Spurningar lífsins

ÞJÓÐGILDIN - GUNNAR HERSVEINN

skrar/tjodgildin_kapa_34mm.jpg

ÞJÓÐGILDIN EFTIR GUNNAR HERSVEIN
www.þjóðgildin.is

Hvernig samfélag viljum við vera?
Hvaða gildi viljum við rækta?
Í bókinni Þjóðgildin er fjallað um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur. ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskyldan, jöfnuður og traust eru gildin sem efla þarf á næstu árum. Í bókinni fjallar Gunnar Hersveinn um hvert og eitt gildi og knýr lesendur til að taka þátt í því að móta samfélagið.

Gunnar Hersveinn er höfundur bókanna Gæfuspor – gildin í lífinu , og Orðspor – gildin í samfélaginu (JPV útgáfa) sem hafa sett umtalsvert mark á þjóðfélagsumræðuna, og hann hefur fengið viðurkenningar fyrir vönduð skrif sín um manngildi.

Bókin kostar kr. 2690,- og henni fylgir veggspjald um Þjóðgildin, sem útskýrir þjóðgildin. Fallega myndskreytt sem jurt sem vex upp úr grasrótinni.

Tilboð 990,- í Kirkjuhúsinu,

Bókin fæst einnig í Pennanum, Eymundsson og víðar!

Flokkar: Andleg leiðsögn, Spurningar lífsins

FYRIRGEFNING OG SÁTT

skrar/Fyrirgefning og satt-100.jpg

Reiði og ásökun í annars garð er þung byrði að bera, ekki síst nú þegar sársauki og biturð grafa víða um sig í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins.

Í þessa bók skrifa 86 Íslendingar um fyrirgefningu og sátt út frá ýmsum sjónarhornum. Mörgum spurningum er varpað fram:

* Er alltaf hægt að fyrirgefa?

* Hvað er iðrun?

* Er reiði eðlileg tilfinning?

* Er hægt að lifa ósáttur?

Þessar og fleiri spurningar glíma höfundar við í óvenjulegum aðstæðum íslensks samfélags nútímans; hvernig þeir taka á fyrirgefningu og sátt í samskiptum við fjölskyldu og maka, vini og vinnufélaga en einnig andspænis veikindum og missi, vonbrigðum og misnotkun.

Höfundar koma víða að úr samfélaginu og túlka mismunandi lífsreynslu.

Tilboðsverð í Kirkjuhúsinu kr. 990,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Spurningar lífsins

SAMTAL VIÐ SAMTÍMANN

skrar/baekur/SamtalVidSamtimannW98.jpg

Samtal við samtímann - Nokkur drýli í víngarði Drottins

Nútímamaðurinn býr í heimi sem býður upp á fjölda tækifæra sem leiða til betra lífs ef farið er að með gát. Samhliða þeim og aukinni velsæld blasa við mál sem kalla á svör og ekki síst þau sem eru af siðferðilegum toga. Höfundur ræðir þau í skýru máli og af dirfsku og skarpskyggni. Samtal hans við samtímann er hressilegt og hispurslaust. Mál hans er kjarnyrt og umvafið hlýrri kímni ásamt mannviti hversdagslegrar reynslu. Hann tekur afstöðu þar sem leiðarljósið er einlæg trú og virðing fyrir lífinu. Höfundur ræðir mál sem lítið hefur verið ritað um á íslensku og sum þeirra hafa jafnvel verið hjúpuð feimni eða þögn: Hvað með líffæragjafir? Hvað á að gera við aldraða foreldra? Samkynhneigð og hjónaband? Útlimamissir? Dauði og sorg, getur kímni hjálpað? Geta helgisiðir verið leið til huggunar? Hvernig vinnum við bug á fordómum? Samtal við samtímann vekur til umhugsunar og hvetur til samtals um viðkvæm mál þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Bókin er því kærkomin öllum þeim er láta sig slík mála einhverju varða.

Sr. Sigfinnur Þorleifsson, er sjúkrahúsprestur og kennir sálgæslufræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Skálholtsútgáfan hefur áður gefið út bókina Í nærveru, eftir sama höfund.

Verð kr. 2900,-

Tilboð kr. 1900,-

Flokkar: Spurningar lífsins

Í nærveru

skrar/baekur/inaerveru.jpg

Bókin er góð hjálp öllum þeim sem hlúa vilja að andlegri velferð annarra. Hvað felst í því að hlusta á aðra og skilja hvað þeim liggur á hjarta. Hún bæði leiðbeinir og hvetur til skilnings og hluttekningar til að skilja dýpstu tilfinningar fólks og andlegt ástand þess. Höfundur bókarinn er sjúkrahúsprestur og hefur staðið við hlið fólks og veitt þeim stuðning við sjúkrabeð þess eða ættingja þeirra.

Bókin kostar 2.980,-

Flokkar: Spurningar lífsins

HVER ER TILGANGURINN svör við spurningum lífsins

skrar/baekur/tilgangurinn.jpg

Þessi bók segir frá tilgangi lífsins út frá kristnu sjónarhorni og svarar mörgum áleitnum spurningum og vekur aðrar. Spurningum eins og: Hver skapaði Guð? Hvernig veig ég að mér er fyrirgefið?Hvers vegna er heimurinn í sárum? Hvað gerir Guð í þessu? Bókin hefur verið þýdd á 64 tungumál.

Höfundur: Paul Geres 78 bls Leiðbeinandi

Verð: kr. 1590,-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Spurningar lífsins

Þankagangur Jóns Gnarr

skrar/baekur/jongnarr.jpg

Þankagangur er bók sem opnar okkur hugarheim nútímamanns sem virðir fyrir sér lífið um leið og hann tekur fullan þátt í því. Mörg hversdagsleg atvik sem við öll þekkjum verða honum tilefni til að setja þau undir sjónarhorn sem er í senn spaugileg og alvarleg.

Kr. 2.680,-
Tilboð 1.900,-

Flokkar: Spurningar lífsins

Hvað tekur við þegar ég dey?

skrar/baekur/hvadtekurvid.jpg

Hvað tekur við þegar að ég dey? Hvar eru hinir dánu? Hvað er upprisa? Hvað með þá sem ekki trúa? Er samband milli lifandi fólks og framliðinna staðreynd eða hugarburður? Samrýmist spíritismi og kristin trú? Hvað er endurholdgun? Hvernig býr maður sig undir dauðann? Spurningarnar eru óteljandi en einatt er fátt um svör. Í þessu kveri er leitast við að varpa ljósi á svör kristinnar trúar við þessum og öðrum áleitnum spurningum andspænis ráðgátum dauðans. Bókin kostar 1200 krónur

Tilboð 400,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Sorg og sorgarviðbrögð

Ljós á dimmum degi - bænir í mótlæti hversdagsins

skrar/baekur/ljos_a_dimmum_degi.jpg

Öll þurfum við á styrk að halda þegar mótlæti hversdagsins knýr dyra. Á slíkum stundum getur verið erfitt að orða hugsanir sínar og koma þeim í réttan farveg. Hugsanir okkar geta verið fálmkenndar, fljótfærnislegar eða ósveigjanlegar. Þær geta líka fyllt okkur vanmætti eða eflt baráttuþrekið um stundarsakir. Bókin Ljós á dimmum degi getur stutt þig á lífsgöngu þinni þegar öll sund virðast lokuð. Hún geymir nútímalegar bænir í orðastað þíns sem þú getur beðið, lesið og íhugað, þegar mótlæti hversdagsins er nánast orðið óbærilegt.

HÖFUNDUR: Paul Geres 56 bls - 

Verð kr. 1490,-

Tilboð: Kr. 500,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Bænabækur fyrir fullorðna

Að vera kristinn

skrar/baekur/adverakristinn.jpg

Bók fyrir alla sem hafa spurningar um það að vera Kristinn.

Bókin kostar 500 krónur

Tilboð 400,-

 

Flokkar: Spurningar lífsins

ÞJÓÐGILDIN - GUNNAR HERSVEINN

skrar/tjodgildin_kapa_34mm.jpg

BÓKIN ÞJÓÐGILDIN EFTIR GUNNAR HERSVEIN ER KOMIN ÚT.
Hvernig samfélag viljum við vera?
Hvaða gildi viljum við rækta?
Í bókinni Þjóðgildin er fjallað um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur. ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskyldan, jöfnuður og traust eru gildin sem efla þarf á næstu árum. Í bókinni fjallar Gunnar Hersveinn um hvert og eitt gildi og knýr lesendur til að taka þátt í því að móta samfélagið.

Ósk þjóðarinnar býr í þjóðgildunum sem valin voru á Þjóðfundinum. Höfundur bókarinnar leitast við að orða þessa ósk og greina mörkin sem ekki má fara yfir. Þjóðgildin eru sprottin af visku þjóðarinnar; Þjóðgildin eru ekki fyrir aðra, heldur hvert og eitt okkar.

Í bókinni er fjallað um hvernig efla megi lýðræði og jöfnuð, samábyrgð og frelsi á nýjan leik í þágu almennings. Hvernig getur Ísland verið öðrum löndum góð og traust fyrirmynd? Ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batnar það sjálft.

Gunnar Hersveinn er höfundur bókanna Gæfuspor – gildin í lífinu , og Orðspor – gildin í samfélaginu (JPV útgáfa) sem hafa sett umtalsvert mark á þjóðfélagsumræðuna, og hann hefur fengið viðurkenningar fyrir vönduð skrif sín um manngildi.

Bókin kostar kr. 2690,- og henni fylgir veggspjald um Þjóðgildin, sem útskýrir þjóðgildin. Fallega myndskreytt sem jurt sem vex upp úr grasrótinni.

www.þjóðgildin.is

Flokkar: Spurningar lífsins

HVAÐ Í VERÖLDINNI GERIR MAÐUR ÞEGAR EINHVER DEYR?

skrar/Kapanforsida-100.jpg

Eitt það erfiðasta sem getur komið fyrir er þegar einhver sem þér þykir vænt um deyr. Allur heimurinn umturnast.
Hvað í veröldinni gerir maður?
Trevor Romain veit það því hann reyndi það á sjálfum sér þegar pabbi hans dó. Þessi bók getur hjálpað þér í gegnum erfiðan tíma. Á einfaldan og heiðarlegan hátt svarar Trevor spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér:  „Af hverju þarf fólk að deyja?“  „Var þetta mér að kenna?“ „Hvað verður um líkama þess sem dó?“ „Hvernig get ég kvatt?“    Hann lýsir öllum þessum yfirþyrmandi og ruglingslegu tilfinningum sem þú gætir verið að upplifa og stingur upp á leiðum sem geta hjálpað þér til að líða betur.
Lestu það sem Trevor hefur við þig að segja. Skoðaðu myndirnar hans. Hann skilur hvað þú ert að ganga í gegn um og hann getur hjálpað.
Trevor Romain hefur skrifað og myndskreytt meira en þrjátíu barna- og unglingabækur,  meðal annars bækurnar „How to Do Homework Without Throwing Up (Að sinna heimanáminu án þess að gubba)“  „Bullies Are a Pain in the Brain (Hrekkjusvín eru svínslega svekkjandi)“ og  „Cliques, Phonies & Other Baloney (Klíkur, kjánar og annað kjaftæði)“

Verð kr. 1280,-

Tilboð kr. 990,-

 

Flokkar: Spurningar lífsins, Börn og foreldrar, Sorg og sorgarviðbrögð

HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?

skrar/kristin-tru-400.jpg

Bókin Hvað er kristin trú? gefur mörg áhugaverð svör og kunna sum hver að ýta hressilega við lesandanum. Höfundur kynnir í stuttu máli sögu kristinnar trúar, siðfræði hennar og mannskilning, og ræðir umdeild mál sem snúast um kynferði, kynlíf og stjórnmál. Þetta er ekki hefðbundin útlegging á texta Biblíunnar, kirkjusögu eða trúfræði, heldur miklu fremur bók sem skorar á kristna trú sem og önnur trúarbrögð að horfast í augu við sögu sína og samtíð. Og sú áskorun kemur úr herbúðum þeirra sjálfra og frá öðrum. Hvernig á kristin trú að bregðast við öðrum trúarbrögðum og annarri menningu?Halvor Moxnes (f. 1944) er prófessor við guðfræðideild háskólans í Ósló. Hreinn S. Hákonarson þýddi.

Verð kr. 2.980

Flokkar: Spurningar lífsins, Biblíufræðsla, Kristin trú

TRÚ OG TILGANGUR LÍFSINS - HVER ERU SVÖR KRISTINNAR TRÚAR?

skrar/heimas Hvað viltu veröld_kápa_lowr-100.jpg

Hvað viltu, veröld? og Leit og svör er heiti pistla eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup sem birtust í Morgunblaðinu, vikulega á þriggja ára tímabili, árin 2007-2009. Pistlarnir vöktu mikla athygli. Hér birtast þeir á bók ásamt fleira efni, þar á meðal hugleiðingum hans um ellina. Einnig má lesa hér síðustu prédikun hans, sem hann flutti á Reykholtshátíð 2007.

Verð kr. 3490,-

Flokkar: Spurningar lífsins, Kristin trú