/jesuservinurminn.jpg

Fermingarfræðsluefni fyrir þroskahefta, verkefnabók fyrir nemendur og kennsluhefti fyrir kennara.

Verkefnabókin kostar 2000 krónur Kennsluheftið kostar 3850 krónur

Flokkar: Fermingarstarf

LITLA BÓKIN UM GUÐ

skrar/baekur/LBgud.jpg

Lítil bók handa yngri börnum sem geymir vangaveltur um Guð. Segir frá Guði skaparanum og kærleika hans. Bók sem lagt getur grunn að samtali barna og fullorðinna um Guð.

Þessi bók hefur vakið mikla athygli.

Verð kr. 990,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

LITLA BÓKIN UM JESÚ

skrar/baekur/LB_jesu.jpg

Lítil bók sem geymir mikinn fróðleik handa yngri börnum. Saga Jesú rakin á einfaldan og auðskilin hátt. Saga sem vekur margar spurningar og kallar á mörg svör.

Tilvalin til að lesa fyrir börn.
Fallega myndskreytt bók.
Verð kr. 990,-

 

 

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

Jesús er vinur minn - leiðtogahefti og Verkefnabók

Fermingarhefti - vinnubók fyrir börn með þröskafrávik.
Höfundur Guðný Hallgrímsdóttir er prestur fatlaðra.
Hún gefur nánari upplýsingar um notkun efnisins.

útgáfuár 2000

Bókin kostar 2000 krónur

 

 

 

Flokkar: Fermingarstarf

Jesús maðurinn sem breytti sögunni

skrar/baekur/jesusmadurinn.jpg

Hvað vitum við um Jesú? ...hvernig var hann? ...hvernig voru vinir hans? ...hvers vegna flykktist fólk til að hlusta á hann? ... hvað kenndi hann? ...hvers vegna dó hann? Í þessari bók kynnumst við manninum sem breytti sögunni, landinu sem hann bjó í, fólkinu sem þekkti hann, störfum hans og óvinum hans. Í máli og myndum er greint frá lífi og starfi frelsarans. Hentar vel til kennslu í skólum og fermingarfræðslu.

Bókin kostar 1200 krónur

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Nananabúbú - Sagan af Malla montrass og Lotta Skotta og frekjudósirnar

skrar/baekur/malliMontrass.jpg

Bækurnar um Malla montrass og Lottu skottu og frekjudósirnar eru komnar út

Malli montrass er montnasta vera í öllum heiminum! Hann á montprik sem hann sveiflar til og frá. Töfrar montpriksins hafa þau áhrif á fólk að það fer að keppast við að monta sig.

Hér koma nokkur dæmi:,,Mamma mín er miklu fljótari að hlaupa en mamma þín!” ,,Ég er búinn að fara 300 sinnum til útlanda! En þú?”,,Veistu þetta ekki? Ég veit allt!” ,,Ég er sko búin að missa fimm tennur!”

En dag nokkurn gerast undur og stórmerki!

Í gegnum söguna hans Malla átta börnin sig smátt á smátt á því hvað hegðun eins og mont er óþægileg og hvað það er miklu skemmtilegra og vingjarnlegra að hrósa öðrum.

lottaskottaLotta skotta finnur tvær frekjudósir og setur þær í töskuna sína. Því hefði hún betur átt að sleppa því frekjudósir hafa skelfileg áhrif á hvern þann sem þær koma nálægt. Þær fylla fólk af hræðilegri frekju. Hér koma nokkur dæmi:,,Ef ég fæ ekki það sem ég vil GRENJA ÉG BARA ÞANGAÐ TIL ÉG FÆ ÞAÐ!” ,,Ég hjálpa ekki til á heimilinu nema ég fái GULL í staðinn!” ,,Ég ÆTLA að láta mömmu GEFA MÉR TÖLVU!” ,,Mér er alveg sama hvað þú segir- ég ætla samt!!!

Pabbi og mamma hennar Lottu skottu átta sig fljótt á því hvað er í gangi og þegar Lotta fær öflugt frekjukast úti í búð, taka þau til sinna ráða!

Bækurnar um Malla montrass og Lottu skottu og frekjudósirnar eru fjörlegar og fyndnar og ómissandi hjálparhellur í barnauppeldinu! Þær hjálpa börnum á léttan og spaugilegan hátt að breyta viðhorfum sínum til hegðunar.

Bækurnar henta 3-10 ára börnum en eru einnig holl lesning foreldrum og börnum á öllum aldri.

Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, gefur bækurnar út.

Sögurnar eru eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur en myndir og hönnun eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Hvor bók fyrir sig kostar kr. 1690 og fást þær í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum.

Tilboð. 900,-

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Matti hugsar málin

skrar/baekur/matti.jpg

Bókin geymir stuttar og lifandi frásagnir úr lífi ellefu ára stráks sem heitir Matti. Það er margt sem drífur á daga hans og hann glímir við ýmislegt. Margar spurningar vakna hjá honum um lífið og tilveruna og hvann leitar svara við þeim. Matti hugsar málin er kjörni bók fyrir 8-12 ára börn í kirkjustarfi svo og yngri bekki grunnskólans. Bók sem hægt er að nota í umræðum um mörg mál sem börn velta fyrir sér.

Bókin kostar 1990 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Dýrin fylgja Jesú

skrar/baekur/dyrin.jpg

Í bókinni eru smásögur sem rekja atburði dymbilviku og páska með augum dýranna. Með þeirra augum sjáum við atburðina í nýju ljósi. Þau fylgja Jesú eftir og segja frá óvæntum kynnum sínum af honum í aðstæðum sem okkur eru kunnar. Þessi kynni breyta lífi þeirra og þau sjá margt með nýjum hætti eins og lesandinn sjálfur þegar páskadagsmorgunn rennur upp. 70 bls. -

Bókin kostar 1.390 krónur.

 

 

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur af ýmsum toga

Kristin trúfræði

skrar/baekur/kristintrufraedi.jpgFermingarkver Bókin kostar 1360 krónur

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Handbók fyrir 10-12 ára starf

skrar/baekur/handbok10122.jpgSamverur, sögur, leikir, föndur, verkefni, táknmál og fleira. Hér er safnað saman í gormabók miklu magni af efni sem notað hefur verið í æskulýðsstarfi með góðum árangri. Þessa bók þurfa allir söfnuðir að eiga til að styðja þá sem halda uppi barnastarfi í söfnuðinum. Bókin kostar 1800 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Tímamót

skrar/baekur/timamot.jpg6 þættir sem henta sem ítarefni fyrir fermingarfræðslu. Eftir hverjum þætti fylgja spurningar ætlaðar fyrir hópastarf. Myndband (vhs) kostar 6500 krónur. DVD diskur kostar 7500 krónur.

Flokkar: Fræðsla, Fermingarstarf

Handbók fyrir æskulýðsstarf

skrar/baekur/handbokaeska.jpg

Þemafundir, söngleikir, sögur, æskulýðsdagsefni, leikir, söngvar og helgileikir. Hér er safnað saman í gormabók miklu magni af efni sem notað hefur verið í æskulýðs og unglingastarfi með góðum árangri. Þessa bók þurfa allir söfnuðir að eiga og allir sem eru að fást við unglingastarf.

Bókin kostar 1800 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Efnisveita barnastarfs, fermingarstarfs, unglingastarfs


Skálholtsútgáfan hefur í samstarfi við Fræðslusvið biskupsstofu gefið út fræðsluefni fyrir margskonar kirkjustarf.

Nú er þetta efni að mestu komið inn á Efnisveitu sem kirkjustarfsfólk hefur aðgang að.

Nánar: Elín Elísabet Jóhannsdóttir á Fræðslusviði biskupsstofu.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Fermingarstarf

CON DIOS FERMINGAREFNI

skrar/Con Dios KAPA.jpg

Con Dios - Með Guði - er nýtt fermingarefni. Hvernig getur maður sagt sem best frá Guði sem er svo miklu stærri en við getum nokkru sinni skilið? Bókin fjallar um Guð, lífið og manneskjurnar út frá forsendum barna á fermingaraldri. Bókin er litrík og fallega myndskreytt og texti bókarnnar við hæfi unglinga. Henni fylgja kennsluleiðbeiningar og fjöldi verkefna.

Verð: Kr 2500.-

Flokkar: Fermingarstarf

Leikir og létt gaman

skrar/baekur/leikiroglett.jpg

Í starfi með börnum og unglingum eru leikir mikilvægur þáttur í hópefli og kennslu. Í nútíma þjóðfélagi sem einkennist af hópeflingu og kennslu. Í nútíma þjóðfélagi sem einkennist af hraða og mötun efnis er því enn nauðsynlegra að kenna börnum, unglingum og uppalendum leiki. Í þessari leikjabók er fjöldinn allur af leikjum sem hægt er að nota í starfi með börnum, hvort sem það er í barna- og æskulýðsstarfi, á heimilum, í skóla eða hvar sem leikir geta stytt stundir barna. Leikirnir henta fyrir 6-16 ára börn.

Bókin kostar 1980 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Lifandi leikur

skrar/baekur/lifandileikur.jpg

Bókin lifandi leikur er safn tuttugu leikþátta handa börnum og unglingum. Þættirnir byggja flestir á frásögnum úr Nýja testamentinu og tveir þeirra eiga rætur sínar í Gamla testamentinu. Þá eru fjórir leikþættir sem henta vel til flutnings á aðventunni. Bókin er tilvalin fyrir alla þá sem eru að fást við kristinfræðikennslu, kennara og presta, og nýtist því vel í kennslu og æskulýðsstarfi kirkjunnar.

Kr. 2.980,-

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Stund í snatri

skrar/baekur/stundisnatri.jpg

Hnefafylli af trú, slatti af kærleika. Hlutbundin kennsla fyrir 5-14 ára börn. Bókin skiptist í átta hluta. Hver hluti inniheldur 10-22 tilbúnar stundir fyrir börn og unglinga.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Leiðin til Leikheima

skrar/baekur/leidin_til_leikheima.jpg

Leiðin til Leikheima er ný barnabók eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, sem Skálholtsútgáfan gefur út. Leikheimar eru dásamleg veröld sem eingöngu börn geta fundið. Þeir eru jafnstórir og hugmyndaflugið og ímyndunaraflið samanlagt. Tvíburarnir Bíbí og Bassi komast þangað og taka þátt í ótrúlegum atburðum þegar vandræðaunglingarnir Fúli, Vitsi vondi og Gratis glæpafingur villast til Leikheima. Bókin hefur tvö upphöf, annað segir söguna frá sjónarhóli tvíburanna en sé bókinni snúið við má lesa sömu sögu, sagða af þeim kumpánum Fúla, Vitsa vonda og Gratis glæpafingri.

Verð 2340 krónur

Tilboð 600 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Stórar bækur handa litlu fólki - Þegar Jesús fæddist og Venslás konungur

Það er spennandi að lesa stóra bók með fallegum myndum.

Þegar Jesús fæddist – jólahelgileikurinn

Flest börn upplifa það að jólahelgileikur er settur á svið í leikskólanum eða skólanum. Þessi saga segir frá lítilli stúlku sem hefur fengið hlutverk í jólahelgileiknum í skólanum sínum. Hún og vinir hennar leggja sig fram um að gera allt sem best og er einlægni þeirra og fagnaðarboðskapur jólanna nánast áþreifanleg.
Jafnvel þótt það gangi ekki allt eins og til stóð þá verða misfellur í leik barnanna aðeins til að benda enn sterkar á eilífan kærleiksboðskap jólanna.

Venslás konungur
Bókin segir hugljúfa sögu um Venslás konung og lítinn dreng. Þeir ganga fram í kærleiksanda jólanna. Og ekki sakar að lítið kraftaverk fylgir með!

Stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Þær fást í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í öllum helstu bókaverslunum.
Verð kr. 1890.-   Tilboð kr. 500,-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur

Miskunnsami samverjinn - stórar bækur handa litlu fólki

MISKUNNSAMI SAMVERJINN  - DÆMISAGA UM KÆRLEIKA ÚR BIBLÍUNNI
Fjórar bækur hafa komið út í röðinni stórar bækur handa litlu fólki:
Páskar
Miskunnsami Samverjinn
Venslás konunugr
Þegar Jesús fæddist - Jólahelgileikurinn

Þetta eru stórar og fallegar bækur sem styrkja og efla sameiginlega vitund barna um það sem máli skiptir: Að hlusta, að vera og að leika.
Aftast í bókunum er að finna leiðbeiningar og hugmyndir handa foreldrum og kennurum sem nota má til að ræða við börnin um söguna.
Bækurnar eru kjörnar til að lesa upphátt fyrir börn – og fullorðna!

Bækurnar eru í stærðinni 32 x 40 cm

Verð kr. 1890,- pr. stk

Tilboð kr. 500,-pr. stk

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

ENGLAR Í ULLARSOKKUM geisladiskur með Hafdísi Huld

skrar/baekur/englariullarsokkum.jpg

Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarmaður og hópur barna flytja tíu frumsamin lög á þessum geisladiski sem hún og Alisdair Wright hafa samið fyrir börn á öllum aldri. Diskurinn kemur út 21. nóvember n.k. Hafdís Huld er vel þekkt sem tónlistarmaður en geisladiskur hennar Dirty Paper Cup hefur fengið afar góðar viðtökur í Evrópu. Nú snýr hún sér að börnum og semur lög sem allir geta sungið með.

Í textunum fjallar Hafdís Huld um lífið og tilveruna, Guð, róló, engla og ullarsokka, um öryggi barnæskunnar; pabba og mömmu, bænir, mjólkurglas og brauð með osti. Grunnstefið er þakklæti, vinátta og jákvæð hugsun. Textar Hafdísar eru hugmyndaríkir, vinalegir, einlægir, í þeim segir hún sögur, m.a. um Nóa og Móse. Diskurinn er þannig upp byggður að á fyrrihluta hans má heyra lögin sungin af Hafdísi og barnahóp, en á seinni hluta hans er eingöngu undirspilið þannig að litlir söngvarar geta spreytt sig á að syngja laglínuna t.d. í karíókí. Þess má geta að lög Hafdísar Huldar hafa verið kennd í sunnudagaskólum í kirkjum landsins nú í haust, en Hafdís Huld hefur verið sunnudagaskólakennari hjá íslenska söfnuðinum í London um nokkurt skeið, auk þess að vera skapandi tónlistarmaður í námi og við störf þar í borg.

Tilboð kr. 1.990.-

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Geisladiskar

Barnaefni fyrir sunnudagaskóla

Ár hvert gefur Skálholtsútgáfan - í samvinnu við Fræðslusvið Biskupsstofu - út barnaefni fyrir sunnudagaskóla og eldribarna starf kirkjunnar.

Nánari upplýsingar á barnatru.is

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Aðventudagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.

Aðventuverkefni fyrir Leikskóla. (hentar einnig yngri bekkjum í grunnskóla) Lestrar og myndir fyrir hvern virkan dag á aðventunni. Sum dagatölin eru í formi sögustunda, þá er textinn aftan á myndum til að sýna börnunum og sagan sögð um leið. Verkefni og spurningar til barnanna. Dagatölin eru:

1. Sagan um Jónas og leyndarmálið. Ýmis konar föndur. Kostar 1000 krónur
2. Sagan um lambið Stjörnu. Fingrabrúða fylgir. Kostar 1000 krónur.
3. Sagan um litla engilinn Gabríel. kostar 1000.
4. Heims um ból, engillinn Gabríel segir frá. kostar 1000 krónur.
5. Barnið í Betlehem. Flettimyndabók og verkefnahefti fylgja. Kostar 1000 krónur.
6. Músafjölskyldan í jólatrénu. (sögustund) kostar 1690 krónur.
7. Nóttin langa (sögustund). Kostar 1690 krónur.
8. Pabbi, er Guð svartur á nóttunni en hvítur á daginn? (sögustund. Kostar 1690 krónur.
9. Sagan af stóra pabba og litla pabba. kostar 1690 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur, Jólabækur

Klippt og skorið

skrar/baekur/klipptogskorid.jpg

Að föndra er skapandi iðja þar sem hugur og hönd vinna saman. Í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar er föndur mikið notað og föndurvinna spunnin inn í annað efni, hugleiðingar, frásagnir, biblíusögur og söngva. 31 föndurverkefni eru í bókinni og fylgir flestum þeirra stutt hugleiðing út frá ákveðnum textum í Biblíunni. Hentar vel fyrir samverur með börnum á aldrinum 2ja til 12 ára. Hentar einnig í leikskólastarfi og í yngri bekkjum grunnskóla.

Bókin kostar 2500 krónur

 

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Fjórtán jólasögur

skrar/baekur/fjortanjolasogur.jpg

Jólasögurnar í þessari bók bregða upp myndum úr ýmsum áttum, sumt er kunnuglegt og annað dularfullt og framandi, aðrar reyna kröftuglega á ímyndurnarafl okkar. Hver saga í bókinni dregur fram nýjar og gamlar hliðar á jólunum, gleði þeirra og alvöru. Sögurnar veita innsýn í heim barna og unglinga og vekja upp ýmsar spurningar um líðan þeirra og hugsunarhátt en umfram allt sýna sögurnar mikilvægi þess að vera með börnum og unglingum, sýna þeim einlægni og treysta þeim.

Bókin kostar 1.780 krónur

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Jólabækur