Um útgáfuna

Skálholtsútgáfan er útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Verkefni útgáfunnar eru á sviði fræðsluefnisgerðar og útgáfu fyrir kirkjustarf, t.d. barna-, fermingar- og æskulýðsstarf og fullorðinsfræðslu; útgáfu sálmabóka og undirleiksbóka og tónlistarútgáfa á víðum grunni fyrir blandaða kóra og barnakóra; útgáfa bóka fyrir almenning af ýmsum toga, t.d. bóka sem hjálpa, fræða, styðja, glöggva, veita von; útgáfa barnabóka sem hafa kristinn boðskap og sterkan siðferðisboðskap; útgáfa námsefnis á kristnum grunni fyrir skóla á öllum skólasviðum sem og leikskóla.

Skálholtsútgáfan rekur verslunina Kirkjuhúsið að Laugavegi 31 en þar fást bækur og fræðsluefni á kristnum grunni, einnig ýmiskonar gjafavara: englar, krossar, bænaspjöld, ikonamyndir og margt, margt fleira.

Starfsfólk

KIRKJUHÚSIÐ - SKÁLHOLTSÚTGÁFAN
LAUGAVEGI 31 -101 REYKJAVÍK SÍMI 528 4200