Andleg leiðsögn

FYRIRGEFNING OG SÁTT

skrar/Fyrirgefning og satt-100.jpg

Reiði og ásökun í annars garð er þung byrði að bera, ekki síst nú þegar sársauki og biturð grafa víða um sig í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins.

Í þessa bók skrifa 86 Íslendingar um fyrirgefningu og sátt út frá ýmsum sjónarhornum. Mörgum spurningum er varpað fram:

* Er alltaf hægt að fyrirgefa?

* Hvað er iðrun?

* Er reiði eðlileg tilfinning?

* Er hægt að lifa ósáttur?

Þessar og fleiri spurningar glíma höfundar við í óvenjulegum aðstæðum íslensks samfélags nútímans; hvernig þeir taka á fyrirgefningu og sátt í samskiptum við fjölskyldu og maka, vini og vinnufélaga en einnig andspænis veikindum og missi, vonbrigðum og misnotkun.

Höfundar koma víða að úr samfélaginu og túlka mismunandi lífsreynslu.

Tilboðsverð í Kirkjuhúsinu kr. 990,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Spurningar lífsins

FLEIRI ORÐ Í GLEÐI

skrar/fleiri orð í gleði bara forsíða-100.jpg

FLEIRI ORÐ Í GLEÐI

Bókin geymir gott veganesti út í dagsins eril og amstur. Hún er framhald metsölubókarinnar Orð í gleði, sem margir Íslendingar þekkja. Þessar bækur eru teknar saman af Karli Sigurbjörnssyni, biskup.

Hér má finna glettin orð en þó alvörufull og djúpvitur sem ylja lesandanum um hjartarætur og vekja bros á vör:  Örsögur, íhuganir, myndbrot og ljóð, spekiorð og bænir víðs vegar að sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og  sterk sem höfundur vill deila með öðrum til að uppörva í trú og efla von. Kímnin er aldrei langt undan, hin óvæntu sjónarhorn sem varpa ljósi yfir það sem máli skiptir í lífinu.

,,Orð í gleði og Fleiri orð í gleði eru bækur sem hægt er að opna hvar sem er, hvenær sem er. Boðskapurinn á við í leik og starfi. Ég les bækurnar fyrir mig, börnin mín og mæli með þeim við alla sem vilja gleði, von og trú." Segir Sigríður Arnardóttir, dagskrárgerðarmaður.

Verð kr. 1.990,-

Flokkar: Hugleiðingabækur, Andleg leiðsögn

Orð í gleði

skrar/baekur/ord_i_gledi.jpgÞessi bók geymir gott veganesti út í dagsins amstur og eril. Flytur glettin orð en þó alvörufull og djúpvitur sem ylja lesanda um hjartarætur og vekja bros á vör. Hér er að finna smellnar örsögur og djúpar íhuganir, sterk myndbrot og ljóð, ódauðleg spekiorð og heitar bænir sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og kröftug sem höfundur vill deila með öðrum til að uppörva í trú og efla von. Sjónarhorn kímninnar er hér í fyrirrúmi og sýnir hvað hún getur verið öflugur farvegur fyrir það sem skiptir mestu máli í lífinu. Karl Sigurbjörnsson biskup tók þessa bók saman.
Bókin kostar 1400 krónur

Flokkar: Um lífið, tilveruna og trúna, Hugleiðingabækur, Andleg leiðsögn

Stórt og smátt um bænina

skrar/Stort og smatt-100.jpg

Stórt og smátt um bænina er nýútkomin bók hjá Skálholtsútgáfunni.Skálholtsútgáfan hefur gefið út nokkrar bænabækur, bæði fyrir börn og fullorðna,  en áður hefur ekki komið út bók sem fjallar eingöngu um bænina.
Viltu efla og þroska bænalíf þitt? Hvað er bæn?  Hvernig biðjum við? Stórt og smátt um bænina er nútímaleg bók sem býður uppá nýjar leiðir til að efla og þroska bænalíf. Bænaæfingar eru í hverjum kafla bókarinnar, margar nýstárlegar en aðrar byggja á gömlum hefðum.
Bæn er ferðalag. Ferðalag til Guðs og um leið er förinni heitið inn í innstu sálarfylgsni okkar. Við könnum ný lönd og nemum. Bænir okkar dýpka og þroskast eftir því sem við sjálf þroskumst og breytumst. Meðal kafla í bókinni má nefna: Bæn og tilfinningar; Bæn og tónlist; Bæn, bragð og ilmur; Bæn og hreyfing. 

Verð kr. 2700,-

Tilboð kr. 2000,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Bænabækur fyrir fullorðna

RÚMHELGIR DAGAR - bókin um hversdaginn

skrar/baekur/RumhelgirDagarW98.jpg

Rúmhelgir dagar - Bókin um hversdaginn og trúna.

Þessi bók setur fram vísanir til hins heilaga í í hversdagsleikanum á djúpvitran hátt og glettinn sem styrkja okkur í lífinu. Hér er að finna veganesti í dagsins önn og amstri, örsögur, íhuganir, myndbrot og ljóð, spekiorð og bænir sem styrkja og næra hugann, og benda á návist Guðs, líka í gráma hversdagsins. Dagurinn getur verið ofinn úr björtum þráðum gleði og hamingju eða dökkum þráðum kvíða og depurðar. En hvernig sem hversdagurinn kann að vera þá er alltaf að finna í honum gullinn þráð hins heilaga. KR. 2900,-

Höfundurinn Karl Sigurbjörnsson biskup, hefur áður skrifað tvær bækur um skylt efni , Orð í gleði og Huggun í sorg.

Verð kr. 2.700,-

Tilboð 1.900,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

Fimm mínútna Biblían

skrar/baekur/FimmMin.jpg

Einstök bók og ótrúleg! Ein eftirtektarverðasta bók um Biblíuna sem komið hefur út.

Hún gerir efni Biblíunnar aðgengilegt. Hún er ætluð ungu fólki en nýtist öllum aldurshópum.

Í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi er hún víða notuð í fermingarfræðslu.
Efni bókarinnar er skipt niður í stutta kafla, ein blaðsíða fyrir hvern dag ársins. Biblíutexti og hugleiðing fylgir hverjum degi.

Verð kr. 2.280,- (kilja)
Tilboð kr. 1.500,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Biblíufræðsla, Fermingarstarf

Friður í hjarta - eftir Móður Teresu

skrar/baekur/fridurihjarta.jpg

Líf sérhvers manns er dýrmætt í augum Guðs. Móðir Teresa helgaði líf sitt því að hjálpa þeim snauðustu allra í fátækrahverfum Kalkútta. Í þessari bók má finna safn ummæla hennar, hugleiðinga og bæna. Þar má skynja þá umhyggju, visku og djúpa frið sem mótaði líf og ævistarf Móður Teresu.

Hvert og eitt okkar hefur sömu möguleika að eignast hlutdeild í friðnum. Mörgum sem vanir eru asa,þar sem allt þarf að ganga hratt fyrir si,g finnst þetta erfitt, en þessi bók getur orðið til hjálpar.

Á dögum rangrar forgangsröðunar á svo mörgum sviðum þörfnumst við þess að vera minnt á hve mikilvæg trúin á Guð er. Og hvílík gleði sprettur af þeirri trú.
Það er einfaldur boðskapur, en mörg okkar fara samt á mis við hann. Allt of oft er trúnni íþyngt af byrðum nútímans. Samt er það trúin sem veitir hverju og einu okkar þann styrk sem við þörfnumst til að yfirvinna veikleikana vegna þess að kærleikur Guðs er þolinmóður. Fyrir trúna fáum við að reyna og sjá að við erum ekki ein andspænis erfiðleikunum.

Bókin fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og í öllum helstu bókaverslunum.

Karl Sigurbjörnsson, biskup, þýddi.

Kr. 1.890,-

Flokkar: Hugleiðingabækur, Andleg leiðsögn

ÆÐRULEYSI KJARKUR VIT - Orð til uppörvunar á erfiðum tímum

skrar/baekur/aedruleysi-kjarkur-vit.jpg

Þetta bókarkorn geymir huggunarorð, bænir og örsögur af ýmsu tagi sem varpa ljósi á æðruleysisbænina.
Æðruleysisbænin er mörgum kunn og kær. Fólk sem unnið hefur með tólf spora kerfið, t.d. innan AA samtkanna og á námskeiðum í kirkjum undir heitinu Tólf sporin - andlegt ferðalag, hefur notið þeirrar gæfu að hafa tileinkað sér æðruleysisbænina.

En æðruleysisbænin á erindi til allra í atvikum daganna.
Hún hefur reynst hughreysting og haldreipi þegar tekist er á við ósigra og erfiðleika. En hún er líka styrkur og leiðsögn á daglegri för í margbreytilegum aðstæðum.

Verð kr. 790,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

Ákall úr djúpinu

skrar/baekur/akallurdjupinu.jpg

Margir þrá kyrrð og frið á hraðfara öld nútímans. Ef til vill heufur þessi þrá aldrei verið eins djúpstæð og nú á dögum. Þessi bók fjallar um margar hliðar kristinnar íhugunar og djúphygli. Bókin mætir annasömum heimi nútímans og viðleitni mannsins að ná góðri einbeitingu við íhugun sína.

Kr. 2.420,-

 

Flokkar: Andleg leiðsögn

Eigi stjörnum ofar - Sálmar og ljóð Sigurbjörns Einarssonar, biskups.

skrar/baekur/EigiStjornumOfar.jpg

Sigurbjörn Einarsson er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Sálmar hans og bænir bera uppi helgihald kirkjunnar og trúarlíf einstaklinga hér á Íslandi, og veita leiðsögn og huggun trúar og vonar.
Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða allt til hinstu stundar.

Ritstjórn: Einar Sigurbjörnsson prófessor, sonur dr. Sigurbjörns.

Bókin kostar kr. 3590,- og fæst í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum landsins.

Tilboð kr. 2.500,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Bænabækur fyrir fullorðna

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi - smábók

skrar/Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi-100.jpg

Orð um kærleikann - stuttar íhuganir og spekiorð.
Verð kr. 790,-

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða kvellandi bjalla.... (Orð Biblíunnar)

 

Flokkar: Andleg leiðsögn

Mig mun ekkert bresta

skrar/baekur/mig_mun_ekkert_bresta.jpg

Mig mun ekkert bresta - bók um sorg og von eftir Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, prest við Akureyrarkirkju. Þetta er bók sem styrkir öll þau sem missa sína nánustu og hjálpar þeim að takast á við sorgina af raunsæi og æðruleysi. Hughreystandi frásögn, ljóðræn og vonarrík, þar sem horfst er í augu við sorgina sem heimsækir okkur öll einhvern tíma.

Bókin kostar 2990 krónur

Flokkar: Andleg leiðsögn, Sorg og sorgarviðbrögð

Speki Ágústínusar kirkjuföður

skrar/baekur/spekiagustinusar.jpg

Spekibækurnar eru hugsaðar sem hjálp við íhugun og skiptast hver og ein bók í þrjátíu stutta kafla þar sem hver kafli gefur lesandanumandlegt nesti til íhugunar fyrir hvern dag mánaðarins.

Í þessari bók eru sýnishorn úr ritum Ágústínusar sem hefur mótað og frjóvgað kristna hugsun og trúarlíf flestum fremur. Ágústínus hefur haft meiri áhrif á menningu Vesturlanda en flestir kristnir hugsuðir aðrir. Fáar bækur hafa verið meira lesnar en Játningar hans, eina rit hans sem hefur að hluta verið þýtt á íslensku. Bókin kostar 790 krónur

Tilboð 400,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

Speki Davíðssálma

skrar/baekur/spekisalmanna.jpg

Davíðssálmar hafa um aldaraðir verið mönnum einna kærastir allra rita í Biblíunni. Allt líf mannsins er þeim efni til íhugunar. Sterk von og einlægt traust endurómar í 23. sálmi Davíðs, sem er kunnastur þeirra. Margir sálmanna sýna djúpa tilbeiðslu mannsins og lotningu fyrir því sem heilagt er. Enn aðrir draga fram örvæntingu mannsins andspænist ýmsum ógnum og hremmingum lífsins.

Bókin kostar 790 krónur

Tilboð 400,-

 

Flokkar: Andleg leiðsögn

Speki eyðimerkurfeðranna

skrar/baekur/spekieydimerkurfedranna.jpgEyðimerkurfeðurnir voru menn sem sest höfðu að í eyðimörkinni í Egyptalandi til að leita einveru og kyrrðar. ,,Mæl þú orð" var gjarna ósk þeirra við þá sem leituðu þeirra um langan veg. Og vegna þess hver orðfáir þeir voru varð orðið næstum eins og saramenti, rödd Guðs og svar við innstu hjartans ósk. Í þessari bók eru tekin saman spekiorð sem frá eyðimerkurfeðrunum eru komin og endurspegla trú sem var iðkuð í auðmýkt og réttlæti, en stöðugri baráttu. Bókin kostar 790 krónur
Tilboð 400,-<

Flokkar: Um lífið, tilveruna og trúna, Andleg leiðsögn

Speki Jesú Krists

skrar/baekur/spekijesu.jpg

Þessi bók geymir mörg spakmæli Jesú Krists og mörg önnur minnisstæð orð sem frá honum eru komin og lesa má í guðspjöllunum. Boðskapur hans er djúpur og kærleiksrík leiðsögn á vegi lífsins og hverjum manni óþrjótandi íhugunarefni.

Bókin kostar 790 krónur

Flokkar: Andleg leiðsögn

Spekisögur frá ýmsum löndum

Fimmtán spekisögur sem hjálpa okkur að læra hvert af öðru og búa til betri heim, friðsælan og réttlátan.
Bók um speki og visku hana börnum og fullorðnum.
Sögurnar eru frá Gana, Jamaíka, Galíleu, Grikklandi, Arabíu, Indlandi, Ítalíu, Afganistan, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Rússlandi.

Ríkulega myndskreytt bók.

Verð kr. 1890,-

Tilboð kr. 990,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Barna- og unglingastarf, Barnabækur af ýmsum toga

Verið ekki áhyggjufull - smábók

skrar/Verið ekki áhyggjufull-100.jpg

Orð um áhyggjur út frá Biblíutextum - spekiorð og stuttar íhuganir til umhugsunar.
Tilboð kr. 300,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

Drottinn er minn hirðir - smábók

skrar/Drottinn er minn hirðir-100.jpg

Orð um 23. Davíðssálm í Biblíunni - spekiorð og stuttar hugleiðingar.

Tilboð kr. 300,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

Þú sem ert á himnum - smábók

skrar/ sem ert á himnum-100.jpg

Orð um Faðir vor - bænina, spekiorð og stuttar hugleiðingar.

Tilboð kr. 300

Flokkar: Andleg leiðsögn

GUÐ, HVERS VEGNA? ANDLEGT FERÐALAG ...

skrar/Gud, hvers vegna-100.jpg

Guð hvers vegna. Nýútkomin bók um trúarlega iðkun
Í bókinni eru gagnlegir inngangskaflar um bænalíf, biblíulestur og aðra trúarlega iðkun, hvort sem tekst að verja fimmtán mínútum eða aðeins tveim mínútum á dag í andlega iðkun.Síðari hluti bókarinnar er 40 daga andlegt ferðalag með ritningarversi, hugleiðingu og bæn ásamt hagnýtum leiðbeiningum. Hér eru einnig leiðbeiningar fyrir hópa fólks sem vill  vinna saman með efni bókarinnar. Vigfús Ingvar Ingvarsson, þýddi.

Verð kr 2700,-

Tilboð 2.000,-

Flokkar: Andleg leiðsögn, Tólf sporin andlegt ferðalag

ÞJÓÐGILDIN - GUNNAR HERSVEINN

skrar/tjodgildin_kapa_34mm.jpg

ÞJÓÐGILDIN EFTIR GUNNAR HERSVEIN
www.þjóðgildin.is

Hvernig samfélag viljum við vera?
Hvaða gildi viljum við rækta?
Í bókinni Þjóðgildin er fjallað um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur. ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskyldan, jöfnuður og traust eru gildin sem efla þarf á næstu árum. Í bókinni fjallar Gunnar Hersveinn um hvert og eitt gildi og knýr lesendur til að taka þátt í því að móta samfélagið.

Gunnar Hersveinn er höfundur bókanna Gæfuspor – gildin í lífinu , og Orðspor – gildin í samfélaginu (JPV útgáfa) sem hafa sett umtalsvert mark á þjóðfélagsumræðuna, og hann hefur fengið viðurkenningar fyrir vönduð skrif sín um manngildi.

Bókin kostar kr. 2690,- og henni fylgir veggspjald um Þjóðgildin, sem útskýrir þjóðgildin. Fallega myndskreytt sem jurt sem vex upp úr grasrótinni.

Tilboð 990,- í Kirkjuhúsinu,

Bókin fæst einnig í Pennanum, Eymundsson og víðar!

Flokkar: Andleg leiðsögn, Spurningar lífsins

MÍN ÞÚ LEITAR, GUÐ - Valin orð til uppbyggingar og uppörvunar.

skrar/Mín þú leitar Guð-400.jpg

Bjarni Árnason, traustur vinur Sigurbjörns Einarssonar, biskups, og mikill unnandi ritverka hans, hefur lengi sótt styrk í orð hans, bæði til uppbyggingar, uppörvunar og endurnýjunar. Til þess að aðrir gætu gert hið sama, valdi Bjarni orð úr ritum Sigurbjörns.

Bókin kostar Kr. 2.980

Flokkar: Andleg leiðsögn, Guðfræði, Kristin trú

FJÁRSJÓÐUR - 84 KORT MEÐ BIBLÍUVERSUM OG BÆNUM

skrar/Fjarsjodur_3131-400.jpg

Hvar sem FJÁRSJÓÐUR þinn er þar mun og hjarta þitt vera
Bænir og biblíuvers í önnum hversdagsins Þessi fjársjóður geymir 84 kort – öðrum megin er biblíuvers sem auðvelt er að tileinka sér, hinum megin er bæn.
BÆN: Guð. Of oft gleymi ég mér og tek ógætilega til orða þegar rætt er um fólk sem mér fellur ekki við. Hjálpa mér að gæta tungu minnar svo hún skaði hvorki mig né aðra.
RITNINGARVERS: Talið ekki illa hvert um annað, systkin. (Jakobsbréfið 4.11)

Fæst  í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 sími 528 4200 - kr. 2500,-

 

 

Flokkar: Andleg leiðsögn

KVÖLDBÆNAFJÁRSJÓÐUR

skrar/fjársjóðir saman þrengra-100.jpg

BÆNIR OG BIBLÍUVERS AÐ KVÖLDI DAGS
Þessi fjársjóður geymir 84 kort – öðrum megin er biblíuvers sem auðvelt er að tileinka sér, hinum megin er bæn. Hér er dæmi;
RITNINGARVERS;
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
Matteusarguðspjall 6.34
BÆN:
Guð, vertu nálægur þegar við erum hrædd.
Hjálpaðu okkur að lifa í augnablikinu og um leið í
trausti til þín sem ert eilífur og alltaf nálægur.
Hægt er að lesa eitt á kvöldi í 12 vikur eða búa til sína eigin aðferð. Fæst  í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 sími 528 4200 -

Verð kr. 2500,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

KYRRÐARBÆNIN - CENTERING PRAYER

skrar/Vakandi hugur-100.jpg

Kyrrðarbænin (Centering Prayer) er víða stunduð í hópum á Íslandi - og um allan heim! Einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar er Thomas Keating og hefur hann skrifað þessa bók sem nefnist Vakandi hugur, vökult hjarta. Kyrrðardagar og námskeið með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar má kynnat betur á vefnum undir www.kristinihugun.is Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld þar sem Guði er ekkert ómögulegt. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast ...

Bókin kostar kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu en fæst víðar í bókaverslunum.

 

Flokkar: Andleg leiðsögn