Útgefið efni

Hér er yfirlit yfir allar bækur sem Skálholtsútgáfa hefur gefið út. Einnig er hægt að skoða yfirlit yfir bækurnar eftir flokkum hér til hliðar.

KIRKJUHÚSIÐ - SKÁLHOLTSÚTGÁFAN - VERSLUNIN OPIN  VIRKA DAGA KL. 9-17, fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 11-15

0

Að kveðja í síðasta sinn

skrar/baekur/ad_kvedja_i_sidasta_sinn.jpg

Þessi bók fjallar um að kveðja þá sem okkur þykir vænst um. Oft er það auðvelt en stundum líka erfitt. Þessi bók hjálpar okkur til að halda í vonina þegar við kveðjum fólk í síðasta sinn. Bók til að lesa fyrir börn. Höfundur: Lois Rock – Myndskreytingar: Sheila Moxley 32 bls Isbn 9979-792-04-3

Verð kr. 1490,-

Flokkar: Sorg og sorgarviðbrögð, Barnabækur af ýmsum toga

Að vera kristinn

skrar/baekur/adverakristinn.jpg

Bók fyrir alla sem hafa spurningar um það að vera Kristinn.

Bókin kostar 500 krónur

Tilboð 400,-

 

Flokkar: Spurningar lífsins

Aðventudagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.

Aðventuverkefni fyrir Leikskóla. (hentar einnig yngri bekkjum í grunnskóla) Lestrar og myndir fyrir hvern virkan dag á aðventunni. Sum dagatölin eru í formi sögustunda, þá er textinn aftan á myndum til að sýna börnunum og sagan sögð um leið. Verkefni og spurningar til barnanna. Dagatölin eru:

1. Sagan um Jónas og leyndarmálið. Ýmis konar föndur. Kostar 1000 krónur
2. Sagan um lambið Stjörnu. Fingrabrúða fylgir. Kostar 1000 krónur.
3. Sagan um litla engilinn Gabríel. kostar 1000.
4. Heims um ból, engillinn Gabríel segir frá. kostar 1000 krónur.
5. Barnið í Betlehem. Flettimyndabók og verkefnahefti fylgja. Kostar 1000 krónur.
6. Músafjölskyldan í jólatrénu. (sögustund) kostar 1690 krónur.
7. Nóttin langa (sögustund). Kostar 1690 krónur.
8. Pabbi, er Guð svartur á nóttunni en hvítur á daginn? (sögustund. Kostar 1690 krónur.
9. Sagan af stóra pabba og litla pabba. kostar 1690 krónur.

Flokkar: Barna- og unglingastarf, Páskaefni - Jólaefni, Barnabækur, Jólabækur

Af hverju afi?

skrar/baekur/af_hverju_afi.jpg

Bókin Af hverju, afi? er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. Í þessari bók talar afi við börn sem hlakka til jólanna. Börnin spyrja afa um jólin í gamla daga og um fyrstu jólin þegar Jesús fæddist. Þau spyrja um gjafir, gamla jólasiði og gömul orð úr Biblíunni og kunnum jólasálmum eins og meinvill sem lá í myrkrunum. Afinn í þessari bók, Sigurbjörn Einarsson, biskup, hjálpar foreldrum að svara og að uppfræða börnin. Orð hans bera með sér hlýju og kímni ásamt visku hins aldna. Bókin svarar ekki síður spurningum fullorðinna um tíma sem er liðinn og skildi svo margt eftir handa börnum á öllum aldri. Bókin kom fyrst út árið 1984 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er sígild bók og ómissandi dýrgripur á aðventu og jólum.

Bókin kostar 2200 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga, Jólabækur

AF HVERJU, AFI? Á HLJÓÐBÓK

skrar/heimas Af hverju afi_hljóðbók_kápa_lowr.jpg

Sigurbjörn biskup les fyrir börn sem hlakka til jólanna. Börnin spyrja afa um jólin í gamla daga og um fyrstu jólin þegar Jesús fæddist. Þessi upptaka var gerð af RUV. Bókin Af hverju, afi? fæst einnig í Kirkjuhúsinu.

Verð kr. 1.990,-

Andardráttur umhyggjunnar

skrar/baekur/andardrattur.jpg

Erfitt er að tjá það sem hjarta er næst án þess að vera persónuleg. Mikilsvert er þó að reyna það. Dýpstu upplifanir okkar eru almennar, og við verðum að læra að finna okkur sjálf í reynsla annarra. Athyglisvert er hve líkt manneskjurnar tjá sig á öllum öldum, þegar þær reyna að lýsa með orðum því sem aðeins verður sagt í myndum.Þessi bók er ætluð þeim sem takast á við vandamál daglegs lífs.

Bókin kostar 1200 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Út um græna grundu - Söngvasveigur 5

skrar/baekur/song5.jpg

55 íslensk og erlend lög, raddsett fyrir barna- og kvennakóra. Lög við allra hæfi, jafnt byrjendur og þeirra sem eru lengra á veg komin. Við mörg lög er að finna píanóundirleik eða hljóma til stuðnings. Veraldleg lög. Þórunn Björnsdóttir og Egill R. Friðleifsson tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Tónlistarbækur

Augliti til auglitis

skrar/baekur/auglit.jpg

Þessi bók mætir konum í dagsins önn og hjálpar þeim að ná tökum á lífi sínu með íhugun og bæn. Hér er einnig að finna almenna umfjöllun og leiðbeiningar um íhugun. Í bókinni eru nítján íhuganir fyir konur í ýmsum aðstæðum lífsins og fjórar samdar út frá frásögnum í Nýja testamentisins.

Bókin kotar 1980 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Þankagangur Jóns Gnarr

skrar/baekur/jongnarr.jpg

Þankagangur er bók sem opnar okkur hugarheim nútímamanns sem virðir fyrir sér lífið um leið og hann tekur fullan þátt í því. Mörg hversdagsleg atvik sem við öll þekkjum verða honum tilefni til að setja þau undir sjónarhorn sem er í senn spaugileg og alvarleg.

Kr. 2.680,-
Tilboð 1.900,-

Flokkar: Spurningar lífsins

Þú sem ert á himnum - smábók

skrar/ sem ert á himnum-100.jpg

Orð um Faðir vor - bænina, spekiorð og stuttar hugleiðingar.

Tilboð kr. 300

Flokkar: Andleg leiðsögn

Þegar litum rigndi

skrar/baekur/tegarlitum.jpgÞessi saga gerist í Grálandi en þar var allt grátt. Dag nokurn kom loftbelgur svífandi ofan af himnum. Um borð voru þrjú börn. Þetta er hrífandi saga sem hittir börnin í hjartastað og bendir fullorðnum á það sem býr að baki grámuskulegum hversdagsleikanum. Myndirnar draga fram hlýja kímnina og ástúðina sem sagan geymir.
Bókin kostar 990 krónur
<

Flokkar: Barnabækur, Barnabækur af ýmsum toga

Þjónar í húsi Guðs

skrar/baekur/tjonar.jpg

Þjóna í húsi Guðs er handbók fyrir meðhjálpara og kirkjuverði, sóknarnefndir og starfsfólk kirkjunnar. Gunnar Kristjánsson og Krístín Þ. Tómasdóttir ritstýrðu.

Bókin kostar 2990 krónur     Kjalarnessprófastsdæmi sá um útgáfuna.

Flokkar: Guðfræði

ÞJÓÐGILDIN - GUNNAR HERSVEINN

skrar/tjodgildin_kapa_34mm.jpg

ÞJÓÐGILDIN EFTIR GUNNAR HERSVEIN
www.þjóðgildin.is

Hvernig samfélag viljum við vera?
Hvaða gildi viljum við rækta?
Í bókinni Þjóðgildin er fjallað um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur. ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskyldan, jöfnuður og traust eru gildin sem efla þarf á næstu árum. Í bókinni fjallar Gunnar Hersveinn um hvert og eitt gildi og knýr lesendur til að taka þátt í því að móta samfélagið.

Gunnar Hersveinn er höfundur bókanna Gæfuspor – gildin í lífinu , og Orðspor – gildin í samfélaginu (JPV útgáfa) sem hafa sett umtalsvert mark á þjóðfélagsumræðuna, og hann hefur fengið viðurkenningar fyrir vönduð skrif sín um manngildi.

Bókin kostar kr. 2690,- og henni fylgir veggspjald um Þjóðgildin, sem útskýrir þjóðgildin. Fallega myndskreytt sem jurt sem vex upp úr grasrótinni.

Tilboð 990,- í Kirkjuhúsinu,

Bókin fæst einnig í Pennanum, Eymundsson og víðar!

Flokkar: Andleg leiðsögn, Spurningar lífsins

Þorlákur Helgi og samtíð hans

skrar/baekur/torlakurhelgi.jpg

Séra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup í Skálholti segir sögu Þorláks í þessari bók á alþýðlegan og fræðandi hátt. En jafnframt því er hér sögð saga þeirrar menningar sem mótaði Þorlák, enda stundaði hann nám við helstu menntastofnanir í Evrópu og flutti með sér alþjóðlegan blæ og þekkingu heim til Íslands.

Bókin kostar 1990 krónur

Flokkar: Saga

Þrastarunginn Efraím

skrar/rastarunginn Efraím-100.jpg

Þrastarunginn Efraim

Hér er komið víða við í líflegri og skemmtilegri frásögn. Þetta er kærkomin bók öllum foreldrum sem vilja lesa fyrir börn sín og kenna þeim um Guð og það sem best  er og dýrmætasta í lífinu. Í lok hvers kafla um Efraím og systur hans, Efemíu, er lítið minnisvers úr Biblíunni og bænarorð.
Teikningar eftir Ásdísi Sigurþórsdóttur myndlistarmann.

 

Verð kr. 1.890,-

Tilboð 1.380,-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Á fermingardegi - bók

Kveðja til fermingarbarnsins frá Kirkjunni sinni.

Lítið fallegt heftir með bænum og hugleiðingum.

Gott nesti út í lífið.

Skálholtsútgáfan

Verð kr. 595,-

Flokkar: Fermingarstarf, Kirkjufræðsla

Á leið til Jerúsalem

skrar/baekur/jerusalem.jpg

Úr erli daglegs lífs er nútímamaðurinn leiddur í djúpa kyrrð á helgum slóðum. Skyndilega er hann í för með fólki sem fylgir meistaranum frá Nasaret, en ferðinni er heitið til borgarinnar Jerúsalem. Á leiðinni suður landið gerist margt, nútímamaðurinn stendur við hlið höfundar og hlýðir á ódauðleg orð og verður vitni að máttarverkum. ISBN 9979-765-29-1 - 39 bls. -

Bókin kostar 1.350 krónur.

Tilboð 600 krónur

 

 

 

 

 

Flokkar: Hugleiðingabækur

Á torgi himinsins

skrar/baekur/atorgi.jpg

í þessari bók eru 43 hugvekjur sem flestar eru útleggingar á textum kirkjuársins. Þjrú meginþemu eru í bókinni: Rökhyggja og trú, kristin dulúð og evangelískur átrúnaður. Hugvekjurnar tak á mörgum þáttum mannlífsins og kristinnar trúar og eru holl og góð lesning hverjum manni. Þær eru skrifaðar á meitluðu máli, fagurri og kjarnyrtri íslensku sem höfundurinn var þekktur fyrir.

Bókin kostar 1500 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Ákall úr djúpinu

skrar/baekur/akallurdjupinu.jpg

Margir þrá kyrrð og frið á hraðfara öld nútímans. Ef til vill heufur þessi þrá aldrei verið eins djúpstæð og nú á dögum. Þessi bók fjallar um margar hliðar kristinnar íhugunar og djúphygli. Bókin mætir annasömum heimi nútímans og viðleitni mannsins að ná góðri einbeitingu við íhugun sína.

Kr. 2.420,-

 

Flokkar: Andleg leiðsögn

Ástvinamissir vegna sjálfsvígs

skrar/stvinamissir vegna sjálfsvígs-100.jpg

Handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur.
Að missa einhvern, sem maður elskar, vegna sjálfsvígs, er eitt versta áfall sem hugsast getur. Enginn er viðbúinn slíku og einungis þau sem hafa reynt á eigin skinni vita hvað slíkt hefur í för með sér og hvaða tilfinningar fylgja í kjölfarið.
Hér má finna grunnupplýsingar til aðstoðar fólki í þessari stöðu.

kr. 500,-

Flokkar: Fræðsla, Sorg og sorgarviðbrögð

Í dag - Hugleiðingar 366 Íslendinga fyrir hvern dag ársins

skrar/baekur/idag.jpg

Hugleiðingar 366 Íslendinga skrifaðar sérstaklega fyrir þessa bók. Þeir deila með lesendum veganesti út í daginn. Þessi bók sýnir þverskurð af íslenskri hugsun um lífið og tilveruna. Hugleiðingarnar eru mjög persónulegar og sýna hvað fólki liggur á hjarta og lýsa því mjög vel hvað fólk setur í forgang í lífinu. Þær eru auðskiljanlegar og uppbyggilegar, hafa sterkar siðferðislegar og trúarlegar tilvísanir og vekja til umhugsunar um það sem skiptir máli, fordómalausar, hlýlegar, nærandi og hressandi. Það teljast vera tíðindi að hátt í fjórða hundrað Íslendinga skrifi hugleiðingar sínar í eina bók. Höfundarnir koma af ýmsum sviðum þjóðlífsins og margir eru landskunnir. Einstök bók ætluð Íslendingum í dagsins önnum.

Verð  3.740 krónur

Flokkar: Hugleiðingabækur

Í fótspor Jesú - verkefnabók fylgir

skrar/ fótspor Jesú-100.jpg

Í fótspor Jesú er bók sem a erindi við alla kristna menn. Bókin er prýdd einstökum litmyndum sem gera kunnustu sögur Jesú ljóslifandi í hugum lesenda. Myndirnar sýna fjölmarga staði í landinu helga, einstakt landslag og auk þess ýmsa hluti sem Jesús hefur eflaust sjálfur séð á sínum tíma. Höfundurinn, Henry Wansbrough, er heimskunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekking hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum.

Verkefnabók til ljósritunar er fáanleg í Kirkjuhúsinu.
Hægt að nota í fermingarstarfi.

Verð kr. 1200,-

Flokkar: Biblíufræðsla, Barna- og unglingastarf, Fermingarstarf, Barnabækur af ýmsum toga

Í lífi og leik - nótnabók - barna og æskulýðsstarf

skrar/ lífi og leik-100.jpg

Undirleiksbók með söngbókinni Í lífi og leik, kom út árið 1985.
Enn í fullu gildi í barna- og unglingastarfi.
Fæst aðeins í Kirkjuhúsinu.

Bókin kostar 1690 krónur

 

 

Flokkar: Undirleikur

Í nærveru

skrar/baekur/inaerveru.jpg

Bókin er góð hjálp öllum þeim sem hlúa vilja að andlegri velferð annarra. Hvað felst í því að hlusta á aðra og skilja hvað þeim liggur á hjarta. Hún bæði leiðbeinir og hvetur til skilnings og hluttekningar til að skilja dýpstu tilfinningar fólks og andlegt ástand þess. Höfundur bókarinn er sjúkrahúsprestur og hefur staðið við hlið fólks og veitt þeim stuðning við sjúkrabeð þess eða ættingja þeirra.

Bókin kostar 2.980,-

Flokkar: Spurningar lífsins

Í stuttu máli sagt - kennslubók og kennsluleiðbeiningar

skrar/ stuttu máli sagt-100.jpg

Útgáfuár 2008


Bókin fjallar um grunnþætti kristinnar trúar á skýran og gagnorðan hátt. Auk þess er hún ríkulega myndskreytt með mörgum listaverkum sígildra meistara sem segja með myndum sínum meira en mörg orð.
Ólíkar skoðanir unglinga á ýmsu því er snertir kristna trú koma fram á skemmtilegan og einlægan hátt.
Þeir grunnþættir sem bókin tekur fyrir eru:
- Trúarjátningin
- Guðsþjónustan
- Trú og trúarlíf, bænin
- Biblían
- Boðorðin
- Skírn og heilög kvöldmáltíð.
Kirkjuleg hefð er í hávegum höfð sem og nútímaleg sjónarmið. Fjallað er um hvern þátt á skipulegan og markvissan hátt.
Texti bókarinnar er mjög aðgengilegur og í henni er að finna verkefni sem fermingarbörnin vinna ýmist skriflega eða munnlega. Hvort tveggja verkefni bókarinnar og efni tengjast fermingarbörnunum persónulega og efla safnaðarvitund þeirra.
Í stuttu máli sagt er bók sem hentar vel til fermingarfræðslu í sveitum, bæjum og borg. Henni fylgir hugmyndir að 17 samverum með fermingarbörnum. Hugmyndabanki fylgir einnig, hann verður hægt að nálgast á efnisveitunni á kirkjan.is.
Verð kr. 1500,-

 

 

Flokkar: Fermingarstarf

ÍSLENSK LITABÓK SEM JAFNFRAMT ER LESBÓK

skrar/litabok-100.jpg

Sigrún Hanna Ólmarsdóttir hefur teiknað þessa fallegu bók og Elín Elísabet Jóhannsdóttir endursagt 30 sögur af Jesú. Hér geta börnin litað þær 30 myndir sem fylgja sögunum.

Verð kr. 1490,- Fæst í verslunum um land allt.

Tilboð kr.750,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni, Barnabækur af ýmsum toga

ÍSLENSKUR KROSS

skrar/14-100.jpg

Íslenskur trékross með áli eftir Guðlaug Long.  Stærð 22x5, verð kr.5.500

Stærð,22x6, verð kr.8900

Flokkar: Krossar

Örkin hans Nóa

skrar/baekur/orkin_hans_noa.jpg

Skálholtsútgáfan hefur gefið út í bókina Örkin hans Nóa - Biblíusaga með gluggum til að opna. Sagan af Nóa og örkinni hans er auðlesin í skemmtilegri gluggabók sem Skálholtsútgáfan hefur sent frá sér. Fjörlegar myndir hennar heilla börn á öllum aldri og kenna þeim margt við þeirra hæfi er þau kynnast Nóa og dýrunum hans. Börnin fylgjast með því hvernig Nói og dýrin björguðust úr flóðinu mikla þegar þau hlusta á söguna og opna hvern gluggann á fætur öðrum. Um leið læra þau að telja og þekka litina, herma eftir hljóðum ýmissa dýra og kynnast ólíkum formum. Lifandi bók og litrík!

Bókin kostar 1690 krónur
Uppseld í bili

 

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Óskir trjánna

skrar/baekur/oskir.jpg

Einu sinni voru 3 lítil tré uppi á fjalli nokkru og létu sig dreyma um hvað biði þeirra þegar þau yrðu stærri.

Hver kynslóðin af annarri hefur flutt söguna um trén þrjú frá foreldrum til barna; á jólum og páskum hefur hún verið sögð í kirkjum og meira að segja hefur tónlist verið samin við hana.
Bókin kostar 1.390 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

ÆÐRULEYSI KJARKUR VIT - Orð til uppörvunar á erfiðum tímum

skrar/baekur/aedruleysi-kjarkur-vit.jpg

Þetta bókarkorn geymir huggunarorð, bænir og örsögur af ýmsu tagi sem varpa ljósi á æðruleysisbænina.
Æðruleysisbænin er mörgum kunn og kær. Fólk sem unnið hefur með tólf spora kerfið, t.d. innan AA samtkanna og á námskeiðum í kirkjum undir heitinu Tólf sporin - andlegt ferðalag, hefur notið þeirrar gæfu að hafa tileinkað sér æðruleysisbænina.

En æðruleysisbænin á erindi til allra í atvikum daganna.
Hún hefur reynst hughreysting og haldreipi þegar tekist er á við ósigra og erfiðleika. En hún er líka styrkur og leiðsögn á daglegri för í margbreytilegum aðstæðum.

Verð kr. 790,-

Flokkar: Andleg leiðsögn

Æðruleysi kjarkur vit - Orð til uppörvunar á erfiðum tímum

Þetta bókarkorn geymir huggunarorð, bænir og örsögur af ýmsu tagi sem varpa ljósi á æðruleysisbænina.
Æðruleysisbænin er mörgum kunn og kær. Fólk sem unnið hefur með tólf spora kerfið, t.d. innan AA samtkanna og á námskeiðum í kirkjum undir heitinu Tólf sporin - andlegt ferðalag, hefur notið þeirrar gæfu að hafa tileinkað sér æðruleysisbænina.

En æðruleysisbænin á erindi til allra í atvikum daganna.
Hún hefur reynst hughreysting og haldreipi þegar tekist er á við ósigra og erfiðleika. En hún er líka styrkur og leiðsögn á daglegri för í margbreytilegum aðstæðum.

Verð kr. 790,-

Flokkar: Hugleiðingabækur

Æðruleysisbæn. A5

skrar/ruleysi blátt-400.jpg

Æðruleysisbæn.

A5 stærð.

Verð Kr. 600,-

Tilboð Kr. 390,-

Flokkar: Kortaútgáfa

Ævintýri dýranna

skrar/baekur/aevintyri_dyranna.jpg

Þessi bók geymir margar spennandi og skemmtilegar sögur af alls konar dýrum úr öllum heimshornum. Sögurnar eru valdar með það í huga að þær geti hvatt börn til dáða og vakið samúð þeirra og elsku með þeim sem minna mega sín. Ótrúlegar sögur og sumar þeirra gætu gerst enn! Þessi bók hentar börnum á öllum aldri!

Bókin kostar 1780 krónur

Tilboð. 990,-

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Ævintýri frá ýmsum löndum

skrar/baekur/aevintyri.jpg

Þessi bók er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra sem vilja lesa upphátt uppbyggilegar sögur og ævintýri fyrir börnin sín. Margar sögur draga fram mikilvægi heiðarleika og trúmennsku, góðvildar og hjálpsemi. Aðrar segja frá kostum þess að vera einlægur og klókur þegar vanda ber að höndum og enn aðrar draga fram vonir og þrár barna sem fullorðinna þar sem farið er öruggum höndum um viðkvæm efni. Sögurnar og ævintýrin eru úr öllum heimsins hornum! Bob Hartman er kunnur fyrir lipran og lifandi frásagnahátt. Kímni og alvörufull hlýja svífa yfir vötnum í frásögn hans.

Bókin kostar 1780 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Ævintýrið um himneska tréð

skrar/baekur/himneskatred.jpg

Barnabók um umhverfisvernd, sköpun, eyðileggingu og uppbyggingu. Bókin er prýdd glaðlegum og skemmtilegum myndum listamannsins Meilo So sem undirstrika þann boðskap að hver og einn getur haft áhrif á umhverfið og spornað við eyðileggingu og auðn.

Bókin kostar 690 krónur

Flokkar: Barnabækur af ýmsum toga

Ég get sungið af gleði

skrar/baekur/eggetsungid.jpg

42 barnasálmar og söngvar, sungnir af 900 börnum úr 16 barnakórum við kirkjur og skóla. Á geisladiskinum eru þekktir barnasálmar og söngvar ú sunnudagaskólanum. Einnig er hægt að fá söngbók með nótum fyrir sunnudagaskóla, skólastarf og söngstarf.

Geisladiskurinn kostar 2065 krónur

Flokkar: Geisladiskar

Ég vil elska mitt land - Söngvasveigur 2

skrar/baekur/song2.jpg

33 ættjarðarög. Raddsett fyrir sópran og altraddir (kvennakórar og barnakórar). Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason tóku saman.

Bókin kostar 1800 krónur

Flokkar: Tónlistarbækur

Barn á þroskabraut

skrar/baekur/barnatroska.jpgHvernig á að ala upp börn í dag? Hvert er hlutverk mitt sem foreldris? Bók þessi er hjálp fyrir foreldra að rækja foreldrahlutverk sitt. Uppeldi barna og unglinga í dag er erfitt og krefjandi starf en um leið ákaflega mikilvægt og gefandi. Í bókinni er reynt að draga fram það helsta sem mætir foreldrum og uppalendum á fyrstu árum barnsins, frá fæðngu til 6 ára aldurs. Bókin skiptist í 21 kafla. Bókin kostar 1500 krónur
Tilboð 500,-

Flokkar: Fræðsla, Börn og foreldrar

Barnabiblía

skrar/baekur/barnabiblia.jpg

Barnabiblían er prýdd fjölda glæsilegra mynda sem eru ekki síður frásögn út af fyrir sig og fléttast listilega við endursögn biblíutextanna. Myndir og frásögur leiða barnið inn í heim Biblíunnar.

Kr. 2290,-

Flokkar: Barnabiblíur og sögur úr Biblíunni

Barnaefni fyrir sunnudagaskóla

Ár hvert gefur Skálholtsútgáfan - í samvinnu við Fræðslusvið Biskupsstofu - út barnaefni fyrir sunnudagaskóla og eldribarna starf kirkjunnar.

Nánari upplýsingar á barnatru.is

Flokkar: Barna- og unglingastarf

Barnið í Betlehem

skrar/baekur/barnidibetlehem.jpg

Fyrsta Jólanóttin. í litlu fjárhúsi eignast María lítinn dreng og leggur hann í jötu. Í nágrenninu gæta hirðar fjár. Allt í einu birtist þeim skínandi fagur engill og boðar þeim mikinn fögnuð: ,,Yður er í dag frelsari fæddur", segir hann við furðu lostna hirðana, og frelsarinn er litla barnið hennar Maríu. Fagnaðarboðskapur jólanna er hér endursagður á einfaldan en heillandi hátt.

Bókin kostar 980 krónur

Flokkar: Jólabækur

Bænabandið

skrar/baekur/bnabandid.jpg

Þjálfun í lífsþrótti, lífslöngun, sjálfsstjórn og í því að lifa í návist Guðs er undirtitill bókarinnar Bænabandið eftir Martin Lönnebo sem nýlega kom út. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þýðir bókina og skrifar inngang að henni. Þar segir meðal annars: Að biðja er að finna þá þögn þar sem Guð býr. Þar geturðu verið með Guði, verið snortinn af Guði og sameinast Guði.

Úr inngangi Karls Sigurbjörnssonar

Orð og mál eru dýrmætustu gáfur mannsins. En bestu orðin verða til í þögninni og fullkomnast í þögninni.

Að biðja er að finna þá þögn þar sem Guð býr. Þar geturðu verið með Guði, verið snortinn af Guði og sameinast Guði.

Af eigin reynslu er mér ljóst að það er undursamleg lausn að læra bæn þagnarinnar og snertingarinnar. Hún er ekki ágeng, hún gefur hvíld og frið, hún styrkir og blessar. Hún gefur orðunum dýpt, þeim fáu orðum sem við þurfum til að nálgast Guð, sem veit allt um mig og mína, og sorgir og gleði alls sem andar og lifir.

Bókin kostar 1860 krónur

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Bænabók - eldri útgáfa í kilju

skrar/Bænabók-100.jpg

Að biðja er að tala við Guð. Hann þarfnast ekki þinna orða til þess að skilja þig, því hann sér dýpra inn í huga þinn en þú sjálfur. En þú þarft að orða hugsanir þínar til þess að gera þær ljósari, leiða þær í réttan farveg, beina þeim til Guðs, svo að hann geti fremur leiðbeint huga þínum og greitt blessun sinni veg til þín. Bókin kostar 1700 krónur

Tilboð 500,-

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Bænabók barnanna

skrar/baekur/banabok_barnanna_98.jpg

"Að læra að biðja er að læra að sjá heiminnn eins og hann lítur út frá himni."

Bænabók barnanna er safn 150 bæna og versa sem Karl Sigurbjörnsson hefur tekið saman. Þessar perlur varpa ljóma inn í hinar ólíkustu aðstæður lífsins og eru hver með sínu móti, en umfram allt eru þær einfaldar, látlausar, einlægar og minnisstæðar.

Bókin kostar 2440 krónur

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bænabækur fyrir börn

Bænakort

skrar/láttu nú a5-400.jpg

Láttu nú ljósið mitt og fleiri bænir á korti

A5 stærð

Verð kr.600

Flokkar: Kortaútgáfa

Bænakort. Þakkarbæn

skrar/Guð (a5)-400.jpg

Við þökkum þér Guð,

Bænakort A5 stærð.

Verð Kr 600.-

Tilboð Kr. 390,-

Flokkar: Kortaútgáfa

Bænamál

skrar/baekur/baenamal.jpg

Þetta kver er hjálp og hvatning til bænar og trúarlífs. Trúin býr í sérhverri mannssál, en hana þarf að rækta og hana þarf að tjá. Bænamál er sérstaklega hugsuð fyrir eldri börn.

Bókin kostar 450,-

Flokkar: Bænabækur fyrir fullorðna

Bænateningur

Stór bænateningur úr tré með sex borðbænum.
Með bænateningnum, fylgir bókin "Lífið er gjöf"
Hugmyndabanki að uppbyggilegum samverustundum foreldra og barna.

Einnig er til bænadteningur með sex kvöldbænum og fylgir bókin "Bænirnar mínar"

Kr. 1.990,-

Bókin kostar ein og sér kr. 490,-

Flokkar: Bænateningur

1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | Næsta